Magnaður Pepsihrekkur Finnur Thorlacius skrifar 27. febrúar 2014 16:26 Bílablaðamanni á Jalopnik bílavefnum var gerður sérlega vel heppnaður hrekkur um daginn, en hrekkurinn var í raun í röð Pepsiauglýsinga þar sem fólki er komið hressilega á óvart. Í þessu tilviki lenti blaðamaðurinn þó í gríðarlegum eltingarleik gervi-leigubílsins sem hann sat í og lögreglubíls. Leigubílstjórinn tjáði honum, eftir að lögreglubíll virtist elta bílinn, að hann hefði setið í fangelsi í 10 ár og hefði lítinn áhuga á að fara aftur inn. Við það stígur hann bílinn í botn og reynir að stinga lögregluna af. Staðreyndin var sú að þetta var allt eitt leikrit og ökumaður leigubílsins var þrautreyndur NASCAR ökumaður sem kann greinilega sitt í akstursfaginu. Eltingaleikurinn endar í vöruhúsi þar sem móttökurnar koma grunlausum blaðamanninum, sem var í mikilli geðshræringu, nokkuð á óvart. Sjón er sögu ríkari. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent
Bílablaðamanni á Jalopnik bílavefnum var gerður sérlega vel heppnaður hrekkur um daginn, en hrekkurinn var í raun í röð Pepsiauglýsinga þar sem fólki er komið hressilega á óvart. Í þessu tilviki lenti blaðamaðurinn þó í gríðarlegum eltingarleik gervi-leigubílsins sem hann sat í og lögreglubíls. Leigubílstjórinn tjáði honum, eftir að lögreglubíll virtist elta bílinn, að hann hefði setið í fangelsi í 10 ár og hefði lítinn áhuga á að fara aftur inn. Við það stígur hann bílinn í botn og reynir að stinga lögregluna af. Staðreyndin var sú að þetta var allt eitt leikrit og ökumaður leigubílsins var þrautreyndur NASCAR ökumaður sem kann greinilega sitt í akstursfaginu. Eltingaleikurinn endar í vöruhúsi þar sem móttökurnar koma grunlausum blaðamanninum, sem var í mikilli geðshræringu, nokkuð á óvart. Sjón er sögu ríkari.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent