Sandgerði að eflast sem bær "flugfisks“ Kristján Már Unnarsson skrifar 11. mars 2014 18:01 Þrjú ný fiskvinnslufyrirtæki hafa orðið til í Sandgerði á einu ári sem öll eiga það sammerkt að sérhæfa sig í fiski sem sendur er samdægurs með flugi til útlanda. Fyrirtækin þar nýta sér nálægðina við Keflavíkurflugvöll til að koma afurðunum með sem skjótustum hætti á verðmætustu markaðina erlendis. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld er ferlinu fylgt, allt frá því bátarnir sigla inn til hafnar þar til fiskurinn er tveimur sólarhringum síðar kominn í innkaupakörfu erlendra neytenda eða á matardiskinn á veitingahúsum stórborga.Katrín Einarsdóttir, framleiðslustjóri Ný-fisks: „Langflottast að vinna í fiski."Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fyrirtækið Ný-fiskur var með þeim fyrstu sem byrjuðu í hinum svokallaða flugfiski fyrir aldarfjórðungi. Þar segir Katrín Einarsdóttir framleiðslustjóri að þetta sé leiðin til að fá hæsta verðið og kveðst hún vera afar stolt af því að vinna í sjávarútvegi núna. Fyrir 2008 hafi þótt flottast að vinna í banka en nú finnst henni langflottast að vinna í fiski. Úr Sandgerði er ekki nema sjö til tíu mínútna akstur upp á flugvöll þar sem fiskútflytendum býðst beint flug með fiskinn til yfir tuttugu borga bæði í Evrópu og Ameríku. Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmastjóri Icelandair Cargo, segir að með þessu leiðakerfi hafi tekist að skapa forskot á helstu samkeppnisaðila Íslendinga í ferskum fiski. Bæjarstjóri Sandgerðis, Sigrún Árnadóttir, sér samfélagið þar eflast vegna þessarar hagstæðu staðsetningar bæjarfélagsins, bæði gagnvart fiskimiðum og flugvellinum. Þannig hafi þrjú ný fiskvinnslufyrirtæki tekið til starfa á síðasta ári.Gísli Ólafsson skipstjóri: „Gaman að vita af því að fiskurinn verður borðaður í útlöndum á morgun eða hinn."Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Sjávarútvegur Suðurnesjabær Um land allt Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Þrjú ný fiskvinnslufyrirtæki hafa orðið til í Sandgerði á einu ári sem öll eiga það sammerkt að sérhæfa sig í fiski sem sendur er samdægurs með flugi til útlanda. Fyrirtækin þar nýta sér nálægðina við Keflavíkurflugvöll til að koma afurðunum með sem skjótustum hætti á verðmætustu markaðina erlendis. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld er ferlinu fylgt, allt frá því bátarnir sigla inn til hafnar þar til fiskurinn er tveimur sólarhringum síðar kominn í innkaupakörfu erlendra neytenda eða á matardiskinn á veitingahúsum stórborga.Katrín Einarsdóttir, framleiðslustjóri Ný-fisks: „Langflottast að vinna í fiski."Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fyrirtækið Ný-fiskur var með þeim fyrstu sem byrjuðu í hinum svokallaða flugfiski fyrir aldarfjórðungi. Þar segir Katrín Einarsdóttir framleiðslustjóri að þetta sé leiðin til að fá hæsta verðið og kveðst hún vera afar stolt af því að vinna í sjávarútvegi núna. Fyrir 2008 hafi þótt flottast að vinna í banka en nú finnst henni langflottast að vinna í fiski. Úr Sandgerði er ekki nema sjö til tíu mínútna akstur upp á flugvöll þar sem fiskútflytendum býðst beint flug með fiskinn til yfir tuttugu borga bæði í Evrópu og Ameríku. Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmastjóri Icelandair Cargo, segir að með þessu leiðakerfi hafi tekist að skapa forskot á helstu samkeppnisaðila Íslendinga í ferskum fiski. Bæjarstjóri Sandgerðis, Sigrún Árnadóttir, sér samfélagið þar eflast vegna þessarar hagstæðu staðsetningar bæjarfélagsins, bæði gagnvart fiskimiðum og flugvellinum. Þannig hafi þrjú ný fiskvinnslufyrirtæki tekið til starfa á síðasta ári.Gísli Ólafsson skipstjóri: „Gaman að vita af því að fiskurinn verður borðaður í útlöndum á morgun eða hinn."Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Sjávarútvegur Suðurnesjabær Um land allt Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira