Erlent

Týnd flugvél reyndi að snúa við

Baldvin Þormóðsson skrifar
Flugfélagið vinnur nú í því að hafa samband við fjölskyldumeðlimi farþeganna.
Flugfélagið vinnur nú í því að hafa samband við fjölskyldumeðlimi farþeganna. vísir/getty
Flugrad ar bendir til þess að farþegaþota Malaysian Airlines sem hvarf í gærkvöldi hafi reynt að snúa við áður en hún hvarf.

Flugmálastjórn Malasíu segir að yfirvöld séu að rannsaka tvo farþega með vafasaman bakgrunn.

Nýju gögnin bæta á óvissuna varðandi atvikið, en vélin hvarf sporlaust rétt fyrir klukkan sjö að íslenskum tíma seinasta föstudagskvöld. Víðtæk leit hefur nú staðið yfir í meira en 30 klukkutíma.

Yfirvöld eru að rannsaka upptökur öryggismyndavéla af tveimur farþegum sem virðast hafa notað stolin vegabréf til þess að komast um borð vélarinnar.

Fréttastofa BBC hefur staðfest að tveir menn, einn sem notaði ítalskt vegabréf og hinn austurrískt vegabréf, hafi líklega keypt flugmiða á sama tíma í sama flug frá Peking. Alvöru eigendur vegabréfanna segjast hafa týnt þeim í Taílandi fyrir fáeinum árum.

Farþegar vélarinnar voru af fjórtán mismunandi þjóðernum. Mikill meirihluti voru frá Kína, en einnig hafa verið staðfestir farþegar frá Bandaríkjunum, Kanada, Frakklandi og öðrum Evrópulöndum.

Flugfélagið vinnur nú í því að hafa samband við fjölskyldumeðlimi þeirra 239 farþega vélarinnar til þess upplýsa þá um nýjustu aðstæður.


Tengdar fréttir

Óttast að 239 séu látnir

Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk.

Farþegavél hvarf af ratsjá

Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×