Þeir bestu verða enn betri Finnur Thorlacius skrifar 19. mars 2014 14:45 Porsche Boxster GTS. Porsche fátæka mannsins kölluðu gárungarnir Porsche Boxster þegar hann kom fram á sjónarsviðið fyrir um 20 árum. Þær raddir eru þagnaðar og vilja margir nú meina að Boxster og Cayman bróðir hans séu nú jafnvel betur heppnaðir bílar en Porsche 911, án þess að gæði hans séu dregin í efa. Nú er Porsche að senda frá sér nýjar útgáfur af Boxster og Cayman og fá þeir báðir stafina GTS í enda nafns síns. Þessir GTS bílar eru í beinan karllegg við Boxster S og Cayman S bílana. Í þeim báðum er hin þekkta 3,4 lítra boxer vél sem verður 330 hestöfl í Boxster og 340 hestöfl í Cayman. Hún skilar báðum bílunum þriðjungi úr sekúndu fyrr í hundraðið en S-bílarnir. Boxster GTS er 4,4 sek. og Cayman 4,3 sek. í 100. Báðir þessir GTS-bílar verða með Sport Chrono pakkanum sem staðalbúnað, stillanlega fjöðrun og á 20 tommu svörtum felgum, í stíl við svarta umgjörð aðalljósanna. Alcantara áklæði er ráðandi í innréttingu bílanna. Verð Boxster GTS í Bandaríkjunum verður 73.500 dollarar og 75.200 fyrir Cayman GTS. Það verð er tíu þúsund dollurum hærra en á Boxster S og Cayman S.Innanrými bílanna. Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent
Porsche fátæka mannsins kölluðu gárungarnir Porsche Boxster þegar hann kom fram á sjónarsviðið fyrir um 20 árum. Þær raddir eru þagnaðar og vilja margir nú meina að Boxster og Cayman bróðir hans séu nú jafnvel betur heppnaðir bílar en Porsche 911, án þess að gæði hans séu dregin í efa. Nú er Porsche að senda frá sér nýjar útgáfur af Boxster og Cayman og fá þeir báðir stafina GTS í enda nafns síns. Þessir GTS bílar eru í beinan karllegg við Boxster S og Cayman S bílana. Í þeim báðum er hin þekkta 3,4 lítra boxer vél sem verður 330 hestöfl í Boxster og 340 hestöfl í Cayman. Hún skilar báðum bílunum þriðjungi úr sekúndu fyrr í hundraðið en S-bílarnir. Boxster GTS er 4,4 sek. og Cayman 4,3 sek. í 100. Báðir þessir GTS-bílar verða með Sport Chrono pakkanum sem staðalbúnað, stillanlega fjöðrun og á 20 tommu svörtum felgum, í stíl við svarta umgjörð aðalljósanna. Alcantara áklæði er ráðandi í innréttingu bílanna. Verð Boxster GTS í Bandaríkjunum verður 73.500 dollarar og 75.200 fyrir Cayman GTS. Það verð er tíu þúsund dollurum hærra en á Boxster S og Cayman S.Innanrými bílanna.
Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent