Heimamenn stoltir af sínum mat 28. febrúar 2014 20:00 Breski sjónvarpskokkurinn Ainsley Harriott. Ainsley Harriott er breskur matreiðslumaður og heimsfrægur sjónvarpskokkur sem er staddur hér á landi meðal annars til að gera nýjan sjónvarpsþátt sem nefnist Ainsley Eats the Streets, og sýndur verður á Channel 4 í Bretlandi í haust. Hann tók til hendinni í Kaffivagninum fyrr í dag. „Ég kom hingað þar sem kokkurinn var að sýna mér þessar dásamlegu fiskibollur sem hann er að gera hérna. Og ég var auðvitað farinn að hjálpa til, kokkar hjálpa hver öðrum," sagði Ainsley hlæjandi þegar fréttastofa heimsótti hann í eldhúsið á Kaffivagninum. „Ég er búinn að vera að ferðast um allan heim við gerð þessarar nýju þáttaraðar og er búinn að fara til Istanbúl, Japan, Sikileyjar og fleiri staða og nú erum við á Íslandi. Tilgangurinn með þáttaröðinni er að sýna alvöru mat sem heimamenn borða í hverju landi fyrir sig. Venjulegan mat sem þú og ég borðum því fólk vill ekkert endilega alltaf fara á alla fínustu veitingastaðina þegar það er að ferðast á milli landa." Aisley segir gaman að upplifa að á öllum þeim stöðum sem hann hefur heimsótt séu heimamenn afar stoltir yfir matnum sínum. Og hann ætlar líka að nýta ferðina til Íslands í að vera dómari á Food and Fun hátíðinni sem nú stendur yfir. „Ég er oft spurður hvort það sé ekki reglulega gaman að dæma svona keppnir, ég er ekki viss um að mér finnist það alltaf. Mér líkar ekki tilhugsunin um að það sé hægt að sigra og tapa í matreiðslu, eins og víða er markaður fyrir, til dæmis í fjölda sjónvarpsþátta. Allir eru dæmdir fyrir það sem þeir gera og þá er ósanngjarnt að einhver tapi þegar allir eru að gera sitt besta. Ég held að það geti dregið úr fólki, sérstaklega þegar það er ungt. En það er auðvitað gaman þegar vakin er athygli á því sem er vel gert í keppnum af þessu tagi. Og ég hlakka mikið til." Food and Fun Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Fleiri fréttir Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Sjá meira
Ainsley Harriott er breskur matreiðslumaður og heimsfrægur sjónvarpskokkur sem er staddur hér á landi meðal annars til að gera nýjan sjónvarpsþátt sem nefnist Ainsley Eats the Streets, og sýndur verður á Channel 4 í Bretlandi í haust. Hann tók til hendinni í Kaffivagninum fyrr í dag. „Ég kom hingað þar sem kokkurinn var að sýna mér þessar dásamlegu fiskibollur sem hann er að gera hérna. Og ég var auðvitað farinn að hjálpa til, kokkar hjálpa hver öðrum," sagði Ainsley hlæjandi þegar fréttastofa heimsótti hann í eldhúsið á Kaffivagninum. „Ég er búinn að vera að ferðast um allan heim við gerð þessarar nýju þáttaraðar og er búinn að fara til Istanbúl, Japan, Sikileyjar og fleiri staða og nú erum við á Íslandi. Tilgangurinn með þáttaröðinni er að sýna alvöru mat sem heimamenn borða í hverju landi fyrir sig. Venjulegan mat sem þú og ég borðum því fólk vill ekkert endilega alltaf fara á alla fínustu veitingastaðina þegar það er að ferðast á milli landa." Aisley segir gaman að upplifa að á öllum þeim stöðum sem hann hefur heimsótt séu heimamenn afar stoltir yfir matnum sínum. Og hann ætlar líka að nýta ferðina til Íslands í að vera dómari á Food and Fun hátíðinni sem nú stendur yfir. „Ég er oft spurður hvort það sé ekki reglulega gaman að dæma svona keppnir, ég er ekki viss um að mér finnist það alltaf. Mér líkar ekki tilhugsunin um að það sé hægt að sigra og tapa í matreiðslu, eins og víða er markaður fyrir, til dæmis í fjölda sjónvarpsþátta. Allir eru dæmdir fyrir það sem þeir gera og þá er ósanngjarnt að einhver tapi þegar allir eru að gera sitt besta. Ég held að það geti dregið úr fólki, sérstaklega þegar það er ungt. En það er auðvitað gaman þegar vakin er athygli á því sem er vel gert í keppnum af þessu tagi. Og ég hlakka mikið til."
Food and Fun Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Fleiri fréttir Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Sjá meira