Sala bíla í Evrópu jókst um 8% í febrúar Finnur Thorlacius skrifar 19. mars 2014 12:45 Peugeot 308, bíll ársins, átti stærstan þátt í söluaukningu Peugeot. Sjötta mánuðinn í röð jókst bílasala í Evrópu í síðasta mánuði. Seldust alls 894.730 bílar samanborið við 831.371 bíl í fyrra í sama mánuði. Aukning í sölu á árinu stendur nú í 6,3% með 1,86 milljón bíla selda. Langflestri bílaframleiðenda seldu meira í ár en í fyrra, þó ekki Volkswagen, Chevrolet og Hyundai. Vöxtur Peugeot var 7% en systurmerkið Citroën stóð í stað. Sala Renault jókst um 11,5% en inní þeirri tölu er sala á Dacia bílum sem jókst um 34% og toppaði alla aðra framleiðendur. Sala Renault bíla eingöngu jókst um 4%. Ford jók söluna um 11% og Opel og Vauxhall seldust 16% betur en í fyrra, en sala Chevrolet bíla minnkaði um 5%. Fiat upplifði 6% aukningu, Toyota 14%, Nissan 3%, Kia 8%, en sala systurfyrirtækis þess, Hyundai minnkaði um 3%. Sala Volkswagen minnkaði um 0,8%, en önnur merki bílarisans stóðu sig betur. Skoda þeirra best með 22% vöxt, Seat með 16%, Audi 12%. Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent
Sjötta mánuðinn í röð jókst bílasala í Evrópu í síðasta mánuði. Seldust alls 894.730 bílar samanborið við 831.371 bíl í fyrra í sama mánuði. Aukning í sölu á árinu stendur nú í 6,3% með 1,86 milljón bíla selda. Langflestri bílaframleiðenda seldu meira í ár en í fyrra, þó ekki Volkswagen, Chevrolet og Hyundai. Vöxtur Peugeot var 7% en systurmerkið Citroën stóð í stað. Sala Renault jókst um 11,5% en inní þeirri tölu er sala á Dacia bílum sem jókst um 34% og toppaði alla aðra framleiðendur. Sala Renault bíla eingöngu jókst um 4%. Ford jók söluna um 11% og Opel og Vauxhall seldust 16% betur en í fyrra, en sala Chevrolet bíla minnkaði um 5%. Fiat upplifði 6% aukningu, Toyota 14%, Nissan 3%, Kia 8%, en sala systurfyrirtækis þess, Hyundai minnkaði um 3%. Sala Volkswagen minnkaði um 0,8%, en önnur merki bílarisans stóðu sig betur. Skoda þeirra best með 22% vöxt, Seat með 16%, Audi 12%.
Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent