Íslendingur í Tókýó keypti sér sjónvarp í tilefni bardagans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2014 13:26 Bolli, klæddur Mjölnispeysunni sinni, ásamt Heimi Hannessyni. Bolli Thoroddsen, framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Takanawa og doktorsnemi við Waseda háskólann í Tókýó, ætlar ekki að missa af UFC-bardaga Gunnars Nelson gegn Omari Akhmedov í London í kvöld. Bolli, sem búið hefur í Tókýó undanfarin ár, hefur ekki átt sjónvarp í Japan. Ekki fyrr en í dag. Þá lagði hann leið sína í rafmagnsvörubúð og festi kaup á sjónvarpi. „Það var ekki létt að bera sjónvarpið úr búðinni, flytja það í neðanjarðarlestarkerfinu og þaðan í strætó,“ segir Bolli léttur. Hann á þó góða að í Japan og kom vinur hans, hinn nautsterki Heimir Hannesson, honum til bjargar.Bolli með sjónvarpið góða.„Það störðu allir á okkur tvo með sjónvarpið,“ segir Bolli hlæjandi. Það sé í raun ekki leyfilegt að fara með sjónvarpið í lestarnar eða strætó. Þeir hafi því þurft að vera lúmskir og snöggir. „Það verður fjölmennt hjá mér í kvöld. Allir úr gym-inu mínu ætla að mæta og fylgjast með Gunna,“ segir Bolli sem er formaður Viðskiptaráðs Íslands í Japan. Hann æfir MMA og brasilískt jiu jitsu í Tókýó. Bardaginn hefst klukkan 20 að íslenskum tíma en þá verður klukkan orðin 5 um nóttina í Tókíó. Bolli og félagar ætla ekki að setja það fyrir sig og eru spenntir. Bolli, sem þekkir vel til Gunnars og félaga í Mjölni, hefur fulla trú á sínum manni. „Gunni vinnur að sjálfsögðu. Annars skila ég sjónvarpinu,“ segir Bolli og hlær. Hann var svo rokinn í að setja upp sjónvarpið fyrir kvöldið.Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan 20. Þá verður hann í beinni textalýsingu á Vísi. MMA Tengdar fréttir Myndband: Gunnar Nelson nær þyngd og fær verðskuldaða steik Það er allt tilbúið fyrir bardaga Gunnars Nelson í kvöld. Báðir keppendur náðu þyngd og er ekkert sem kemur í veg fyrir að bardaginn fari fram. 8. mars 2014 11:30 Hvað segja MMA sérfræðingarnir um bardaga Gunnars Nelson? Nú eru aðeins nokkrar klukkustundir í að Gunnar Nelson berjist sinn þriðja UFC bardaga. Það er gríðarleg spenna meðal Íslendinga og MMA áhugamanna um allan heim fyrir þessum bardaga en hvernig spá stærstu MMA netmiðlarnir um bardaga Gunnars? 8. mars 2014 12:45 Gunnar Nelson verður heimsmeistari innan fimm bardaga Gunnar Nelson berst gegn Omari Akhmedov í UFC í kvöld. Þjálfari hans spáir öruggum sigri og heimsmeistaratitli innan árs. 8. mars 2014 07:00 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Haukar fóru létt með HK Þór Þ. - Stjarnan | Meistararnir komnir í gang? Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum KR - Valur | Hnífjöfn fyrir grannaslag Njarðvík - Ármann | Færi á fyrsta sigri? Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjá meira
Bolli Thoroddsen, framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Takanawa og doktorsnemi við Waseda háskólann í Tókýó, ætlar ekki að missa af UFC-bardaga Gunnars Nelson gegn Omari Akhmedov í London í kvöld. Bolli, sem búið hefur í Tókýó undanfarin ár, hefur ekki átt sjónvarp í Japan. Ekki fyrr en í dag. Þá lagði hann leið sína í rafmagnsvörubúð og festi kaup á sjónvarpi. „Það var ekki létt að bera sjónvarpið úr búðinni, flytja það í neðanjarðarlestarkerfinu og þaðan í strætó,“ segir Bolli léttur. Hann á þó góða að í Japan og kom vinur hans, hinn nautsterki Heimir Hannesson, honum til bjargar.Bolli með sjónvarpið góða.„Það störðu allir á okkur tvo með sjónvarpið,“ segir Bolli hlæjandi. Það sé í raun ekki leyfilegt að fara með sjónvarpið í lestarnar eða strætó. Þeir hafi því þurft að vera lúmskir og snöggir. „Það verður fjölmennt hjá mér í kvöld. Allir úr gym-inu mínu ætla að mæta og fylgjast með Gunna,“ segir Bolli sem er formaður Viðskiptaráðs Íslands í Japan. Hann æfir MMA og brasilískt jiu jitsu í Tókýó. Bardaginn hefst klukkan 20 að íslenskum tíma en þá verður klukkan orðin 5 um nóttina í Tókíó. Bolli og félagar ætla ekki að setja það fyrir sig og eru spenntir. Bolli, sem þekkir vel til Gunnars og félaga í Mjölni, hefur fulla trú á sínum manni. „Gunni vinnur að sjálfsögðu. Annars skila ég sjónvarpinu,“ segir Bolli og hlær. Hann var svo rokinn í að setja upp sjónvarpið fyrir kvöldið.Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan 20. Þá verður hann í beinni textalýsingu á Vísi.
MMA Tengdar fréttir Myndband: Gunnar Nelson nær þyngd og fær verðskuldaða steik Það er allt tilbúið fyrir bardaga Gunnars Nelson í kvöld. Báðir keppendur náðu þyngd og er ekkert sem kemur í veg fyrir að bardaginn fari fram. 8. mars 2014 11:30 Hvað segja MMA sérfræðingarnir um bardaga Gunnars Nelson? Nú eru aðeins nokkrar klukkustundir í að Gunnar Nelson berjist sinn þriðja UFC bardaga. Það er gríðarleg spenna meðal Íslendinga og MMA áhugamanna um allan heim fyrir þessum bardaga en hvernig spá stærstu MMA netmiðlarnir um bardaga Gunnars? 8. mars 2014 12:45 Gunnar Nelson verður heimsmeistari innan fimm bardaga Gunnar Nelson berst gegn Omari Akhmedov í UFC í kvöld. Þjálfari hans spáir öruggum sigri og heimsmeistaratitli innan árs. 8. mars 2014 07:00 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Haukar fóru létt með HK Þór Þ. - Stjarnan | Meistararnir komnir í gang? Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum KR - Valur | Hnífjöfn fyrir grannaslag Njarðvík - Ármann | Færi á fyrsta sigri? Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjá meira
Myndband: Gunnar Nelson nær þyngd og fær verðskuldaða steik Það er allt tilbúið fyrir bardaga Gunnars Nelson í kvöld. Báðir keppendur náðu þyngd og er ekkert sem kemur í veg fyrir að bardaginn fari fram. 8. mars 2014 11:30
Hvað segja MMA sérfræðingarnir um bardaga Gunnars Nelson? Nú eru aðeins nokkrar klukkustundir í að Gunnar Nelson berjist sinn þriðja UFC bardaga. Það er gríðarleg spenna meðal Íslendinga og MMA áhugamanna um allan heim fyrir þessum bardaga en hvernig spá stærstu MMA netmiðlarnir um bardaga Gunnars? 8. mars 2014 12:45
Gunnar Nelson verður heimsmeistari innan fimm bardaga Gunnar Nelson berst gegn Omari Akhmedov í UFC í kvöld. Þjálfari hans spáir öruggum sigri og heimsmeistaratitli innan árs. 8. mars 2014 07:00