„Ég er auðvitað mamma, þótt ég sé ekki með barnið mitt hjá mér" Hrund Þórsdóttir skrifar 10. febrúar 2014 20:00 Mikilvægt er að fósturmissir og andvana fæðingar séu ekki tabú og að samfélagið viðurkenni stöðu þeirra sem lenda í þessum erfiðu áföllum sem foreldrar. Ungar konur sem misstu börn sín eftir 22 vikna meðgöngur, mæla með því að foreldrar eigi myndir af látnum börnum sínum. Rétt er að vara við myndum sem sjást í meðfylgjandi myndskeiði. Í Reykjanesbæ hvílir Aþena Sóley Erlendsdóttir Sanders. Hún kom í heiminn í október síðastliðnum eftir aðeins tæplega 22 vikna meðgöngu og lést skömmu síðar. Bryndís Dögg Sanders, móðir Aþenu, bjó til minningamyndband um dóttur sína og deildi því nýlega á netinu. Hún segir hjálpa mjög að eiga myndir af henni. „Við fengum að sjá dóttur okkar eins mikið og við vildum og hafa hana hjá okkur á spítalanum sem mér fannst hjálpa mjög mikið. Við tókum fullt af myndum og það er mikilvægast fyrir mér ásamt því að fjölskyldan mín hafi komið og fengið að halda á henni og kynnast henni þótt hún hafi verið látin,“ segir Bryndís. Sigurbjörg Guðnadóttir missti tvíburadrengi eftir tæplega 22 vikna meðgöngu árið 2011. Ekki voru teknar myndir af þeim og sér hún mikið eftir því. „Vinkona mín sem býr í Noregi lenti í þessu á sama tíma og ég en þar var tekin ákvörðun fyrir þau. Það var tekin mynd án þess að þau vissu og þeim afhent hún. Þau ætluðu sér ekki að eiga mynd en þau eru þakklát fyrir það í dag. Maður maður er ekkert í ástandi til að ákveða hvort maður vill taka mynd eða ekki á þessum tímapunkti og það er miklu betra að eiga myndina, maður þarf ekkert að horfa á hana frekar en maður vill,“ segir Sigurbjörg. Þær eru sammála um að alltaf ætti að bjóða myndatöku við þessar aðstæður og á Landspítalanum fengust þau svör að það væri oftast gert, einkum eftir 22. viku meðgöngu. Þá væri þjónustan ávallt til skoðunar og til stendur að bæta hana með því að bjóða foreldrum sem missa barn eða fóstur eftir tólftu viku meðgöngu upp á stuðningsfundi. Bryndís segir hafa hjálpað sér mikið að deila myndbandinu. „Vegna þess að ef ég finn fyrir miklum söknuði vil ég ekki burðast með hann ein,“ segir hún. Einnig vildi hún gefa öðrum foreldrum sem ekki eiga myndir af sínum börnum kost á að skoða myndirnar af Aþenu, í von um að það hjálpaði þeim. Hún segir þetta umræðuefni hafa verið tabú en að margt hafi breyst til batnaðar undanfarin ár. Hún vill að allir viti að hún sé móðir. „Ég er auðvitað mamma, þótt ég sé ekki með barnið mitt hjá mér. Ég á barn og mér finnst gott að allir viti það og viðurkenni það,“ segir Bryndís að lokum. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjanesbær Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns eru nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Mikilvægt er að fósturmissir og andvana fæðingar séu ekki tabú og að samfélagið viðurkenni stöðu þeirra sem lenda í þessum erfiðu áföllum sem foreldrar. Ungar konur sem misstu börn sín eftir 22 vikna meðgöngur, mæla með því að foreldrar eigi myndir af látnum börnum sínum. Rétt er að vara við myndum sem sjást í meðfylgjandi myndskeiði. Í Reykjanesbæ hvílir Aþena Sóley Erlendsdóttir Sanders. Hún kom í heiminn í október síðastliðnum eftir aðeins tæplega 22 vikna meðgöngu og lést skömmu síðar. Bryndís Dögg Sanders, móðir Aþenu, bjó til minningamyndband um dóttur sína og deildi því nýlega á netinu. Hún segir hjálpa mjög að eiga myndir af henni. „Við fengum að sjá dóttur okkar eins mikið og við vildum og hafa hana hjá okkur á spítalanum sem mér fannst hjálpa mjög mikið. Við tókum fullt af myndum og það er mikilvægast fyrir mér ásamt því að fjölskyldan mín hafi komið og fengið að halda á henni og kynnast henni þótt hún hafi verið látin,“ segir Bryndís. Sigurbjörg Guðnadóttir missti tvíburadrengi eftir tæplega 22 vikna meðgöngu árið 2011. Ekki voru teknar myndir af þeim og sér hún mikið eftir því. „Vinkona mín sem býr í Noregi lenti í þessu á sama tíma og ég en þar var tekin ákvörðun fyrir þau. Það var tekin mynd án þess að þau vissu og þeim afhent hún. Þau ætluðu sér ekki að eiga mynd en þau eru þakklát fyrir það í dag. Maður maður er ekkert í ástandi til að ákveða hvort maður vill taka mynd eða ekki á þessum tímapunkti og það er miklu betra að eiga myndina, maður þarf ekkert að horfa á hana frekar en maður vill,“ segir Sigurbjörg. Þær eru sammála um að alltaf ætti að bjóða myndatöku við þessar aðstæður og á Landspítalanum fengust þau svör að það væri oftast gert, einkum eftir 22. viku meðgöngu. Þá væri þjónustan ávallt til skoðunar og til stendur að bæta hana með því að bjóða foreldrum sem missa barn eða fóstur eftir tólftu viku meðgöngu upp á stuðningsfundi. Bryndís segir hafa hjálpað sér mikið að deila myndbandinu. „Vegna þess að ef ég finn fyrir miklum söknuði vil ég ekki burðast með hann ein,“ segir hún. Einnig vildi hún gefa öðrum foreldrum sem ekki eiga myndir af sínum börnum kost á að skoða myndirnar af Aþenu, í von um að það hjálpaði þeim. Hún segir þetta umræðuefni hafa verið tabú en að margt hafi breyst til batnaðar undanfarin ár. Hún vill að allir viti að hún sé móðir. „Ég er auðvitað mamma, þótt ég sé ekki með barnið mitt hjá mér. Ég á barn og mér finnst gott að allir viti það og viðurkenni það,“ segir Bryndís að lokum.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjanesbær Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns eru nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira