Fótbolti

KV náði í stig gegn Stjörnunni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
KV-menn voru sprækir í kvöld.
KV-menn voru sprækir í kvöld. Vísir/Daníel
KV, sem leikur í 1. deild karla í knattspyrnu í fyrsta skipti í sumar, náði í gott stig gegn Pepsi-deildar liði Stjörnunnar Lengjubikarnum í kvöld en liðin skildu jöfn, 1-1.

Markalaust var í hálfleik en markahrókurinn BrynjarOrriBjarnason kom KV yfir, 1-0, á 58. mínútu leiksins.

Stjarnan var þó ekki lengi að jafna metin en ÞorriGeirRúnarsson, einn af fjölmörgum efnilegum leikmönnum Stjörnunnar, skoraði fyrir Garðbæinga þremur mínútum síðar, 1-1, lokatölur.

Stjarnan er eftir jafnteflið í þriðja sæti riðils 3 í A-deild Lengjubikarsins með fimm stig eftir einn sigur og tvö jafntefli. KV er í sjöunda og næstneðsta sæti en þetta var fyrsta stigið sem liðið innbyrðir í þremur leikjum.

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá fótbolti.net.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×