Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 74-86 | Enn einn KR sigurinn Ingvi Þór Sæmundsson á Ásvöllum skrifar 16. mars 2014 00:01 KR sótti Hauka heim í lokaumferð Dominos deildarinnar í kvöld. Gestirnir höfðu fyrir nokkru tryggt sér deildarmeistaratitilinn en Haukar áttu í harðri baráttu við Þór frá Þorláksson um fimmta sæti deildarinnar. Leikurinn var jafn í fyrsta leikhluta en KR-ingar spiluðu mjög vel í öðrum leikhluta, sem þeir unnu með átján stigum. Vörnin var sterk og gerði Haukum erfitt fyrir í sókninni og KR-ingar voru duglegir að skora úr hraðaupphlaupum. KR leiddi í hálfleik, 51-29. Til að gera langa sögu stutta, þá héldu Vesturbæingar því forskoti út leikinn, þótt Haukar hefðu sótt í sig veðrið í seinni hálfleik og náð að laga stöðuna talsvert. KR-ingar slökuðu aðeins á í seinni hálfleik, en þó aldrei nóg til að Haukar ættu möguleika. KR sigraði leikinn á endanum með tólf stigum, 86-74. Martin Hermannsson spilaði frábærlega fyrir Vesturbæinga, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Hann skoraði alls 29 stig og nýtti fjögur af þeim fimm þriggja stiga skotum sem hann tók. Darri Hilmarsson átti sömuleiðis góðan leik; skoraði 15 stig, tók fimm fráköst og spilaði góða vörn að vanda. Terrence Watson var atkvæðamestur heimamanna með 25 stig, 14 fráköst, fjórar stoðsendingar og fjóra stolna bolta. Þorsteinn Finnbogason og Kristinn Marinósson sýndu einnig ágæt tilþrif í seinni hálfleik. KR, sem töpuðu aðeins einum leik í deildarkeppninni, mæta liði Snæfells í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Haukar enduðu í 5. sæti og mæta Njarðvík í úrslitakeppninni.Ívar: Látum þá ýta okkur úr ölluog við gerum ekki neitt á móti "Við vorum mjög slakir í 1. leikhluta, þeir fá mikið af skotum og hitta alveg gríðarlega vel í fyrri hálfleik. En við erum bara spila neina vörn í fyrri hálfleik og látum þá ýta okkur úr öllu og við gerum ekki neitt á móti," sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir tap hans manna gegn KR í kvöld, 86-74. "En við komum sem betur fer mun betur stemmdir í seinni hálfleik og börðum aðeins frá okkur. Og við fengum meira boltaflæði og fórum loksins að fá frí þriggja stiga skot. Ég var mjög ánægður með 4. leikhlutann, en fyrri hálfleikur var ekki góður." Haukar enduðu deildarkeppnina í 5. sæti og mæta Njarðvík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. En hvernig leggst sú viðueign í Ívar og hans menn? "Það leggst bara vel í okkur. Það voru þrír möguleikar í stöðunni, allt Suðurnesjalið og í raun skiptir það kannski ekki meginmáli hverjum við mætum. En við erum bara ánægðir með þetta, við endum í 5. sæti sem er bara fínt, þannig að við erum sáttir með það." "Við bjuggumst kannski ekki við 5. sætinu," sagði Ívar um gengi Hauka í vetur. "Við vorum að vonast til að ná 6. sæti, það voru svona háleit markmið. En það er auðvitað mjög stutt á milli liða þarna."Darri:Það gefur manni alltaf forskot á hin liðin "Við vorum miklu betri í fyrri hálfleik, en eftir hálfleikinn voru Haukarnir allt í einu farnir að spila hörku bolta. Þeir spiluðu miklu betur í seinni hálfleik og létu okkur hafa fyrir hlutunum," sagði Darri Hilmarsson, leikmaður KR, eftir sigurinn á Haukum í kvöld. KR-ingar spiluðu vel í fyrri hálfleik og náðu þá góðu forskoti sem Haukum tókst ekki að brúa. "Varnarleikurinn hjá okkur var mjög góður og við náðum auðveldum körfum," sagði Darri um fyrri hálfleikinn. KR mætir Snæfelli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Hvernig leggst sú rimma í Darra og félaga? "Það leggst bara vel í okkur. Þeir eru með fínt lið og það verður erfið sería. Okkur hefur gengið vel á móti þeim í vetur, þannig að þetta leggst bara vel í mig," sagði Darri. KR verður með heimavallarréttinn út alla úrslitakeppnina. Hversu miklu máli skiptir að hafa hann? "Það skiptir bara miklu máli. Það alltaf gott að byrja seríu á heimavelli og byrja þá vonandi á sigri. Það er auðvitað mjög gott ef rimman fer í oddaleik - við eigum þá alltaf heimaleikinn. Það gefur manni alltaf forskot á hin liðin."Leiklýsing: Haukar - KRLeik lokið | KR vinnur tólf stigur í leik sem var aldrei spennandi. KR náði góðu forskoti í 2. leikhluta og hélt því út leikinn, þótt Haukum hafi tekist að klóra í bakkann undir lok leiksins. 4. leikhluti | 0:42. Staðan 85-70. KR-ingar geta farið að fagna enn einum sigrinum í vetur.4. leikhluti | 3:13. Staðan 81-66. Kristinn Marinósson setti sinn annan þrist niður og minnkaði muninn í 14 stig. 4. leikhluti | 5:51. Staðan 76-60. Haukar hafa minnkað muninn. Þorsteinn Finnbogason var rétt í þessu að setja þrist fyrir heimamenn.4. leikhluti | 7:26. Staðan 76-55. Kristinn Marinósson setti áðan niður góðan þrist fyrir Hauka.Þriðja leikhluta lokið | 72-47. KR-ingar gáfu aftur í undir lok leikhlutans og juku muninn. Þeir hertu vörnina og fengu í kjölfarið stig úr hraðaupphlaupum. Martin hefur skorað mest gestanna eða 25 stig. Darri Hilmarsson hefur sömuleiðis átt afbragðs leik og er kominn með 15 stig til viðbótar við fjögur fráköst. Watson er enn stigahæstur heimamanna með 18 stig. Pavel Ermolinskij er kominn með fjórar villur hjá KR og sat á bekknum seinni hluta fjórðungsins. Hjá Haukum er enginn í teljandi villuvandræðum.3. leikhluti | 3:55. Staðan 60-43. Munurinn kominn niður fyrir 20 stig. Sókn KR hefur aðeins verið að hiksta.3. leikhluti | 5:41. Staðan 57-35 fyrir KR. Haukar þurfa nauðsynlega að fá framlag frá fleirum en Watson og Emil Barja. Þeir eru stigahæstir Hauka með 13 og 7 stig. Næsti maður er aðeins með fjögur stig.3. leikhluti | Tvær mínútur eru liðnar af 3. leikhluta. KR er yfir 56-31. Martin fer á vítalínuna og getur bætt við þau 23 stig sem hann er þegar búinn að skora. Haukar hafa aðeins einu farið á vítalínuna í öllum leiknum.Fyrri hálfleik lokið | Þið afsakið vonandi stopular uppfærslur af leiknum. Nettengingin hér á Ásvöllum er ekki upp á sitt besta. Af leiknum er það að frétta að KR leiðir 51-29 og hefur, eins og staðan gefur til kynna, verið mun sterkari aðilinn í leiknum. Vörn Hauka er slök og KR-ingar skora að vild. Martin Hermannsson er stigahæstur gestanna með 18 stig. Darri Hilmarsson hefur sömuleiðis verið öflugur og er kominn með átta stig. Terrence Watson hefur verið staðið upp úr í liði Hauka. Hann hefur skorað níu stig, tekið þrjú fráköst og gefið fjórar stoðsendingar. Það þarf eitthvað mikið að ganga á ef KR á ekki að vinna þennan leik.2. leikhluti | KR er komið tólf stigum yfir. Jón Orri Kristjánsson kveikir fólki með kröftugri troðslu. Haukar þurfa framlag frá fleirum en Watson og Barja.Fyrsta leikhluta lokið | KR leiðir með fjórum stigum, 23-19. Martin Hermannsson hefur byrjað vel og er kominn með tíu stig. Watson er atkvæðamestur Hauka með átta stig og þrjár stoðsendingar. 1. leikhluti | Staðan 23-17 KR í vil. Brynjar með tvo þrista nýkominn inn á. Bæði lið hafa verið að tapa boltanum, en KR-ingar eru duglegri að refsa en Haukar.1. leikhluti | Leikhlé. KR leiðir 13-6. Martin Hermannsson hefur verið öflugur hér í byrjun leiks. Búinn að stela tveimur boltum og kominn með sex stig og getur bætt því sjöunda við af vítalínunni.1. leikhluti | Staðan 7-6 fyrir KR. Leikurinn er jafn hér í byrjun. Darri Hilmarsson er búinn að skora fimm stig fyrir KR og Emil Barja fjögur fyrir Hauka.Fyrir leik: Þetta fer að hefjast. Það er búið að kynna liðin og leikmenn eru að gera sig klára. Það væri synd að segja að það fullt hús hér á Ásvöllum. Vonum að það rætist úr mætingunni.Fyrir leik: Dómarar hér í kvöld eru þeir Eggert Þór Aðalsteinsson, Kristinn Óskarsson og Steinar Orri Sigurðsson.Fyrir leik: KR er, eins og kunnugt er, búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Dominos deild karla. Haukar eiga hins vegar í baráttu við Þór Þorláksson um fimmta sæti deildarinnar.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Hauka og KR lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira
KR sótti Hauka heim í lokaumferð Dominos deildarinnar í kvöld. Gestirnir höfðu fyrir nokkru tryggt sér deildarmeistaratitilinn en Haukar áttu í harðri baráttu við Þór frá Þorláksson um fimmta sæti deildarinnar. Leikurinn var jafn í fyrsta leikhluta en KR-ingar spiluðu mjög vel í öðrum leikhluta, sem þeir unnu með átján stigum. Vörnin var sterk og gerði Haukum erfitt fyrir í sókninni og KR-ingar voru duglegir að skora úr hraðaupphlaupum. KR leiddi í hálfleik, 51-29. Til að gera langa sögu stutta, þá héldu Vesturbæingar því forskoti út leikinn, þótt Haukar hefðu sótt í sig veðrið í seinni hálfleik og náð að laga stöðuna talsvert. KR-ingar slökuðu aðeins á í seinni hálfleik, en þó aldrei nóg til að Haukar ættu möguleika. KR sigraði leikinn á endanum með tólf stigum, 86-74. Martin Hermannsson spilaði frábærlega fyrir Vesturbæinga, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Hann skoraði alls 29 stig og nýtti fjögur af þeim fimm þriggja stiga skotum sem hann tók. Darri Hilmarsson átti sömuleiðis góðan leik; skoraði 15 stig, tók fimm fráköst og spilaði góða vörn að vanda. Terrence Watson var atkvæðamestur heimamanna með 25 stig, 14 fráköst, fjórar stoðsendingar og fjóra stolna bolta. Þorsteinn Finnbogason og Kristinn Marinósson sýndu einnig ágæt tilþrif í seinni hálfleik. KR, sem töpuðu aðeins einum leik í deildarkeppninni, mæta liði Snæfells í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Haukar enduðu í 5. sæti og mæta Njarðvík í úrslitakeppninni.Ívar: Látum þá ýta okkur úr ölluog við gerum ekki neitt á móti "Við vorum mjög slakir í 1. leikhluta, þeir fá mikið af skotum og hitta alveg gríðarlega vel í fyrri hálfleik. En við erum bara spila neina vörn í fyrri hálfleik og látum þá ýta okkur úr öllu og við gerum ekki neitt á móti," sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir tap hans manna gegn KR í kvöld, 86-74. "En við komum sem betur fer mun betur stemmdir í seinni hálfleik og börðum aðeins frá okkur. Og við fengum meira boltaflæði og fórum loksins að fá frí þriggja stiga skot. Ég var mjög ánægður með 4. leikhlutann, en fyrri hálfleikur var ekki góður." Haukar enduðu deildarkeppnina í 5. sæti og mæta Njarðvík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. En hvernig leggst sú viðueign í Ívar og hans menn? "Það leggst bara vel í okkur. Það voru þrír möguleikar í stöðunni, allt Suðurnesjalið og í raun skiptir það kannski ekki meginmáli hverjum við mætum. En við erum bara ánægðir með þetta, við endum í 5. sæti sem er bara fínt, þannig að við erum sáttir með það." "Við bjuggumst kannski ekki við 5. sætinu," sagði Ívar um gengi Hauka í vetur. "Við vorum að vonast til að ná 6. sæti, það voru svona háleit markmið. En það er auðvitað mjög stutt á milli liða þarna."Darri:Það gefur manni alltaf forskot á hin liðin "Við vorum miklu betri í fyrri hálfleik, en eftir hálfleikinn voru Haukarnir allt í einu farnir að spila hörku bolta. Þeir spiluðu miklu betur í seinni hálfleik og létu okkur hafa fyrir hlutunum," sagði Darri Hilmarsson, leikmaður KR, eftir sigurinn á Haukum í kvöld. KR-ingar spiluðu vel í fyrri hálfleik og náðu þá góðu forskoti sem Haukum tókst ekki að brúa. "Varnarleikurinn hjá okkur var mjög góður og við náðum auðveldum körfum," sagði Darri um fyrri hálfleikinn. KR mætir Snæfelli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Hvernig leggst sú rimma í Darra og félaga? "Það leggst bara vel í okkur. Þeir eru með fínt lið og það verður erfið sería. Okkur hefur gengið vel á móti þeim í vetur, þannig að þetta leggst bara vel í mig," sagði Darri. KR verður með heimavallarréttinn út alla úrslitakeppnina. Hversu miklu máli skiptir að hafa hann? "Það skiptir bara miklu máli. Það alltaf gott að byrja seríu á heimavelli og byrja þá vonandi á sigri. Það er auðvitað mjög gott ef rimman fer í oddaleik - við eigum þá alltaf heimaleikinn. Það gefur manni alltaf forskot á hin liðin."Leiklýsing: Haukar - KRLeik lokið | KR vinnur tólf stigur í leik sem var aldrei spennandi. KR náði góðu forskoti í 2. leikhluta og hélt því út leikinn, þótt Haukum hafi tekist að klóra í bakkann undir lok leiksins. 4. leikhluti | 0:42. Staðan 85-70. KR-ingar geta farið að fagna enn einum sigrinum í vetur.4. leikhluti | 3:13. Staðan 81-66. Kristinn Marinósson setti sinn annan þrist niður og minnkaði muninn í 14 stig. 4. leikhluti | 5:51. Staðan 76-60. Haukar hafa minnkað muninn. Þorsteinn Finnbogason var rétt í þessu að setja þrist fyrir heimamenn.4. leikhluti | 7:26. Staðan 76-55. Kristinn Marinósson setti áðan niður góðan þrist fyrir Hauka.Þriðja leikhluta lokið | 72-47. KR-ingar gáfu aftur í undir lok leikhlutans og juku muninn. Þeir hertu vörnina og fengu í kjölfarið stig úr hraðaupphlaupum. Martin hefur skorað mest gestanna eða 25 stig. Darri Hilmarsson hefur sömuleiðis átt afbragðs leik og er kominn með 15 stig til viðbótar við fjögur fráköst. Watson er enn stigahæstur heimamanna með 18 stig. Pavel Ermolinskij er kominn með fjórar villur hjá KR og sat á bekknum seinni hluta fjórðungsins. Hjá Haukum er enginn í teljandi villuvandræðum.3. leikhluti | 3:55. Staðan 60-43. Munurinn kominn niður fyrir 20 stig. Sókn KR hefur aðeins verið að hiksta.3. leikhluti | 5:41. Staðan 57-35 fyrir KR. Haukar þurfa nauðsynlega að fá framlag frá fleirum en Watson og Emil Barja. Þeir eru stigahæstir Hauka með 13 og 7 stig. Næsti maður er aðeins með fjögur stig.3. leikhluti | Tvær mínútur eru liðnar af 3. leikhluta. KR er yfir 56-31. Martin fer á vítalínuna og getur bætt við þau 23 stig sem hann er þegar búinn að skora. Haukar hafa aðeins einu farið á vítalínuna í öllum leiknum.Fyrri hálfleik lokið | Þið afsakið vonandi stopular uppfærslur af leiknum. Nettengingin hér á Ásvöllum er ekki upp á sitt besta. Af leiknum er það að frétta að KR leiðir 51-29 og hefur, eins og staðan gefur til kynna, verið mun sterkari aðilinn í leiknum. Vörn Hauka er slök og KR-ingar skora að vild. Martin Hermannsson er stigahæstur gestanna með 18 stig. Darri Hilmarsson hefur sömuleiðis verið öflugur og er kominn með átta stig. Terrence Watson hefur verið staðið upp úr í liði Hauka. Hann hefur skorað níu stig, tekið þrjú fráköst og gefið fjórar stoðsendingar. Það þarf eitthvað mikið að ganga á ef KR á ekki að vinna þennan leik.2. leikhluti | KR er komið tólf stigum yfir. Jón Orri Kristjánsson kveikir fólki með kröftugri troðslu. Haukar þurfa framlag frá fleirum en Watson og Barja.Fyrsta leikhluta lokið | KR leiðir með fjórum stigum, 23-19. Martin Hermannsson hefur byrjað vel og er kominn með tíu stig. Watson er atkvæðamestur Hauka með átta stig og þrjár stoðsendingar. 1. leikhluti | Staðan 23-17 KR í vil. Brynjar með tvo þrista nýkominn inn á. Bæði lið hafa verið að tapa boltanum, en KR-ingar eru duglegri að refsa en Haukar.1. leikhluti | Leikhlé. KR leiðir 13-6. Martin Hermannsson hefur verið öflugur hér í byrjun leiks. Búinn að stela tveimur boltum og kominn með sex stig og getur bætt því sjöunda við af vítalínunni.1. leikhluti | Staðan 7-6 fyrir KR. Leikurinn er jafn hér í byrjun. Darri Hilmarsson er búinn að skora fimm stig fyrir KR og Emil Barja fjögur fyrir Hauka.Fyrir leik: Þetta fer að hefjast. Það er búið að kynna liðin og leikmenn eru að gera sig klára. Það væri synd að segja að það fullt hús hér á Ásvöllum. Vonum að það rætist úr mætingunni.Fyrir leik: Dómarar hér í kvöld eru þeir Eggert Þór Aðalsteinsson, Kristinn Óskarsson og Steinar Orri Sigurðsson.Fyrir leik: KR er, eins og kunnugt er, búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Dominos deild karla. Haukar eiga hins vegar í baráttu við Þór Þorláksson um fimmta sæti deildarinnar.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Hauka og KR lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira