Töluðu ærlega um þjóðaratkvæðagreiðslu Jón Júlíus Karlsson skrifar 1. mars 2014 19:42 Tveir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna vilja að hlustað verði á þjóðina í ESB-málinu. Þeir telja þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið vera illfæra en til greina komi að setja viðræðurnar á ís. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að forysta flokksins hafi talað með ærlegum hætti um þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir síðustu kosningar. Svo virðist sem að mótmæli síðustu daga og undirskriftasöfnun sé farin að hafa veruleg áhrif á stjórnarflokkanna. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, telur brýnt að leita leiða til að ná fram sáttum í málinu.Hlusta á þjóðina „Þjóðaratkvæðagreiðsla, sem er verið að kalla eftir, hún er illframkvæmanleg og ég sé ekki hvernig ríkisstjórn sem er á móti aðild að ESB, hvernig í ósköpunum hún á að geta staðið í samningaviðræðum,“ segir Karl. „Hins vegar verðum við líka að hlýða á fólkið og hlusta á það sem það hefur að segja. Það er eitthvað sem við verðum að taka með í reikninginn.“Aðildarviðræður á ís? Karl segir koma til greina að setja aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið á ís fram yfir þetta kjörtímabil. Undir þetta tekur Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Þetta mál er á ís og ég held að enginn ábyrgur aðili vilji að þessi ríkisstjórn fari í aðildarviðræður. Hún var ekki kosin til þess,“ segir Guðlaugur. Hann bendir á að nú muni málið hljóta þinglega meðferð og því muni ekki mikið gerast í málinu á næstu vikum. Skoða þurfi málið ofan í kjölin. Þjóðaratkvæðagreiðsla muni hins vegar ekki fara fram um málið.Var talað með óvarlegum hætti fyrir síðustu kosningar? „Formaður flokksins hefur farið yfir málið og það eru augljósir gallar á að framkvæma það sem sagt var fyrir kosningar. Það er augljóst. Mér finnst forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa verið mjög ærlegir í því og það skiptir máli að tala um hlutina eins og þeir eru,“ segir Guðlaugur Þór.Lofað einhverju sem ekki var hægt að standa við? „Það er augljóst að það eru miklir annmarkar að fara þá leið sem lagt var upp með - það er augljóst.“ Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Tveir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna vilja að hlustað verði á þjóðina í ESB-málinu. Þeir telja þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið vera illfæra en til greina komi að setja viðræðurnar á ís. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að forysta flokksins hafi talað með ærlegum hætti um þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir síðustu kosningar. Svo virðist sem að mótmæli síðustu daga og undirskriftasöfnun sé farin að hafa veruleg áhrif á stjórnarflokkanna. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, telur brýnt að leita leiða til að ná fram sáttum í málinu.Hlusta á þjóðina „Þjóðaratkvæðagreiðsla, sem er verið að kalla eftir, hún er illframkvæmanleg og ég sé ekki hvernig ríkisstjórn sem er á móti aðild að ESB, hvernig í ósköpunum hún á að geta staðið í samningaviðræðum,“ segir Karl. „Hins vegar verðum við líka að hlýða á fólkið og hlusta á það sem það hefur að segja. Það er eitthvað sem við verðum að taka með í reikninginn.“Aðildarviðræður á ís? Karl segir koma til greina að setja aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið á ís fram yfir þetta kjörtímabil. Undir þetta tekur Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Þetta mál er á ís og ég held að enginn ábyrgur aðili vilji að þessi ríkisstjórn fari í aðildarviðræður. Hún var ekki kosin til þess,“ segir Guðlaugur. Hann bendir á að nú muni málið hljóta þinglega meðferð og því muni ekki mikið gerast í málinu á næstu vikum. Skoða þurfi málið ofan í kjölin. Þjóðaratkvæðagreiðsla muni hins vegar ekki fara fram um málið.Var talað með óvarlegum hætti fyrir síðustu kosningar? „Formaður flokksins hefur farið yfir málið og það eru augljósir gallar á að framkvæma það sem sagt var fyrir kosningar. Það er augljóst. Mér finnst forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa verið mjög ærlegir í því og það skiptir máli að tala um hlutina eins og þeir eru,“ segir Guðlaugur Þór.Lofað einhverju sem ekki var hægt að standa við? „Það er augljóst að það eru miklir annmarkar að fara þá leið sem lagt var upp með - það er augljóst.“
Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira