Hver er nýi veltivigtarmeistarinn Johny Hendricks? Pétur Marinó Jónsson skrifar 18. mars 2014 23:45 Vísir/Getty Um nýliðna helgi sigraði Bandaríkjamaðurinn Johny Hendricks veltivigtartitil UFC. Hans bíður nú það erfiða verkefni að verja titilinn í erfiðasta og fjölmennasta þyngdarflokki UFC. Veltivigtin er smekkfull af verðugum keppendum og er sannkallað hákarlabúr hæfileikaríkra bardagamanna. Ef litið er á topp 15 listann yfir bestu veltivigtarmenn veraldar eru þar margir afar sterkir bardagamenn eins og Tyron Woodley, Hector Lombard, Rory Macdonald og auðvitað okkar maður, Gunnar Nelson. Johny Hendricks trónir á toppnum í veltivigtinni eftir að hafa sigrað Robbie Lawler í frábærum bardaga um nýliðna helgi. Bardaginn var hnífjafn þar sem Hendricks sigraði fyrstu tvær loturnar en Lawler kom sterkur til baka og sigraði næstu tvær. Það var því öllum ljóst að úrslitin myndu ráðast í fimmtu og síðustu lotunni en þar hafði Hendricks betur og sigraði eftir dómaraákvörðun.Vísir/Getty Johny Hendricks er einn af bestu glímumönnum UFC í dag. Hann átti frábæran feril í bandarísku háskólaglímunni og hlaut "All-American" nafnbótina fjórum sinnum (á topp 8 í sínum þyngdarflokki) og varð tvöfaldur Bandaríkjameistari í efstu deild í glímunni. Hann var með fremur einfaldan stíl í glímunni en það sem aðgreindi hann frá öðrum keppendum var hugurinn. Johny Hendricks virtist geta haldið endalaust áfram og varð aldrei þreyttur. Hann pressaði andstæðinga sína gríðarlega þangað til þeir brotnuðu og þá tók hann yfir glímuna. Auk þess var hann sagður ótrúlega sterkur og gat auðveldlega lyft andstæðingum sínum upp fyrir haus.Vísir/Getty Hendricks var sagður "slæmi strákurinn" í glímunni. Hann ögraði andstæðingum sínum fyrir og eftir glímu og sýndi þeim litla virðingu. Hann naut þess þegar áhorfendur bauluðu á hann og hvatti það hann áfram. Fólk elskaði að hata hann. Hendricks keppir í veltivigtinni (-77 kg flokkur) en hann sker verulega mikið niður til að komast í þá þyngd. Í vigtuninni síðasta föstudag náði hann ekki 77 kg takmarkinu en fékk auka tvo klukkutíma til að ná því. Það gekk eftir og var Hendricks 77 kg um fimm leitið á föstudeginum. Á laugardagsmorgni birti Hendricks mynd af sér á Twitter þar sem hann var orðinn 88 kg! Það eru gríðarleg vísindi á bakvið svona niðurskurð en þetta mun þó seint teljast heilbrigt.Vísir/Getty Hendricks hefur hingað til ekki verið jafn umdeildur í MMA eins og hann var í glímunni. Ferill hans í MMA hefur aðallega einkennst af svakalegum rothöggum með sinni hættulegu vinstri hönd og yfirburðar glímugetu. Það verður ekki auðvelt verk fyrir Hendricks að verja veltivigtarbeltið en óvíst er hvenær fyrsta titilvörnin fer fram.Georges St. Pierre ríkti yfir veltivigtinni í sex ár áður en hann tók sér hlé frá íþróttinni og mun sennilega enginn ríkja jafn lengi yfir veltivigtinni eins og hann gerði. Hendricks ætlar sér sennilega að reyna að leika það eftir en það verður erfitt verk í hæfileikaríkri veltivigtinni. Nánar má lesa um Johny Hendricks og sjá myndbrot af rothöggum hans á vef MMA frétta hér.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Hendricks nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars | Myndband Drottnun Georges St-Pierre í veltivigtinni í UFC er lokið og nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars Nelson er Bandaríkjamaðurinn Johnny Hendricks. 17. mars 2014 19:30 Gunnar Nelson kominn á topp 15 listann í UFC Sigurinn á Omari Akhmedov kom Gunnari á kortið sem einn af bestu veltivigtarbardagamönnum heims. 18. mars 2014 10:30 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
Um nýliðna helgi sigraði Bandaríkjamaðurinn Johny Hendricks veltivigtartitil UFC. Hans bíður nú það erfiða verkefni að verja titilinn í erfiðasta og fjölmennasta þyngdarflokki UFC. Veltivigtin er smekkfull af verðugum keppendum og er sannkallað hákarlabúr hæfileikaríkra bardagamanna. Ef litið er á topp 15 listann yfir bestu veltivigtarmenn veraldar eru þar margir afar sterkir bardagamenn eins og Tyron Woodley, Hector Lombard, Rory Macdonald og auðvitað okkar maður, Gunnar Nelson. Johny Hendricks trónir á toppnum í veltivigtinni eftir að hafa sigrað Robbie Lawler í frábærum bardaga um nýliðna helgi. Bardaginn var hnífjafn þar sem Hendricks sigraði fyrstu tvær loturnar en Lawler kom sterkur til baka og sigraði næstu tvær. Það var því öllum ljóst að úrslitin myndu ráðast í fimmtu og síðustu lotunni en þar hafði Hendricks betur og sigraði eftir dómaraákvörðun.Vísir/Getty Johny Hendricks er einn af bestu glímumönnum UFC í dag. Hann átti frábæran feril í bandarísku háskólaglímunni og hlaut "All-American" nafnbótina fjórum sinnum (á topp 8 í sínum þyngdarflokki) og varð tvöfaldur Bandaríkjameistari í efstu deild í glímunni. Hann var með fremur einfaldan stíl í glímunni en það sem aðgreindi hann frá öðrum keppendum var hugurinn. Johny Hendricks virtist geta haldið endalaust áfram og varð aldrei þreyttur. Hann pressaði andstæðinga sína gríðarlega þangað til þeir brotnuðu og þá tók hann yfir glímuna. Auk þess var hann sagður ótrúlega sterkur og gat auðveldlega lyft andstæðingum sínum upp fyrir haus.Vísir/Getty Hendricks var sagður "slæmi strákurinn" í glímunni. Hann ögraði andstæðingum sínum fyrir og eftir glímu og sýndi þeim litla virðingu. Hann naut þess þegar áhorfendur bauluðu á hann og hvatti það hann áfram. Fólk elskaði að hata hann. Hendricks keppir í veltivigtinni (-77 kg flokkur) en hann sker verulega mikið niður til að komast í þá þyngd. Í vigtuninni síðasta föstudag náði hann ekki 77 kg takmarkinu en fékk auka tvo klukkutíma til að ná því. Það gekk eftir og var Hendricks 77 kg um fimm leitið á föstudeginum. Á laugardagsmorgni birti Hendricks mynd af sér á Twitter þar sem hann var orðinn 88 kg! Það eru gríðarleg vísindi á bakvið svona niðurskurð en þetta mun þó seint teljast heilbrigt.Vísir/Getty Hendricks hefur hingað til ekki verið jafn umdeildur í MMA eins og hann var í glímunni. Ferill hans í MMA hefur aðallega einkennst af svakalegum rothöggum með sinni hættulegu vinstri hönd og yfirburðar glímugetu. Það verður ekki auðvelt verk fyrir Hendricks að verja veltivigtarbeltið en óvíst er hvenær fyrsta titilvörnin fer fram.Georges St. Pierre ríkti yfir veltivigtinni í sex ár áður en hann tók sér hlé frá íþróttinni og mun sennilega enginn ríkja jafn lengi yfir veltivigtinni eins og hann gerði. Hendricks ætlar sér sennilega að reyna að leika það eftir en það verður erfitt verk í hæfileikaríkri veltivigtinni. Nánar má lesa um Johny Hendricks og sjá myndbrot af rothöggum hans á vef MMA frétta hér.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Hendricks nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars | Myndband Drottnun Georges St-Pierre í veltivigtinni í UFC er lokið og nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars Nelson er Bandaríkjamaðurinn Johnny Hendricks. 17. mars 2014 19:30 Gunnar Nelson kominn á topp 15 listann í UFC Sigurinn á Omari Akhmedov kom Gunnari á kortið sem einn af bestu veltivigtarbardagamönnum heims. 18. mars 2014 10:30 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
Hendricks nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars | Myndband Drottnun Georges St-Pierre í veltivigtinni í UFC er lokið og nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars Nelson er Bandaríkjamaðurinn Johnny Hendricks. 17. mars 2014 19:30
Gunnar Nelson kominn á topp 15 listann í UFC Sigurinn á Omari Akhmedov kom Gunnari á kortið sem einn af bestu veltivigtarbardagamönnum heims. 18. mars 2014 10:30