Körfubolti

Snæfellskonur á sextán leikja sigurgöngu inn í úrslitakeppnina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir var öflug í kvöld.
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir var öflug í kvöld. Vísir/Stefán
Deildarmeistarar Snæfells kórónuðu frábært gengi sitt í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld með því að vinna tólf stiga sigur á Keflavík, 72-60, í síðasta leik deildarkeppninnar í Stykkishólmi í kvöld. Þetta var sextándi deildarsigur Snæfellsliðsins í röð.

Snæfellskonur unnu þar með 25 af 28 deildarleikjum sínum í vetur og enduðu með 50 stig eða tólf stigum meira en bikarmeistarar Hauka sem urðu í 2. sæti deildarinnar. Snæfell mætir Val í undanúrslitum úrslitakeppninnar sem hefst um næstu helgi en Haukar spila þá við Keflavík.

Hildur Björg Kjartansdóttir var með 20 stig og 12 fráköst í kvöld og Hildur Sigurðardóttir gaf 11 stoðsendingar auk þess að taka 9 fráköst og skora 6 stig. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir skoraði 15 stig en Chynna Brown lét sér nægja að skora bara 10 stig í þessum leik.

Di'Amber Johnson var stigahæst hjá Keflavík með 12 stig en liðið lék án Bryndísar Guðmundsdóttur og munaði að sjálfsögðu mikið um hana.

Snæfell var einu stigi yfir í hálfleik, 17-16, en munurinn var orðinn sjö stig í hálfleik, 33-26. Snæfellskonur bættu síðan enn við forskotið í þriðja leikhlutanum og sigurinn var aldrei í hættu í seinni hálfleiknum þrátt fyrir að Keflavík hafi aðeins lagað stöðuna undir lokin.

Snæfell-Keflavík 72-60 (17-16, 16-10, 23-19, 16-15)

Snæfell: Hildur Björg Kjartansdóttir 20/12 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 15/5 fráköst, Chynna Unique Brown 10/9 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 8, Eva Margrét Kristjánsdóttir 8/6 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 6/9 fráköst/11 stoðsendingar, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 3, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2/6 fráköst.

Keflavík: Diamber Johnson 12, Bríet Sif Hinriksdóttir 9, Sandra Lind Þrastardóttir 8/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 7, Telma Lind Ásgeirsdóttir 7/6 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 7, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4, Irena Sól Jónsdóttir 2, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 2, Thelma Dís Ágústsdóttir 2. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×