Körfubolti

Naumur sigur Snæfellinga gegn botnliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigurður Þorvaldsson skoraði sjö stig fyrir Snæfell í kvöld.
Sigurður Þorvaldsson skoraði sjö stig fyrir Snæfell í kvöld. Vísir/Stefán
Valur komst nálægt því að vinna afar óvæntan sigur á Snæfelli í fyrri leik kvöldsins í Domino's-deild karla í körfubolta.

Snæfell byrjaði miklu betur í leiknum og var með væna forystu að loknum fyrsta leikhluta, 24-9. En Valsmenn gáfust ekki upp og söxuðu jafnt og þétt á forystu gestanna. Valsmenn fengu boltann þegar 35 sekúndur voru eftir og munurinn fjögur stig, 89-85.

Heimamenn klikkuðu á öllum þremur skottilraunum sínum utan af velli á lokasekúndum leiksins og skoruðu aðeins eitt stig af vítalínunni þegar fjórar sekúndur voru eftir.

Snæfellingar fögnuðu því sigri í kvöld en stigahæstur þeirra var Travis Cohn með 31 stig. Jón Ólafur Jónsson skoraði sautján stig og tók tíu fráköst.

Hjá Val var Chris Woods langstigahæstur með 36 stig auk þess sem hann gaf tíu stoðsendingar. Rúnar Ingi Erlingssn kom næstur með átján stig.

Snæfell er í sjöunda sæti deildarinnar með sextán stig en Valur í því neðsta með tvö.

Valur-Snæfell 86-89 (9-24, 24-21, 24-24, 29-20)

Valur: Chris Woods 36/9 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 18/5 fráköst/7 stolnir, Birgir Björn Pétursson 12/9 fráköst, Oddur Ólafsson 9, Oddur Birnir Pétursson 8/8 fráköst, Ragnar Gylfason 2, Benedikt Blöndal 1.

Snæfell: Travis Cohn III 31/7 fráköst/8 stoðsendingar/3 varin skot, Jón Ólafur Jónsson 17/10 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 13/5 fráköst, Stefán Karel Torfason 8/8 fráköst/4 varin skot, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 6, Sveinn Arnar Davíðsson 5/8 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 5, Finnur Atli Magnússon 4/4 fráköst/3 varin skot,




Fleiri fréttir

Sjá meira


×