Jón Ólafur: Verið meira í jóga en körfubolta í vetur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2014 06:00 Nonni Mæju hefur leikið sinn síðasta leik með Snæfelli. Vísir/Daníel „Ég var búinn að ákveða mig fyrir þetta tímabil,“ segir Snæfellingurinn Jón Ólafur Jónsson - betur þekktur sem Nonni Mæju. Jón Ólafur spilaði sinn síðasta leik með Snæfelli á fimmtudagskvöldið eftir fimmtán ára feril í meistaraflokki. Hann verður 33 ára í sumar en segir að meiðsli hafi vegið þungt í hans ákvörðun. „Staðan á mér er ekki frábær - bæði í bakinu og í hásininni. Ég er búinn að vera slæmur í vetur og því fór þetta svona,“ segir Jón Ólafur sem hefur einnig spilað með ÍA, Stjörnunni og KR á ferlinum. „Ég fékk brjósklos í baki á sínum tíma en ég held að meiðslin nú séu frekar álagstengd. Ég hef verið í mikið í jóga í vetur og það hefur hjálpað mikið - ætli ég hafi ekki verið meira í jóga en körfuboltanum og það hefur reynst mér vel.“ Snæfell endaði í áttunda sæti deildarinnar í vetur og var svo „sópað“ úr 8-liða úrslitunum af deildarmeisturum KR í úrslitakeppnini. Jón Ólafur segist sáttur við að hætta nú en neitar ekki að hann hefði viljað hafa tímabilið betra. „Við vorum með flottan hóp á blaði en náðum ekki að hámarka þá hæfileika sem bjó í liðinu. Það var svolítið erfitt að kveðja upp á það að gera,“ segir hann. Jón Ólafur ætlar nú að flytja til Reykjavíkur þar sem hann mun halda áfram með sitt háskólanám í haust. Hann á alveg eins von á að fá símtal frá Reykjavíkurliðunum en reiknar ekki með því að láta freistast. „Nei, ég hugsa ekki. Það eru litlar líkur á því. Ég læt duga að mæta á leiki og sitja í stúkunni.“ Hann á von á því að KR-ingar muni fara langt í úrslitakeppninni. „Þeir líta mjög vel út. KR er með samstillt lið sem spilar mjög vel saman, bæði í vörn og sókn. Það kæmi því ekki á óvart ef þeir færu alla leið.“ Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
„Ég var búinn að ákveða mig fyrir þetta tímabil,“ segir Snæfellingurinn Jón Ólafur Jónsson - betur þekktur sem Nonni Mæju. Jón Ólafur spilaði sinn síðasta leik með Snæfelli á fimmtudagskvöldið eftir fimmtán ára feril í meistaraflokki. Hann verður 33 ára í sumar en segir að meiðsli hafi vegið þungt í hans ákvörðun. „Staðan á mér er ekki frábær - bæði í bakinu og í hásininni. Ég er búinn að vera slæmur í vetur og því fór þetta svona,“ segir Jón Ólafur sem hefur einnig spilað með ÍA, Stjörnunni og KR á ferlinum. „Ég fékk brjósklos í baki á sínum tíma en ég held að meiðslin nú séu frekar álagstengd. Ég hef verið í mikið í jóga í vetur og það hefur hjálpað mikið - ætli ég hafi ekki verið meira í jóga en körfuboltanum og það hefur reynst mér vel.“ Snæfell endaði í áttunda sæti deildarinnar í vetur og var svo „sópað“ úr 8-liða úrslitunum af deildarmeisturum KR í úrslitakeppnini. Jón Ólafur segist sáttur við að hætta nú en neitar ekki að hann hefði viljað hafa tímabilið betra. „Við vorum með flottan hóp á blaði en náðum ekki að hámarka þá hæfileika sem bjó í liðinu. Það var svolítið erfitt að kveðja upp á það að gera,“ segir hann. Jón Ólafur ætlar nú að flytja til Reykjavíkur þar sem hann mun halda áfram með sitt háskólanám í haust. Hann á alveg eins von á að fá símtal frá Reykjavíkurliðunum en reiknar ekki með því að láta freistast. „Nei, ég hugsa ekki. Það eru litlar líkur á því. Ég læt duga að mæta á leiki og sitja í stúkunni.“ Hann á von á því að KR-ingar muni fara langt í úrslitakeppninni. „Þeir líta mjög vel út. KR er með samstillt lið sem spilar mjög vel saman, bæði í vörn og sókn. Það kæmi því ekki á óvart ef þeir færu alla leið.“
Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira