Fótbolti

Bæjarar töpuðu sínu fyrstu stigum síðan í byrjun október

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Firmino fagnar jöfnunarmarkinu.
Roberto Firmino fagnar jöfnunarmarkinu. Vísir/Getty
Hoffenheim varð í dag fyrsta liðið síðan í byrjun október til að taka stig af Bayern München í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar liðin gerðu 3-3 jafntefli í dag á Allianz-Arena í München.  

Bayern komst í 3-1 í leiknum en Hoffenheim tókst að tryggja sér stig og skoraði Roberto Firmino jöfnunarmarkið fimmtán mínútum fyrir leikslok. Claudio Pizarro skoraði tvö mörk fyrir Bayern en þriðja markið skoraði Svisslendingurinn Xherdan Shaqiri eftir stoðsendingu frá Pizarro.

Bayern München tryggði sér þýska meistaratitilinn með sínum átjánda deildarsigri í röð í vikunni og Pep Guardiola hvíld nokkra lykilmenn í dag. Framundan eru átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir Manchester United í næstu viku.

Síðasta liðið til að taka stig af Bayern München var Bayer Leverkusen en liðin gerðu 1-1 jafntefli 5. október síðastliðinn.

Marco Reus bjargaði Borussia Dortmund sem lenti 2-0 undir á útivelli á móti Stuttgart.  Reus svaraði með þrennu á síðasta klukkutíma leiksins en sigurmarkið kom sjö mínútum fyrir leikslok.

Úrslitin í þýsku úrvalsdeildinni í dag:

Bayern München - Hoffenheim 3-3

Bayer Leverkusen - Braunschweig 1-1

Stuttgart - Borussia Dortmund 2-3

Wolfsburg - Eintracht Frankfurt 2-1

Mainz 05 - Augsburg 3-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×