Gunnar í sínu besta formi 28. febrúar 2014 16:28 Gunnar er í fantaformi. Bardagakappinn Gunnar Nelson verður í eldlínunni laugardaginn 8. mars þegar hann stígur í búrið í sínum þriðja UFC-bardaga. Hann berst við Omari Akhmedov frá Rússlandi í London og bardaginn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Þetta verður hörkubardagi en ég held að Gunni vinni með hengingartaki (e. rear naked choke) í fyrstu lotu. Ef þú ætlar að veðja á bardagann þá verður þú að borga mér helminginn af vinningsupphæðinni,“ segir John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, við blaðamann og skellir upp úr.Stærsti bardaginn á ferlinum Bardaginn á laugardaginn eftir viku er þriðji bardagi Gunnars innan UFC-sambandsins. Þótt bardaginn sé sá stærsti á ferli Gunnars til þessa er ekki að heyra á þjálfaranum að þeir kvíði honum. „Allar æfingar hafa gengið fullkomlega hjá okkur og Gunni er kominn á annað stig í íþróttinni,“ segir John Kavanagh. Íslenski bardagakappinn hefur æft stíft undanfarna mánuði og sótti meðal annars þjálfara sinn heim í byrjun árs en klúbburinn sem John rekur var að flytja í stærra og betra húsnæði í Dublin á Írlandi. Gunnar hefur hingað til verið talinn einn sterkasti glímumaðurinn innan UFC-sambandsins, en í Dublin æfði hann aðallega box og spörk. „Einhverjir hafa haldið því fram að Gunnar sé ekki jafn sterkur standandi og í glímunni. Það er hins vegar ekki rétt. Við erum búnir að æfa kýlingar og spörk af miklum krafti síðustu mánuði og hann er í raun jafnvígur á það og glímuna,“ segir John.Ósigraður andstæðingur „Ég hef horft á síðustu tvo bardaga með honum og hann virkar bara helvíti góður. Hann er örugglega nokkuð höggþungur, villtur standandi og teknískur í gólfinu, enda Sambó-meistari,“ segir Gunnar Nelson um verðandi andstæðing sinn. Gunnar hefur unnið ellefu MMA-bardaga og gert eitt jafntefli á ferli sínum en aldrei tapað. Hann átti að berjast við Mike Pyle í Las Vegas 25. maí í fyrra en þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Hann fór í aðgerð á liðþófa auk þess sem hann lenti í bílslysi í október. Hann hefur nú náð sér að fullu. „Ég er orðinn stálsleginn. Ég fékk smáskurði á höndina en þeir eru löngu grónir,“ segir Gunnar. Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, er að vonum ánægður með það. „Þegar við vissum á hvaða tímapunkti hann myndi snúa aftur eftir meiðslin horfðum við til London. UFC er að byggja upp sportið í Evrópu og Gunnar vill taka þátt í því,“ segir Haraldur. Við erum líka mjög ánægðir með að hann taki þátt í einum af aðalbardögum kvöldsins, nýkominn úr meiðslum. Hann og Akhmedov eru báðir ósigraðir og þetta verður örugglega hörkubardagi,“ segir Haraldur. Omari Akhmedov hefur barist alla sína bardaga í millivigt og er stór og sterkur. „Hann sýndi það í síðasta UFC-bardaga að hann er ekki bara góður glímumaður heldur líka góður standandi. Hann sýndi það með rothöggi gegn mun stærri andstæðingi."Gunnar er orðinn stálsleginn eftir að hafa glímt við meiðsli á síðasta ári.Mikilvæg tengsl við Írland Sem fyrr segir fór Gunnar til Írlands og æfði undir leiðsögn Johns Kavanagh. Að öðru leyti hefur undirbúningur að mestu leyti farið fram í Mjölniskastalanum við Seljaveg þar sem samnefndur bardagaklúbbur hefur komið sér upp einni glæsilegustu æfingaaðstöðu sem fyrirfinnst í Evrópu. Tengsl Gunnars við Írland hafa komið honum að góðum notum því fyrir nokkrum mánuðum komu tveir Írar hingað til lands til að æfa með honum. Þá hafa þeir Cathal Pendred, sem á fimmtán bardaga í MMA að baki, sem og James Gallagher, sem er ungur og efnilegur bardagakappi, dvalið hér við æfingar síðustu vikur.Á annað hundrað manns fylgja Gunnari út Gunnar flýgur til London á mánudaginn og hefur því fimm daga til undirbúnings. Eitthvað af tímanum mun þó fara í viðtöl við fjölmiðla og aðrar uppákomur á vegum UFC-sambandsins. Þegar hafa rúmlega hundrað Íslendingar keypt sér miða á bardagann í O2-höllinni í London og má búast við gríðarlegi stemningu hjá íslenska hópnum. En telur John Kavanagh þjálfari í alvöru að möguleikar Gunnars séu miklir? „Forfeður ykkar fóru í víking með sigurviljann að vopni. Við förum út með sama viðhorf.“ MMA Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Sjá meira
Bardagakappinn Gunnar Nelson verður í eldlínunni laugardaginn 8. mars þegar hann stígur í búrið í sínum þriðja UFC-bardaga. Hann berst við Omari Akhmedov frá Rússlandi í London og bardaginn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Þetta verður hörkubardagi en ég held að Gunni vinni með hengingartaki (e. rear naked choke) í fyrstu lotu. Ef þú ætlar að veðja á bardagann þá verður þú að borga mér helminginn af vinningsupphæðinni,“ segir John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, við blaðamann og skellir upp úr.Stærsti bardaginn á ferlinum Bardaginn á laugardaginn eftir viku er þriðji bardagi Gunnars innan UFC-sambandsins. Þótt bardaginn sé sá stærsti á ferli Gunnars til þessa er ekki að heyra á þjálfaranum að þeir kvíði honum. „Allar æfingar hafa gengið fullkomlega hjá okkur og Gunni er kominn á annað stig í íþróttinni,“ segir John Kavanagh. Íslenski bardagakappinn hefur æft stíft undanfarna mánuði og sótti meðal annars þjálfara sinn heim í byrjun árs en klúbburinn sem John rekur var að flytja í stærra og betra húsnæði í Dublin á Írlandi. Gunnar hefur hingað til verið talinn einn sterkasti glímumaðurinn innan UFC-sambandsins, en í Dublin æfði hann aðallega box og spörk. „Einhverjir hafa haldið því fram að Gunnar sé ekki jafn sterkur standandi og í glímunni. Það er hins vegar ekki rétt. Við erum búnir að æfa kýlingar og spörk af miklum krafti síðustu mánuði og hann er í raun jafnvígur á það og glímuna,“ segir John.Ósigraður andstæðingur „Ég hef horft á síðustu tvo bardaga með honum og hann virkar bara helvíti góður. Hann er örugglega nokkuð höggþungur, villtur standandi og teknískur í gólfinu, enda Sambó-meistari,“ segir Gunnar Nelson um verðandi andstæðing sinn. Gunnar hefur unnið ellefu MMA-bardaga og gert eitt jafntefli á ferli sínum en aldrei tapað. Hann átti að berjast við Mike Pyle í Las Vegas 25. maí í fyrra en þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Hann fór í aðgerð á liðþófa auk þess sem hann lenti í bílslysi í október. Hann hefur nú náð sér að fullu. „Ég er orðinn stálsleginn. Ég fékk smáskurði á höndina en þeir eru löngu grónir,“ segir Gunnar. Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, er að vonum ánægður með það. „Þegar við vissum á hvaða tímapunkti hann myndi snúa aftur eftir meiðslin horfðum við til London. UFC er að byggja upp sportið í Evrópu og Gunnar vill taka þátt í því,“ segir Haraldur. Við erum líka mjög ánægðir með að hann taki þátt í einum af aðalbardögum kvöldsins, nýkominn úr meiðslum. Hann og Akhmedov eru báðir ósigraðir og þetta verður örugglega hörkubardagi,“ segir Haraldur. Omari Akhmedov hefur barist alla sína bardaga í millivigt og er stór og sterkur. „Hann sýndi það í síðasta UFC-bardaga að hann er ekki bara góður glímumaður heldur líka góður standandi. Hann sýndi það með rothöggi gegn mun stærri andstæðingi."Gunnar er orðinn stálsleginn eftir að hafa glímt við meiðsli á síðasta ári.Mikilvæg tengsl við Írland Sem fyrr segir fór Gunnar til Írlands og æfði undir leiðsögn Johns Kavanagh. Að öðru leyti hefur undirbúningur að mestu leyti farið fram í Mjölniskastalanum við Seljaveg þar sem samnefndur bardagaklúbbur hefur komið sér upp einni glæsilegustu æfingaaðstöðu sem fyrirfinnst í Evrópu. Tengsl Gunnars við Írland hafa komið honum að góðum notum því fyrir nokkrum mánuðum komu tveir Írar hingað til lands til að æfa með honum. Þá hafa þeir Cathal Pendred, sem á fimmtán bardaga í MMA að baki, sem og James Gallagher, sem er ungur og efnilegur bardagakappi, dvalið hér við æfingar síðustu vikur.Á annað hundrað manns fylgja Gunnari út Gunnar flýgur til London á mánudaginn og hefur því fimm daga til undirbúnings. Eitthvað af tímanum mun þó fara í viðtöl við fjölmiðla og aðrar uppákomur á vegum UFC-sambandsins. Þegar hafa rúmlega hundrað Íslendingar keypt sér miða á bardagann í O2-höllinni í London og má búast við gríðarlegi stemningu hjá íslenska hópnum. En telur John Kavanagh þjálfari í alvöru að möguleikar Gunnars séu miklir? „Forfeður ykkar fóru í víking með sigurviljann að vopni. Við förum út með sama viðhorf.“
MMA Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Sjá meira