Handbolti

Aron Kristjáns: Höfðu samband við mig strax eftir EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Kristjánsson nýr þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins KIF Kolding Kaupmannahöfn.
Aron Kristjánsson nýr þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins KIF Kolding Kaupmannahöfn. Vísir/Daníel


Þetta er skemmtilegt en krefjandi verkefni. Þetta er lið í toppbaráttunni en þeir eru í töluverðum vandræðum í augnablikinu. Það hafa hrannast upp meiðsli og veikindi hjá þeim undanfarið og það verður því mikil áskorun fyrir mig að fara þangað og klára tímabilið með þeim. Mig langaði að taka áskoruninni og reyna að hjálpa þeim því þetta er spennandi lið," sagði Aron Kristjánsson nýr þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins KIF Kolding Kaupmannahöfn.

„Þeir höfðu samband við mig strax eftir EM og svo fór ég og kíkti á þá í vikunni og vann þetta síðan yfir helgina. Þetta kláraðist bara í dag," sagði Aron sem fer út aftur á morgun.

Hann horfði á danska liðið standa vel í þýska stórliðinu Kiel í Meistaradeildinni um helgina en Kiel vann þá tveggja marka sigur eftir hörkuleik.

„Þeir voru í vandræðum á móti Kiel því margar skytturnar hjá þeim voru lemstraðar, einhverjir tóku ekki þátt og aðrir voru á hálfum hraða. Það var flott hjá þeim að standa vel í þeim. Þeir eru með mjög sterka vörn og góða markvörslu," sagði Aron sem hefur fengið fleiri fyrirspurnir.

„Það hefur áður verið þannig að hlutir hafa ekki passað inn og því hefur maður hent þeim frá sér. Það er fínt að þetta passi inn.  HSÍ-menn voru tilbúnir til að sleppa mér og ég er ánægður með það. Það hefur líka verið mjög gott samstarf okkar á milli," segir Aron.


Tengdar fréttir

Aron tekur við KIF Kolding

Aron Kristjánsson, karlalandsliðsþjálfari Íslands í handbolta, mun þjálfa danska úrvalsdeildarliðið KIF Kolding Kaupmannahöfn út þetta tímabil en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×