Körfubolti

LeBron James útilokar ekki að spila í kvöld

Kristinn Páll Teitsson skrifar
LeBron James
LeBron James Vísir/Getty
LeBron James, leikmaður Miami Heat, útilokar ekki að spila næstu leiki liðsins þrátt fyrir að vera með brotið nef.

LeBron fékk högg á andlitið frá Serge Ibaka í sigri Miami á Oklahoma City Thunder og kom í ljós eftir leikinn að um nefbrot væri að ræða.

LeBron sat hjá þegar meistararnir æfðu í gær fyrir leik liðsins gegn Chicago Bulls í kvöld. Í viðtölum eftir æfinguna útilokaði hann ekki að nota sérstaka andlitsgrímu sem verndar nefið til þess að geta tekið þátt í leiknum.

„Vonandi get ég tekið þátt í leiknum, ég ætla hinsvegar ekki að fara of snemma af stað. Mér líður betur með hverjum degi sem líður en þetta var ansi vont í upphafi,"

LeBron spilaði með slíka grímu fyrir tíu árum þegar hann kinnbeinsbrotnaði í leik með Cleveland Cavaliers. Núverandi tímabil er ellefta tímabil leikmannsins í deildinni og hefur hann aldrei misst af fleiri en sjö leikjum á heilu tímabili.

„Þetta er öðruvísi núna þegar maður nálgast þrítugsaldurinn, það tekur lengri tíma að jafna sig. Ég vona að ég þurfi ekki að vera lengi með þessa grímu, hún venst illa og er afar óþægileg," sagði James.



NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×