Körfubolti

Westbrook náði þrefaldri tvennu á aðeins 20 mínútum

Russell Westbrook.
Russell Westbrook. vísir/getty
Þegar LeBron James skoraði 61 stig fyrir Miami var viðbúið að Kevin Durant, leikmaður Oklahoma, myndi reyna að svara að bragði.

Það gerði hann í nótt er hann skoraði 42 stig í aðeins þrem leikhlutum í öruggum sigri á Philadelphia. Þetta var fimmtánda tap Philadelphia í röð.

Þó svo Durant hafi verið góður þá var það Russell Westbrook sem stal senunni. Hann var með tvöfalda þrennu þrátt fyrir að hafa aðeins spilað í 20 mínútur. Það hefur ekki gerst í deildinni í 60 ár.

Þetta er næstfljótasta tvöfalda þrennan í sögu deildarinnar. Aðeins Jim Tucker hefur gert betur en það gerði hann árið 1955.

Westbrook skoraði 13 stig, gaf 14 stoðsendingar og tók 10 fráköst.

Úrslit:

Cleveland-San Antonio  101-122

Indiana-Golden State  96-98

Houston-Miami  106-103

Oklahoma-Philadelphia  124-92

Phoenix-LA Clippers  96-104

LA Lakers-New Orleans  125-132

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×