Körfubolti

Clippers vann topplið Oklahoma | Durant enn og aftur yfir 40 stigin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jamal Crawford skorar tvö af 36 stigum sínum í kvöld.
Jamal Crawford skorar tvö af 36 stigum sínum í kvöld. Vísir/AP
Los Angeles Lakers vann góðan útisigur á toppliði Oklahoma City, 125-117, í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Mikið var skorað í fjörugum leik og lítið um varnir.

Kevin Durant jafnaði leikinn, 115-115, með þriggja stiga körfu þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir en Clippers skoraði næstu fjögur stig og breytti stöðunni í 119-115. Gestirnir héldu haus eftir það, voru traustir á vítalínunni og innbyrtu góðan sigur.

Sigurinn var mikilvægur fyrir Clippers sem var búið að tapa tveimur í röð fyrir leikinn í kvöld. Oklahoma er engu að síður áfram efst í vesturdeildinni með 43 sigra og 13 töp en Clippers er með 37 sigra og 20 töp í fjórða sæti. Liðið berst af hörku fyrir heimaleikjarétt í úrslitakeppninni.

Kevin Durant skoraði 42 stig fyrir Oklahoma City en þetta er níundi leikurinn á tímabilinu sem hann skorar yfir 40 stig. Til viðbótar tók hann svo tíu fráköst. Serge Ibaka skoraði 20 stig fyrir Oklahoma City.

Jamal Crawford var stigahæstur í liði gestanna með 36 stig. Allt byrjunarliðið skoraði yfir 10 stig og voru þeir allir fimm nú nær því að skora 20 stig. Chris Paul var nálægt þrennu með 18 stig, 12 stoðsendingar og 8 fráköst.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×