Perez aftur fljótastur | Besti dagur Red Bull Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. febrúar 2014 20:00 Sergio Perez. vísir/getty Aftur átti Sergio Perez á Force India besta tíma dagsins í Bahrain. Tími hans var 1:35.570, örlítið hægar en í gær. Þá var tími hans 1:35.290. Annar í dag varð Fernando Alonso á Ferrari, tími hans var 1:35.634. Alonso ók lengst allra í dag, samtals 122 hringi. Virðist því vandamál gærdagsins leyst. Liðsfélagi Alonso, Kimi Raikkonen komst aðeins 43 hringi í gær. Perez ók næst lengst í dag, samtals 108 hringi. Red Bull, sem hefur átt erfitt uppdráttar á æfingum undanfarið, átti sinn besta dag til þessa. Daniel Ricciardo ók í dag 66 hringi og náði þriðja besta tímanum, 1:35.743. Hugsanlega eru hinir fjórföldu heimsmeistarar bílasmiða að komast í sitt gamla form. Fleiri lið en Ferrari og Force India náðu yfir 100 hringjum í dag. Felipe Massa ók Williams bílnum 103 hringi og setti fjórða besta tímann. Esteban Gutierrez keyrði Sauber bíl sinn 106 hringi en setti níunda besta tímann. Pastor Maldonado ók Lotus bílnum fæsta hringi allra í dag, samtals 31 hring. Lotus liðið er heilli æfingaviku á eftir öðrum liðum enda sleppti liðið fyrstu vikunni. Æfingarnar halda áfram á morgun og klárast svo á sunnudag. Þá tekur við bið eftir fyrstu föstudagsæfingu tímabilsins í Ástralíu þann 14. mars. Formúla Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Aftur átti Sergio Perez á Force India besta tíma dagsins í Bahrain. Tími hans var 1:35.570, örlítið hægar en í gær. Þá var tími hans 1:35.290. Annar í dag varð Fernando Alonso á Ferrari, tími hans var 1:35.634. Alonso ók lengst allra í dag, samtals 122 hringi. Virðist því vandamál gærdagsins leyst. Liðsfélagi Alonso, Kimi Raikkonen komst aðeins 43 hringi í gær. Perez ók næst lengst í dag, samtals 108 hringi. Red Bull, sem hefur átt erfitt uppdráttar á æfingum undanfarið, átti sinn besta dag til þessa. Daniel Ricciardo ók í dag 66 hringi og náði þriðja besta tímanum, 1:35.743. Hugsanlega eru hinir fjórföldu heimsmeistarar bílasmiða að komast í sitt gamla form. Fleiri lið en Ferrari og Force India náðu yfir 100 hringjum í dag. Felipe Massa ók Williams bílnum 103 hringi og setti fjórða besta tímann. Esteban Gutierrez keyrði Sauber bíl sinn 106 hringi en setti níunda besta tímann. Pastor Maldonado ók Lotus bílnum fæsta hringi allra í dag, samtals 31 hring. Lotus liðið er heilli æfingaviku á eftir öðrum liðum enda sleppti liðið fyrstu vikunni. Æfingarnar halda áfram á morgun og klárast svo á sunnudag. Þá tekur við bið eftir fyrstu föstudagsæfingu tímabilsins í Ástralíu þann 14. mars.
Formúla Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira