„Ekki bera neinn saman við Michael Jordan“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. febrúar 2014 10:06 Horace Grant, hér lengst til hægri, ásamt Michael Jordan og John Paxson. „Ekki bera neinn saman við Michael Jordan," var meðal þess sem Horace Grant sagði í viðtali við íþróttafréttamanninn Bill Simmons í þættinum BS Report í gær. Grant fór yfir 17 ára feril sinn í viðtalinu. Hann lék með Michael Jordan og Scottie Pippen hjá Chicago Bulls og vann með þeim þrjá meistaratitla; 1991, '92 og '93. Hann flutti sig þá yfir til Orlando Magic og lék með hinu magnaða tvíeyki Shaquille O'Neal og Anfernee „Penny“ Hardaway. Það lið komst í úrslit 1995 en tapaði gegn Houston Rockets. Grant lék aftur með Shaq, hjá Los Angeles Lakers, tímabilið 2000 - 2001. Þar lék hann einnig með Kobe Bryant. Horace Grant sagði að ekki væri hægt að bera neinn saman við Jordan. Hann væri einfaldlega bestur. „Ekkert lið gat sigrað Chicago Bulls þegar Jordan var í sínu besta formi. Með fullri virðingu fyrir öllum, enginn hefði getað sigrað hann. Hann fann alltaf leið til þess að vinna leiki," útskýrði Grant. Grant sagði frá stemningunni inni í klefa Bulls eftir frægt atvik þegar Scottie Pippen neitaði að fara inn á völlinn á lokasekúndum leiks gegn New York Knicks, eftir að Phil Jackson, þjálfari liðsins, fyrirskipaði Toni Kukoc að taka síðasta skot leiksins. „Bill Cartwright lét Pippen heyra það. Þegar Pippen sá mann eins og Cartwright, með tárin í augunum, rann upp fyrir honum hversu mikil mistök hann hafði gert. En við fyrirgáfum honum," útskýrði Grant. Hann sagði einnig að Bulls-liðið hefði væntanlega unnið níu titla ef því hefði verið haldið saman á 10. áratugnum. Hann sagði einnig að stór egó hafi eyðilegt flest liðin sem hann hafi spilað í. „Þetta snerist of mikið um hver fékk að leggja í bestu bílastæðin og hver fékk bestu auglýsingasamningana, þetta var ótrúlegt." Hér að neðan má sjá helstu tilþrif Horace Grant og hlusta í leiðinni á Hip-hop tónlist frá 10. áratugnum. NBA Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
„Ekki bera neinn saman við Michael Jordan," var meðal þess sem Horace Grant sagði í viðtali við íþróttafréttamanninn Bill Simmons í þættinum BS Report í gær. Grant fór yfir 17 ára feril sinn í viðtalinu. Hann lék með Michael Jordan og Scottie Pippen hjá Chicago Bulls og vann með þeim þrjá meistaratitla; 1991, '92 og '93. Hann flutti sig þá yfir til Orlando Magic og lék með hinu magnaða tvíeyki Shaquille O'Neal og Anfernee „Penny“ Hardaway. Það lið komst í úrslit 1995 en tapaði gegn Houston Rockets. Grant lék aftur með Shaq, hjá Los Angeles Lakers, tímabilið 2000 - 2001. Þar lék hann einnig með Kobe Bryant. Horace Grant sagði að ekki væri hægt að bera neinn saman við Jordan. Hann væri einfaldlega bestur. „Ekkert lið gat sigrað Chicago Bulls þegar Jordan var í sínu besta formi. Með fullri virðingu fyrir öllum, enginn hefði getað sigrað hann. Hann fann alltaf leið til þess að vinna leiki," útskýrði Grant. Grant sagði frá stemningunni inni í klefa Bulls eftir frægt atvik þegar Scottie Pippen neitaði að fara inn á völlinn á lokasekúndum leiks gegn New York Knicks, eftir að Phil Jackson, þjálfari liðsins, fyrirskipaði Toni Kukoc að taka síðasta skot leiksins. „Bill Cartwright lét Pippen heyra það. Þegar Pippen sá mann eins og Cartwright, með tárin í augunum, rann upp fyrir honum hversu mikil mistök hann hafði gert. En við fyrirgáfum honum," útskýrði Grant. Hann sagði einnig að Bulls-liðið hefði væntanlega unnið níu titla ef því hefði verið haldið saman á 10. áratugnum. Hann sagði einnig að stór egó hafi eyðilegt flest liðin sem hann hafi spilað í. „Þetta snerist of mikið um hver fékk að leggja í bestu bílastæðin og hver fékk bestu auglýsingasamningana, þetta var ótrúlegt." Hér að neðan má sjá helstu tilþrif Horace Grant og hlusta í leiðinni á Hip-hop tónlist frá 10. áratugnum.
NBA Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira