Óttinn við ómöguleikann Ólafur Þ. Stephensen skrifar 26. febrúar 2014 08:29 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var í vandræðalegu viðtali í Kastljósi í fyrrakvöld. Hann var þar ítrekað beðinn að útskýra hvers vegna hann hygðist ganga á bak því kosningaloforði sínu að þjóðin fengi að kjósa á kjörtímabilinu um framhald aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Eftirfarandi svar leiðtogans var það heillegasta: „Ég get ekki fyllilega staðið við það að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort við höldum áfram viðræðum við Evrópusambandið þar sem það er pólitískur ómöguleiki til staðar.“ Ómöguleikinn felst að sögn Bjarna í því að ef þjóðin vildi ljúka viðræðum væri samt alls ekki hægt að ætlast til þess af ríkisstjórninni að hún kláraði málið. Hún væri nefnilega öll á móti aðild að ESB. Í þessari röksemdafærslu er grundvallarvilla. Þegar Bjarni lofaði þjóðaratkvæðagreiðslunni ítrekað gaf hann reyndar ekkert annað í skyn en að hann myndi hlíta niðurstöðu hennar þrátt fyrir að það væri algjörlega fyrirséð að þessi staða gæti komið upp. En hitt er augljóst, að ef ríkisstjórnin treystir sér ekki til að framkvæma vilja þjóðarinnar segir hún af sér og lætur völdin í hendur stjórnar sem er reiðubúin að fara að vilja meirihlutans. Þetta virðist gjörsamlega ómögulegt í huga forystumanna stjórnarflokkanna; að þeir gætu þurft að yfirgefa ráðherrastólana af því að þjóðin reyndist ósammála þeim í grundvallarmáli. Ef stjórnin tryði eigin málflutningi ætti hún að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna og lýsa því yfir að hún færi frá ef þjóðin kysi að halda áfram aðildarviðræðum. Þá myndu heimilin missa af stórkostlegustu skuldaleiðréttingu í heiminum og atvinnulífið missti beztu nýju vini sína úr Stjórnarráðinu. Myndi nokkur maður með viti taka sénsinn á því? Svo merkilegt sem það er, hefur ríkisstjórnin ekki meiri trú á eigin stefnu en svo að enginn ráðherra hefur sagt að hann kviði ekki niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem lofað var fyrir kosningar. Þvert á móti er augljóst að ráðherrarnir eru dauðhræddir við að niðurstaðan yrði þeim í óhag. Það leiðir af sér að það er holur hljómur í þeim orðum Bjarna að hann hafi "ósvikinn" áhuga á að stór mál séu útkljáð með þjóðaratkvæði. Ef menn geta ekki tekið niðurstöðunni þegar þjóðin tekur ákvarðanir eiga þeir að sleppa því að tala um beint lýðræði. Það er líka algjör rökleysa þegar formaður Sjálfstæðisflokksins vísar til þess að ferlið, sem lagt er til í tillögu utanríkisráðherra um að draga aðildarumsóknina til baka, feli í sér að þjóðin fái einn daginn að kjósa. Í fyrsta lagi getur þetta þing ekki ákveðið slíkt fyrir annað þing í framtíðinni, eins og lagaprófessorar bentu á í Fréttablaðinu í gær. Í öðru lagi snerist hið afdráttarlausa kosningaloforð Bjarna Benediktssonar um að þjóðin fengi að greiða atkvæði um hvernig yrði farið með aðildarumsóknina sem nú liggur fyrir - ekki einhverja aðra aðildarumsókn í framtíðinni. Það sem virðist ómögulegast í þessu máli er að formaður Sjálfstæðisflokksins útskýri með sæmilega skiljanlegum hætti af hverju hann hyggst svíkja skýrt kosningaloforð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var í vandræðalegu viðtali í Kastljósi í fyrrakvöld. Hann var þar ítrekað beðinn að útskýra hvers vegna hann hygðist ganga á bak því kosningaloforði sínu að þjóðin fengi að kjósa á kjörtímabilinu um framhald aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Eftirfarandi svar leiðtogans var það heillegasta: „Ég get ekki fyllilega staðið við það að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort við höldum áfram viðræðum við Evrópusambandið þar sem það er pólitískur ómöguleiki til staðar.“ Ómöguleikinn felst að sögn Bjarna í því að ef þjóðin vildi ljúka viðræðum væri samt alls ekki hægt að ætlast til þess af ríkisstjórninni að hún kláraði málið. Hún væri nefnilega öll á móti aðild að ESB. Í þessari röksemdafærslu er grundvallarvilla. Þegar Bjarni lofaði þjóðaratkvæðagreiðslunni ítrekað gaf hann reyndar ekkert annað í skyn en að hann myndi hlíta niðurstöðu hennar þrátt fyrir að það væri algjörlega fyrirséð að þessi staða gæti komið upp. En hitt er augljóst, að ef ríkisstjórnin treystir sér ekki til að framkvæma vilja þjóðarinnar segir hún af sér og lætur völdin í hendur stjórnar sem er reiðubúin að fara að vilja meirihlutans. Þetta virðist gjörsamlega ómögulegt í huga forystumanna stjórnarflokkanna; að þeir gætu þurft að yfirgefa ráðherrastólana af því að þjóðin reyndist ósammála þeim í grundvallarmáli. Ef stjórnin tryði eigin málflutningi ætti hún að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna og lýsa því yfir að hún færi frá ef þjóðin kysi að halda áfram aðildarviðræðum. Þá myndu heimilin missa af stórkostlegustu skuldaleiðréttingu í heiminum og atvinnulífið missti beztu nýju vini sína úr Stjórnarráðinu. Myndi nokkur maður með viti taka sénsinn á því? Svo merkilegt sem það er, hefur ríkisstjórnin ekki meiri trú á eigin stefnu en svo að enginn ráðherra hefur sagt að hann kviði ekki niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem lofað var fyrir kosningar. Þvert á móti er augljóst að ráðherrarnir eru dauðhræddir við að niðurstaðan yrði þeim í óhag. Það leiðir af sér að það er holur hljómur í þeim orðum Bjarna að hann hafi "ósvikinn" áhuga á að stór mál séu útkljáð með þjóðaratkvæði. Ef menn geta ekki tekið niðurstöðunni þegar þjóðin tekur ákvarðanir eiga þeir að sleppa því að tala um beint lýðræði. Það er líka algjör rökleysa þegar formaður Sjálfstæðisflokksins vísar til þess að ferlið, sem lagt er til í tillögu utanríkisráðherra um að draga aðildarumsóknina til baka, feli í sér að þjóðin fái einn daginn að kjósa. Í fyrsta lagi getur þetta þing ekki ákveðið slíkt fyrir annað þing í framtíðinni, eins og lagaprófessorar bentu á í Fréttablaðinu í gær. Í öðru lagi snerist hið afdráttarlausa kosningaloforð Bjarna Benediktssonar um að þjóðin fengi að greiða atkvæði um hvernig yrði farið með aðildarumsóknina sem nú liggur fyrir - ekki einhverja aðra aðildarumsókn í framtíðinni. Það sem virðist ómögulegast í þessu máli er að formaður Sjálfstæðisflokksins útskýri með sæmilega skiljanlegum hætti af hverju hann hyggst svíkja skýrt kosningaloforð.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun