Körfubolti

Þór stakk af í seinni hálfleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Baldur Þór Ragnarsson skoraði sex stig fyrir Þór í kvöld.
Baldur Þór Ragnarsson skoraði sex stig fyrir Þór í kvöld. Vísir/Valli
Þór frá Þorlákshöfn gerði góða ferð til Borgarness í kvöld og vann átján stiga sigur á Skallagrími, 101-83.

Eftir jafnan fyrri hálfleik skildu leiðir í þriðja leikhluta sem Þór vann, 34-15. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 53-51, gestunum í vil.

Ragnar Nathanaelsson var stigahæstur í liði Þórs með 25 stig en hann tók þar að auki þrettán fráköst. Nemanja Sovic skoraði 23 stig og Tómas Heiðar Tómasson 20 auk þess að taka ellefu fráköst.

Páll Axel Vilbergsson fór mikinn í liði Skallagríms og skoraði 30 stig, þar af fimmtán utan þriggja stiga línunnar.

Þór er nú komið með 20 stig og er í fimmta sætti deildarinnar. Skallagrímur er hins vegar enn með átta stig í tíunda sætinu.

Skallagrímur - Þór Þ. 83-101 (24-26, 17-17, 15-34, 27-24)

Skallagrímur: Páll Axel Vilbergsson 30/8 fráköst, Benjamin Curtis Smith 23/5 fráköst/12 stoðsendingar, Grétar Ingi Erlendsson 11/6 fráköst, Orri Jónsson 8, Ármann Örn Vilbergsson 8, Egill Egilsson 3.

Þór Þ.: Ragnar Ágúst Nathanaelsson 25/13 fráköst/3 varin skot, Nemanja Sovic 23/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 20/11 fráköst, Mike Cook Jr. 19/6 fráköst/8 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 6/4 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Jökull Þráinsson 2.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×