Körfubolti

Fjórar af fimm voru aftur valdar í úrvalsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lele Hardy er besti leikmaður Dominos-deildar kvenna í vetur.
Lele Hardy er besti leikmaður Dominos-deildar kvenna í vetur. Vísir/Daníel
Fjórir af fimm leikmönnum sem voru valdar í dag í úrvalslið seinni hluta Dominos deildar kvenna í körfubolta voru einnig í liðinu eftir fyrri hlutann.

Þær Hildur Sigurðardóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Lele Hardy voru einnig í úrvalsliðinu eftir fyrri hlutann og hafa allar átt mjög gott tímabil.

Sigrún Ámundadóttir kom inn í liðið að þessu sinni og tók sæti

Söru Rúnar Hinriksdóttur sem var fimmti leikmaðurinn í úrvalsliðinu fyrir áramót.

Haukakonan Lele Hardy var aftur valin besti leikmaður deildarinnar og Hamar hefur átt báða dugnaðarforka vetrarins því

Íris Ásgeirsdóttir fékk þau verlaun í dag en Marín Laufey Davíðsdóttir fyrir áramót.

Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari deildarmeistara Snæfells, var kosinn besti þjálfarinn en Andy Johnston hjá Keflavík þótti besti þjálfari fyrri hlutans.



Úrvalslið Domino’s deildar kvenna í seinni hlutanum:

Hildur Sigurðardóttir · Snæfell

Lele Hardy · Haukar

Sigrún Ámundadóttir · KR

Bryndís Guðmundsdóttir · Keflavík

Hildur Björg Kjartansdóttir · Snæfell

Dugnaðarforkurinn:

Íris Ásgeirsdóttir · Hamar

Besti þjálfarinn:

Ingi Þór Steinþórsson · Snæfell

Besti leikmaður Domino's deildar kvenna:

Lele Hardy · Haukar

----

Úrvalslið Domino’s deildar kvenna í fyrri hlutanum

Hildur Sigurðardóttir · Snæfell

Sara Rún Hinriksdóttir · Keflavík

Lele Hardy · Haukar

Bryndís Guðmundsdóttir · Keflavík

Hildur Björg Kjartansdóttir · Snæfell

Dugnaðarforkurinn:

Marín Laufey Davíðsdóttir · Hamar

Besti þjálfarinn:

Andy Johnston · Keflavík

Besti leikmaður Domino's deildar kvenna:

Lele Hardy · Haukar

Vísir/Daníel
Vísir/Daníel
Vísir/Daníel
Vísir/Daníel
Vísir/Daníel
Vísir/Daníel
Vísir/Daníel
Vísir/Daníel



Fleiri fréttir

Sjá meira


×