Sport

Ólympíuleikarnir 2014 | Samantekt frá degi 6

Í lok hvers keppnisdags á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí verður allt það helsta gert upp í samantektarþætti hér á Vísi og Stöð 2 Sport.

Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson hefur umsjón með þættinum sem hefst klukkan 22.00. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

Það voru sex Ólympíugull í boði í dag og fóru þau til fimm landa. Kínverjar unnu tvö gull og sigur þýsku sveitarinnar í liðakeppni á baksleðum þýddi að Þýskaland vann öll gull í boði í greininni á leikunum í Sotsjí.

Ólympíumeistarar voru krýndir í eftirtöldum greinum í dag:

20 km ganga karla í skíðaskotfimi: Martin Fourcade frá Frakklandi

10 km hefðbundin skíðaganga kvenna: Justyna Kowalczyk frá Póllandi

Brekkufimi karla á skíðum: Joss Christensen frá Bandaríkjunum

Liðakeppni á baksleðum: Þýskaland (Natalie Geisenberger, Felix Loch og

Tobias Wendl/Tobias Arlt)

500 metra skautaat kvenna: Li Jianrou frá Kína

1000 metra skautahlaup kvenna: Zhang Hong frá Kína




Tengdar fréttir

Ólympíuleikarnir 2014 | Samantekt frá degi 4

Í lok hvers keppnisdags á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí verður allt það helsta gert upp í samantektarþætti hér á Vísi og Stöð 2 Sport. Nú er komið að keppni á degi fjögur.

Ólympíuleikarnir 2014 | Samantekt frá degi 5

Í lok hvers keppnisdags á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí verður allt það helsta gert upp í samantektarþætti hér á Vísi og Stöð 2 Sport. Nú er komið að keppni á degi fimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×