Nýr borgarleikhússtjóri er Kristín Eysteinsdóttir Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2014 11:26 Kristín Eysteinsdóttir segir að áherslan verði fyrst og fremst á það að skapa faglega og góða leiklist. vísir/stefán Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri hefur verið ráðin leikhússtjóri Borgarleikhússins. „Mér líður mjög vel. Ég er ótrúlega þakklát og hlakka til að takast á við þetta," segir Kristín í samtali við Vísi en tilkynnt var um valið nú rétt í þessu. Kristín segir að gestir Borgarleikhússins verði ekki varir við miklar breytingar í fyrstu. „Ég tek við einstaklega góðu búi og mun halda áfram á sömu braut. Lykillinn af velgengninni hefur verið starfsfólkið í húsinu en auðvitað fylgja alltaf nýjar áherslur nýju fólki og ég hlakka bara til að leiða Borgarleikhúsið inn í nýja og spennandi tíma.“ Kristín hefur verið fastráðin leikstjóri hjá Borgarleikhúsinu frá árinu 2008. „Hef verið ein af listrænum stjórnendum hússins, þekki þannig innra starf mjög vel og tekið þátt í verkefnavali. Ég mun setja mikinn fókus á gæði og vandað verkefnaval.“ Magnús Geir hefur þótt markaðssinnaður leikhússtjóri og Kristín segir mikilvægt að leihúsið sé markaðssett. „En, verðum fyrst og fremst að leggja áherslu á að búa til faglega og góða leiklist. Sýningar sem hreyfa við fólki og hafa áhrif. Borgarleikhúsið hefur verið leiðandi afl í íslensku menningarlífi og ég vil sjá til þess að svo verði áfram. Ég mun setja aukinn fókus á íslenska leikritun og efla hana.“ Á annan tug manna sóttu um stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins en eins og kunnugt er sótti fráfarandi leikhússtjóri, Magnús Geir Þórðarson, um stöðu útvarpsstjóra og fékk. Nokkrir óskuðu nafnleyndar, að sögn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur stjórnarformanns Leikfélags Reykjavíkur, en þegar staðan var auglýst laus til umsóknar var áskilið að umsækjendur greindu frá framtíðarsýn sinni í 800 orða ritgerð. Þorgerður sagði að nokkuð væri lagt upp úr því hvernig til tækist í þeirri ritgerð. Svo virðist sem Kristínu hafi tekist einstaklega vel upp við skrifin. „Þetta er í raun eins og umsókn þar sem maður lýsir sinni framtíðarsýn. Það gekk mjög vel, ég var með skýrar hugmyndir og spennandi sem átti samhljóm með stjórninni.“ Ráðið er í starfið til fjögurra ára. Heimilt er samkvæmt samþykktum LR að endurráða leikhússtjóra önnur fjögur ár. Miðað er við að nýr leikhússtjóri taki til starfa eins fljótt og auðið er en nánari tímasetning er samkomulagsatriði en hann mun njóta liðsinnis Magnúsar Geirs. Ráðning Kristínar þýðir að leikhússtjórar þeirra þriggja atvinnuleikhúsa sem eru starfrækt á Íslandi eru konur; Tinna Gunnlaugsdóttir hjá Þjóðleikhúsinu og Ragnheiður Skúladóttir hjá Leikfélagi Akureyrar. Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri hefur verið ráðin leikhússtjóri Borgarleikhússins. „Mér líður mjög vel. Ég er ótrúlega þakklát og hlakka til að takast á við þetta," segir Kristín í samtali við Vísi en tilkynnt var um valið nú rétt í þessu. Kristín segir að gestir Borgarleikhússins verði ekki varir við miklar breytingar í fyrstu. „Ég tek við einstaklega góðu búi og mun halda áfram á sömu braut. Lykillinn af velgengninni hefur verið starfsfólkið í húsinu en auðvitað fylgja alltaf nýjar áherslur nýju fólki og ég hlakka bara til að leiða Borgarleikhúsið inn í nýja og spennandi tíma.“ Kristín hefur verið fastráðin leikstjóri hjá Borgarleikhúsinu frá árinu 2008. „Hef verið ein af listrænum stjórnendum hússins, þekki þannig innra starf mjög vel og tekið þátt í verkefnavali. Ég mun setja mikinn fókus á gæði og vandað verkefnaval.“ Magnús Geir hefur þótt markaðssinnaður leikhússtjóri og Kristín segir mikilvægt að leihúsið sé markaðssett. „En, verðum fyrst og fremst að leggja áherslu á að búa til faglega og góða leiklist. Sýningar sem hreyfa við fólki og hafa áhrif. Borgarleikhúsið hefur verið leiðandi afl í íslensku menningarlífi og ég vil sjá til þess að svo verði áfram. Ég mun setja aukinn fókus á íslenska leikritun og efla hana.“ Á annan tug manna sóttu um stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins en eins og kunnugt er sótti fráfarandi leikhússtjóri, Magnús Geir Þórðarson, um stöðu útvarpsstjóra og fékk. Nokkrir óskuðu nafnleyndar, að sögn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur stjórnarformanns Leikfélags Reykjavíkur, en þegar staðan var auglýst laus til umsóknar var áskilið að umsækjendur greindu frá framtíðarsýn sinni í 800 orða ritgerð. Þorgerður sagði að nokkuð væri lagt upp úr því hvernig til tækist í þeirri ritgerð. Svo virðist sem Kristínu hafi tekist einstaklega vel upp við skrifin. „Þetta er í raun eins og umsókn þar sem maður lýsir sinni framtíðarsýn. Það gekk mjög vel, ég var með skýrar hugmyndir og spennandi sem átti samhljóm með stjórninni.“ Ráðið er í starfið til fjögurra ára. Heimilt er samkvæmt samþykktum LR að endurráða leikhússtjóra önnur fjögur ár. Miðað er við að nýr leikhússtjóri taki til starfa eins fljótt og auðið er en nánari tímasetning er samkomulagsatriði en hann mun njóta liðsinnis Magnúsar Geirs. Ráðning Kristínar þýðir að leikhússtjórar þeirra þriggja atvinnuleikhúsa sem eru starfrækt á Íslandi eru konur; Tinna Gunnlaugsdóttir hjá Þjóðleikhúsinu og Ragnheiður Skúladóttir hjá Leikfélagi Akureyrar.
Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira