Verkfall hefði afar slæmar afleiðingar fyrir nemendur Heimir Már Pétursson skrifar 12. mars 2014 13:26 Aðeins tveir kennsludagar eftir áður en verkfall framhaldsskólakennara skellur á ef ekki nást samningar fyrir næst komandi mánudag. Nám þúsunda framhaldsskólanema í uppnámi. vísir/páll bergmann Nám þúsunda framhaldsskólanema fer í uppnám verði af verkfalli framhaldsskólakennara sem hefst á mánudag hafi ekki samist fyrir þann tíma. Skólameistari Menntaskóalns við Hamrahlíð segir verkföll alltaf hafa slæm áhrif á nemendur. Samninganefndir Félags framhaldsskólakennara og ríkisins hafa fundað á hverjum degi að undanförnu í húsakynnum Ríkissáttasemjara, en aðeins tveir kennsludagar eru eftir ef verkfall hefst á mánudag.Lárus H. Bjarnason rektor Menntaskólans við Hamrahlíð segir um 1.200 nemendur stunda þar nám í dagskóla en auk þess séu á annað hundrað nemendur í öldungadeild og einhver hópur úr öðrum skólum sem nemi norsku og sænsku í Hamrahlíðinni. „Ég kallaði á sal snemma í febrúar til að upplýsa um hvernig leikreglurnar væru vegna þess að þá var hugsanlegt verkfall í hámæli,“ segir Lárus. Ekki sé hægt að slá verkfalli föstu fyrr en menn standi frami fyrir því og eflaust verði allt reynt til að ná samningum fyrir þann tíma. „Ef til kæmi er náttúrlega númer eitt að halda því striki sem hægt er að halda. Nemendur búi í haginn fyrir sig að því leiti sem þeir eru færir um án kennara og skólinn verður auðvitað opinn fyrir nemendur. Bókasafnið verður opið,“ segir Lárus. Dæmin frá fyrri tíð sýna að kennaraverkföll geta verið löng hefjist þau á annað borð. Þannig stóð síðasta verkfall framhaldsskólakennara fyrir 14 árum yfir í átta vikur.Óttastu að eftirheimtur verði ekki góðar að loknu verkfalli ef að verður?„Maður veit að verkfall í einhverjar vikur í fleirtölu hefur afar slæmar afleiðingar fyrir nemendur. Það er bara þannig,“ segir skólameistarinn. Óvíst er hvort komið verður til móts við nemendur með hraðari kennslu, seinkun prófa og svo framvegis, standi verkfall vikum saman. Lárus segir það hafa orðið niðurstöðuna að loknum fyrri kjaradeilum kennara en þá hafi verið samið um það við samningaborðið. „Þegar farið er útfyrir þetta hefðbundna skólaár þá getur hver skóli ekki ákveðið þetta upp á sitt einsdæmi ef ekki hefur verið gengið frá því við samningaborðið. Það hefur ævinlega verið þannig,“ segir Lárus H. Bjarnason rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Kennaraverkfall Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Nám þúsunda framhaldsskólanema fer í uppnám verði af verkfalli framhaldsskólakennara sem hefst á mánudag hafi ekki samist fyrir þann tíma. Skólameistari Menntaskóalns við Hamrahlíð segir verkföll alltaf hafa slæm áhrif á nemendur. Samninganefndir Félags framhaldsskólakennara og ríkisins hafa fundað á hverjum degi að undanförnu í húsakynnum Ríkissáttasemjara, en aðeins tveir kennsludagar eru eftir ef verkfall hefst á mánudag.Lárus H. Bjarnason rektor Menntaskólans við Hamrahlíð segir um 1.200 nemendur stunda þar nám í dagskóla en auk þess séu á annað hundrað nemendur í öldungadeild og einhver hópur úr öðrum skólum sem nemi norsku og sænsku í Hamrahlíðinni. „Ég kallaði á sal snemma í febrúar til að upplýsa um hvernig leikreglurnar væru vegna þess að þá var hugsanlegt verkfall í hámæli,“ segir Lárus. Ekki sé hægt að slá verkfalli föstu fyrr en menn standi frami fyrir því og eflaust verði allt reynt til að ná samningum fyrir þann tíma. „Ef til kæmi er náttúrlega númer eitt að halda því striki sem hægt er að halda. Nemendur búi í haginn fyrir sig að því leiti sem þeir eru færir um án kennara og skólinn verður auðvitað opinn fyrir nemendur. Bókasafnið verður opið,“ segir Lárus. Dæmin frá fyrri tíð sýna að kennaraverkföll geta verið löng hefjist þau á annað borð. Þannig stóð síðasta verkfall framhaldsskólakennara fyrir 14 árum yfir í átta vikur.Óttastu að eftirheimtur verði ekki góðar að loknu verkfalli ef að verður?„Maður veit að verkfall í einhverjar vikur í fleirtölu hefur afar slæmar afleiðingar fyrir nemendur. Það er bara þannig,“ segir skólameistarinn. Óvíst er hvort komið verður til móts við nemendur með hraðari kennslu, seinkun prófa og svo framvegis, standi verkfall vikum saman. Lárus segir það hafa orðið niðurstöðuna að loknum fyrri kjaradeilum kennara en þá hafi verið samið um það við samningaborðið. „Þegar farið er útfyrir þetta hefðbundna skólaár þá getur hver skóli ekki ákveðið þetta upp á sitt einsdæmi ef ekki hefur verið gengið frá því við samningaborðið. Það hefur ævinlega verið þannig,“ segir Lárus H. Bjarnason rektor Menntaskólans við Hamrahlíð.
Kennaraverkfall Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira