Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Grindavík 75-89 | Grindavík í undanúrslit Guðmundur Marinó Ingvarsson í Þorlákshöfn skrifar 28. mars 2014 10:51 Ólafur Ólafsson. Vísir/Daníel Grindavík varð í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Dominos deildar karla í körfubolta þegar liðið lagði Þór 89-75 í Þorlákshöfn. Grindavík vann einvígi liðanna 3-1. Það sást glögglega á leiknum hve mikið var í húfi í kvöld. Skotnýtingin var slök og baráttan í leiknum mikil. Leikurinn var jafn og spennandi allt framan af Grindavík var tveimur stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 17-15. Hvorugt liðið hitti úr þriggja stiga skoti í fyrsta leikhluta þrátt fyrir 14 tilraunir liðanna. Nýtingin skánaði í öðrum leikhluta en þá hitti Baldur Þór Ragnarsson leikmaður Þórs úr einu slíku. Þór hitti úr einu af 13 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik og Grindavík ekki úr neinu af níu skotum sínum utan þriggja stiga línunnar. Vera má að léleg birta í húsinu hafi eitthvað haft með það að gera en heimamenn ættu þó að vera vanir myrkrinu í húsinu. Annar leikhluti var í járnum en Grindavík skoraði tíu af tólf síðustu stigum hálfleiksins og fór með sex stiga forystu inn í seinni hálfleik 39-33. Grindavík náði að byggja á frábærum endi á fyrri hálfleik í þriðja leikhluta en og ná yfir 10 stiga forystu. Þór er þó lið sem gefst aldrei upp og þrátt fyrir að erfiðlega gengi hjá liðinu í sókninni var munurinn aðeins 9 stig þegar bara fjórði leikhluti var eftir. Þór náði að minnka muninn í fjögur stig snemma í fjórða leikhluta en Grindavík hafði engan áhuga á að mæta Þór í fimmta sinn. Gestirnir voru mjög ákveðnir og refsuðu fyrir hver mistök auk þess að spila öfluga vörn. Liðið náði öruggri forystu áður en fjórði leikhluti var hálfnaður og það náði Þór aldrei að vinna upp heldur jókst munurinn nánast allt til leiksloka. Grindavík mætir Njarðvík í undanúrslitum en Þór Þorlákshöfn hefur lokið keppni þrátt fyrir hetjulega baráttu.Þór Þ.-Grindavík 75-89 (15-17, 18-22, 19-22, 23-28)Þór Þ.: Mike Cook Jr. 25/7 fráköst, Nemanja Sovic 15/15 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 12/16 fráköst/5 varin skot, Baldur Þór Ragnarsson 10, Tómas Heiðar Tómasson 9/6 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 2, Vilhjálmur Atli Björnsson 2.Grindavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 24/9 fráköst/6 stoðsendingar/5 varin skot, Earnest Lewis Clinch Jr. 18/11 fráköst/9 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 14/5 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 13/7 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10/6 fráköst, Kjartan Helgi Steinþórsson 5, Daníel Guðni Guðmundsson 3/4 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 2/6 fráköst.Sigurður: Ef við leggjum okkur alla fram erum við bestir „Ég er búinn að vera lélegur sóknarlega í síðustu þremur leikjum þannig að það var kominn tími til að sýna mitt rétta andlit,“ sagði Sigurður Gunnar Þorsteinsson sem fór á kostum í liðið Grindavíkur í kvöld. Sigurður skoraði 24 stig í leiknum en hann gaf tóninn með því að skora níu fyrstu stig Grindavíkur í leiknum. „Maður verður að mæta í úrslitakeppnina, annars fara menn heim,“ sagði Sigurður sem sagði varnarleikinn fyrst og fremst hafa skilað þessum sigri. „Þeir voru að taka erfið skot og þetta var erfitt hjá þeim. Við gátum hlaupið á þá á móti og fengið sniðskot. Vörnin skapaði þetta allt. „Vörnin okkar er góð þegar við spilum hana. Ef hitt liðið skorar ekki þá skiptir minna máli hvað þú skorar,“ sagði Sigurður en Grindavík hitti úr aðeins tveimur af 16 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. „Við keyrðum á Ragga (Nathanaelsson) og létum hann vinna vinnuna sína og gerðum þetta erfitt fyrir hann. Þó hann verji eitt, tvö skot þá fáum við boltann aftur í 90% tilfella. Við stressum okkur ekki á því.“ Grindavík mætir Njarðvík í undanúrslitum og það hræðir Sigurð ekki, ekki frekar en önnur lið. „Ég er brattur. Við unnum þá þrisvar í vetur með bikarnum. Ef við spilum okkar leik þá vinnum við öll lið í deildinni. Þetta snýst um hve mikið við viljum vinna leikinn. Ef við leggjum okkur alla fram þá erum við bestir,“ sagði Sigurður brattur.Ragnar Nat: Vantaði punginn á okkur „Það vantaði punginn á okkur, að klára skotin, klára sniðskotin. Ég klikkaði úr 20 sniðskotum í kvöld. Það vantaði karakter í að klára sterku skotin og erfiðu skotin,“ sagði Ragnar Nathanaelsson miðherji Þórs. „Þetta var allt galopið skot. Ég ætla ekki að segja stressaðir. Skotin voru bara ekki að fara ofan í. Þetta var einn af þessum dögum. Leiðinlegt að það skildi lenda hérna. „Við börðumst þó og getum huggað okkur við það. Það vantaði upp á skotin,“ sagði Ragnar en Þór náði að minnka muninn í fjögur stig í fjórða leikhluta en þá skoraði Grindavík sex stig í röð og Þór gafst í raun upp í kjölfarið. „Þá held ég að við brotnuðum niður. Þetta eru jöfn lið og það er endaspretturinn sem ræður úrslitum. Það var þannig þegar við unnum þá, þá brotnuðu þeir í lokin og við héldum áfram og þegar þeir taka okkur þá brotnum við í lokin og þá kemur þessi forysta. Annars er þetta jafnt alla leikina,“ sagði Ragnar.Leik lokið (75-89): Verðskuldað hjá Grindavík 38. mínúta (61-85): Kjartan Helgi Steinþórsson kemur ískaldur inn af bekknum og setur annan þrist Grindavíkur í leiknum.37. mínúta (61-82): Baráttan er til fyrirmyndar hjá Grindavík en heimamenn hafa misst móðinn.37. mínúta (61-77): Grindavík er á leið í undanúrslit.35. mínúta (60-74): Þá er Sigurður kominn með 24 stig, átta fráköst, fimm stoðsendingar og fjórar villur.35. mínúta (60-72): Lewis með 16 stigið sitt, er að auki með 11 fráköst og 8 stoðsendingar, nær hann þrennunni?34. mínúta (60-70): Það má ekkert fara forgörðum gegn Grindavík, þá bæta Íslandsmeistararnir í. Komið í 10 stig aftur eftir að Þór kom þessu niður í fjögur.33. mínúta (59-66): Þór minnkaði muninn í fjögur stig en þá setti Daníel Guðmundsson fyrsta þrist Grindavíkur í kvöld niður. Það tók 13 tilraunir. Þór er 4 af 19 í þristum.32. mínúta (56-63): Liðin skiptast á stigum. Þór þarf meira en liggur svo sem ekki lífið á, ennþá.31. mínúta (54-61): Strax komið niður í sjö stig.3. leikhluta lokið (52-61): Enn fór galopinn þristur forgörðum hjá heimamönnum. Því munar enn 9 stigum.29. mínúta (52-61): Þór þarf að loka vörninni og snögg hitna til að jafna þennan leik, þetta er of auðvelt fyrir Grindavík þó þetta sé ekki án fyrirhafnar.28. mínúta (48-57): Þórsarar eru ekki þekktir fyrir að leggjast niður og deyja. Það er brekka framundan og á hana er ráðist.27. mínúta (43-55): Grindvíkingar keyra upp hraðann í kjölfar góðra varna og skora sjö stig í röð á andartaki. Frábærlega gert.27. mínúta (43-52): Ómar Örn með fjögur stig í röð inni í teig.26. mínúta (43-50): Grindavík sækir inn í teiginn og það er að skila liðinu.25. mínúta (43-48): Sovic kominn með 11 stig og 11 fráköst. Magnaður.24. mínúta (41-47): Annar þristur í röð. Þór gefst ekki upp en þarf meira svona.23. mínúta (38-47): Þristur niður, líflína fyrir Þór.22. mínúta (35-43): Hann heldur áfram, jú Sigurður auðvitað.21. mínúta (33-41): Sigurður kominn með 19 stig fyrir Grindavík.Hálfleikur: Cook skoraði 10 stig fyrir Þór. Sovic skoraði 9 og tók 10 fráköst. Raggi Nat skoraði 5 stig, tók 10 fráköst og varði 5 skot.Hálfleikur: Sigurður Þorsteinsson skoraði 15 stig fyrir Grindavík í hálfleiknum og tók að auki 5 fráköst. Lewis og Ólafur skoruðu 8 stig hvor.Hálfleikur (33-39): Grindavík með 10-2 sprett í lok hálfleiksins.19. mínúta (33-35): Ólafur Ólafsson með fjögur víti í röð niður. Cook jafnar leikinn og Lewis kemur Grindavík aftur yfir.18. mínúta (31-29): Sovic með eina rándýra eftir sóknarfrákast. Hann er með 9 stig og 9 fráköst.17. mínúta (27-27): Baldur Þór Ragnarsson með þrist, jafnar leikinn fyrir Þór.16. mínúta (24-25): Raggi Nat er kominn með 4 varin skot og jú það er enn fyrri hálfleikur. Hann er að auki með 6 fráköst og 3 stig.15. mínúta (23-25): Grindavík enn með frumkvæðið en það jafnari gæti leikurinn vart verið.z14. mínúta (21-23): Það er mjög hart tekist á í takt við hvað sé í húfi.13. mínúta (21-21): Junior með kraftmikla troðslu en Tómas Heiðar Tómasson jafnar metin.12. mínúta (19-19): Cook minnkaði muninn og Sovic jafnaði.11. mínúta (15-19): Ómar Örn með fyrstu stig annars leikhluta, hann er kominn með 4 stig og 4 fráköst.1. leikhluta lokið (15-17): Ekki mikið skorað og er þriggja stiga nýtingu liðanna um að kenna. Þór hefur ekki hitt úr neinu 9 skota sinna og Grindavík hefur ekki nýtt neitt af 5 skotum sínum utan þriggja stiga línunnar.9. mínúta (15-17): Gestirnir eru með frumkvæðið þó leikurinn sé jafn.8. mínúta (15-15): Það jafnt, þetta er jú tapar og þú ferð heim leikur þannig að það er ekki við öðru að búast.7. mínúta (13-13): Ragnar Nathanaelsson kominn á blað eftir sóknarfrákast.6. mínúta (9-11): Sovic kominn með 5 stig fyrir Þór.5. mínúta (7-11): Junior fyrstur Grindvíkinga sem ekki heitir Sigurður Þorsteinsson til að skora.5. mínúta (7-9): Sigurður með öll níu stig Grindavíkur til þessa. Hvar endar þetta?4. mínúta (7-6): Sigurður með öll sex stig Grindavíkur en Nemanja Sovic svara með þriggja stiga fléttu.3. mínúta (4-4): Sigurður Þorsteinsson á litla bílnum svarar með fjórum stigum. Grindavík keyrir upp hraðann við hvert tækifæri.2. mínúta (4-0): Cook með fyrstu fjögur stigin.1. mínúta (0-0): Tvö sóknarfráköst í fyrstu sókn Grindavíkur en það dugði ekki til að skora.Fyrir leik: Húsið er ekki stórt en það myndast ótrúlegur hávaði í því. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar liðin voru kynnt.Fyrir leik: Tíu mínútur til leiks og áhorfendur eru beðnir um að þjappa sér. Hér verður þétt setið og er góður hópur kominn úr Grindavík. Það verða fáir bílar á kreiki í Þorlákshöfn á meðan leik stendur.Fyrir leik: Liðin eru að hita upp og áhorfendur byrjaðir að streyma í salinn þegar rúmur hálftími er til leiks. Stöð 2 Sport er klár í slaginn með HD bílinn glæsilega vel merktan fyrir utan húsið. Valtýr Björn er andartaki frá því að vera kominn á háa C-ið. Þvílík veisla framundan.Fyrir leik: Earnest Lewis Clinch Jr. er tæpur vegna meiðsla en hann verður engu að síður með og mun byrja leikinn fyrir Grindavík.Fyrir leik: Þorleifur Ólafsson fyrirliði Grindavíkur er meiddur og því er Ómar Örn Sævarsson fyrirliði liðsins í kvöld.Fyrir leik: Í deildarkeppninni skiptu liðin sigrunum á milli sín en þá unnu bæði lið á útivelli. Í þessari rimmu liðanna hefur heimaliðið alltaf unnið sigur.Fyrir leik: KR, Njarðvík og Stjarnan unnu öll sínar viðureignir í átta liða úrslitum án þess að tapa leik.Fyrir leik: Þór verður að vinna í kvöld til að knýja fram oddaleik í Grindavík á fimmtudag.Fyrir leik: Vinni Grindavík í kvöld mætir liðið Njarðvík í undanúrslitum.Fyrir leik: Grindavík er 2-1 yfir í einvíginu og getur tryggt sér sæti í undanúrslit vinni liðið i kvöld.Fyrir leik: Boltavaktin býður góða kvöldið úr Þorlákshöfn. Hér verður leik Þórs og Grindavíkur lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira
Grindavík varð í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Dominos deildar karla í körfubolta þegar liðið lagði Þór 89-75 í Þorlákshöfn. Grindavík vann einvígi liðanna 3-1. Það sást glögglega á leiknum hve mikið var í húfi í kvöld. Skotnýtingin var slök og baráttan í leiknum mikil. Leikurinn var jafn og spennandi allt framan af Grindavík var tveimur stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 17-15. Hvorugt liðið hitti úr þriggja stiga skoti í fyrsta leikhluta þrátt fyrir 14 tilraunir liðanna. Nýtingin skánaði í öðrum leikhluta en þá hitti Baldur Þór Ragnarsson leikmaður Þórs úr einu slíku. Þór hitti úr einu af 13 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik og Grindavík ekki úr neinu af níu skotum sínum utan þriggja stiga línunnar. Vera má að léleg birta í húsinu hafi eitthvað haft með það að gera en heimamenn ættu þó að vera vanir myrkrinu í húsinu. Annar leikhluti var í járnum en Grindavík skoraði tíu af tólf síðustu stigum hálfleiksins og fór með sex stiga forystu inn í seinni hálfleik 39-33. Grindavík náði að byggja á frábærum endi á fyrri hálfleik í þriðja leikhluta en og ná yfir 10 stiga forystu. Þór er þó lið sem gefst aldrei upp og þrátt fyrir að erfiðlega gengi hjá liðinu í sókninni var munurinn aðeins 9 stig þegar bara fjórði leikhluti var eftir. Þór náði að minnka muninn í fjögur stig snemma í fjórða leikhluta en Grindavík hafði engan áhuga á að mæta Þór í fimmta sinn. Gestirnir voru mjög ákveðnir og refsuðu fyrir hver mistök auk þess að spila öfluga vörn. Liðið náði öruggri forystu áður en fjórði leikhluti var hálfnaður og það náði Þór aldrei að vinna upp heldur jókst munurinn nánast allt til leiksloka. Grindavík mætir Njarðvík í undanúrslitum en Þór Þorlákshöfn hefur lokið keppni þrátt fyrir hetjulega baráttu.Þór Þ.-Grindavík 75-89 (15-17, 18-22, 19-22, 23-28)Þór Þ.: Mike Cook Jr. 25/7 fráköst, Nemanja Sovic 15/15 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 12/16 fráköst/5 varin skot, Baldur Þór Ragnarsson 10, Tómas Heiðar Tómasson 9/6 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 2, Vilhjálmur Atli Björnsson 2.Grindavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 24/9 fráköst/6 stoðsendingar/5 varin skot, Earnest Lewis Clinch Jr. 18/11 fráköst/9 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 14/5 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 13/7 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10/6 fráköst, Kjartan Helgi Steinþórsson 5, Daníel Guðni Guðmundsson 3/4 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 2/6 fráköst.Sigurður: Ef við leggjum okkur alla fram erum við bestir „Ég er búinn að vera lélegur sóknarlega í síðustu þremur leikjum þannig að það var kominn tími til að sýna mitt rétta andlit,“ sagði Sigurður Gunnar Þorsteinsson sem fór á kostum í liðið Grindavíkur í kvöld. Sigurður skoraði 24 stig í leiknum en hann gaf tóninn með því að skora níu fyrstu stig Grindavíkur í leiknum. „Maður verður að mæta í úrslitakeppnina, annars fara menn heim,“ sagði Sigurður sem sagði varnarleikinn fyrst og fremst hafa skilað þessum sigri. „Þeir voru að taka erfið skot og þetta var erfitt hjá þeim. Við gátum hlaupið á þá á móti og fengið sniðskot. Vörnin skapaði þetta allt. „Vörnin okkar er góð þegar við spilum hana. Ef hitt liðið skorar ekki þá skiptir minna máli hvað þú skorar,“ sagði Sigurður en Grindavík hitti úr aðeins tveimur af 16 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. „Við keyrðum á Ragga (Nathanaelsson) og létum hann vinna vinnuna sína og gerðum þetta erfitt fyrir hann. Þó hann verji eitt, tvö skot þá fáum við boltann aftur í 90% tilfella. Við stressum okkur ekki á því.“ Grindavík mætir Njarðvík í undanúrslitum og það hræðir Sigurð ekki, ekki frekar en önnur lið. „Ég er brattur. Við unnum þá þrisvar í vetur með bikarnum. Ef við spilum okkar leik þá vinnum við öll lið í deildinni. Þetta snýst um hve mikið við viljum vinna leikinn. Ef við leggjum okkur alla fram þá erum við bestir,“ sagði Sigurður brattur.Ragnar Nat: Vantaði punginn á okkur „Það vantaði punginn á okkur, að klára skotin, klára sniðskotin. Ég klikkaði úr 20 sniðskotum í kvöld. Það vantaði karakter í að klára sterku skotin og erfiðu skotin,“ sagði Ragnar Nathanaelsson miðherji Þórs. „Þetta var allt galopið skot. Ég ætla ekki að segja stressaðir. Skotin voru bara ekki að fara ofan í. Þetta var einn af þessum dögum. Leiðinlegt að það skildi lenda hérna. „Við börðumst þó og getum huggað okkur við það. Það vantaði upp á skotin,“ sagði Ragnar en Þór náði að minnka muninn í fjögur stig í fjórða leikhluta en þá skoraði Grindavík sex stig í röð og Þór gafst í raun upp í kjölfarið. „Þá held ég að við brotnuðum niður. Þetta eru jöfn lið og það er endaspretturinn sem ræður úrslitum. Það var þannig þegar við unnum þá, þá brotnuðu þeir í lokin og við héldum áfram og þegar þeir taka okkur þá brotnum við í lokin og þá kemur þessi forysta. Annars er þetta jafnt alla leikina,“ sagði Ragnar.Leik lokið (75-89): Verðskuldað hjá Grindavík 38. mínúta (61-85): Kjartan Helgi Steinþórsson kemur ískaldur inn af bekknum og setur annan þrist Grindavíkur í leiknum.37. mínúta (61-82): Baráttan er til fyrirmyndar hjá Grindavík en heimamenn hafa misst móðinn.37. mínúta (61-77): Grindavík er á leið í undanúrslit.35. mínúta (60-74): Þá er Sigurður kominn með 24 stig, átta fráköst, fimm stoðsendingar og fjórar villur.35. mínúta (60-72): Lewis með 16 stigið sitt, er að auki með 11 fráköst og 8 stoðsendingar, nær hann þrennunni?34. mínúta (60-70): Það má ekkert fara forgörðum gegn Grindavík, þá bæta Íslandsmeistararnir í. Komið í 10 stig aftur eftir að Þór kom þessu niður í fjögur.33. mínúta (59-66): Þór minnkaði muninn í fjögur stig en þá setti Daníel Guðmundsson fyrsta þrist Grindavíkur í kvöld niður. Það tók 13 tilraunir. Þór er 4 af 19 í þristum.32. mínúta (56-63): Liðin skiptast á stigum. Þór þarf meira en liggur svo sem ekki lífið á, ennþá.31. mínúta (54-61): Strax komið niður í sjö stig.3. leikhluta lokið (52-61): Enn fór galopinn þristur forgörðum hjá heimamönnum. Því munar enn 9 stigum.29. mínúta (52-61): Þór þarf að loka vörninni og snögg hitna til að jafna þennan leik, þetta er of auðvelt fyrir Grindavík þó þetta sé ekki án fyrirhafnar.28. mínúta (48-57): Þórsarar eru ekki þekktir fyrir að leggjast niður og deyja. Það er brekka framundan og á hana er ráðist.27. mínúta (43-55): Grindvíkingar keyra upp hraðann í kjölfar góðra varna og skora sjö stig í röð á andartaki. Frábærlega gert.27. mínúta (43-52): Ómar Örn með fjögur stig í röð inni í teig.26. mínúta (43-50): Grindavík sækir inn í teiginn og það er að skila liðinu.25. mínúta (43-48): Sovic kominn með 11 stig og 11 fráköst. Magnaður.24. mínúta (41-47): Annar þristur í röð. Þór gefst ekki upp en þarf meira svona.23. mínúta (38-47): Þristur niður, líflína fyrir Þór.22. mínúta (35-43): Hann heldur áfram, jú Sigurður auðvitað.21. mínúta (33-41): Sigurður kominn með 19 stig fyrir Grindavík.Hálfleikur: Cook skoraði 10 stig fyrir Þór. Sovic skoraði 9 og tók 10 fráköst. Raggi Nat skoraði 5 stig, tók 10 fráköst og varði 5 skot.Hálfleikur: Sigurður Þorsteinsson skoraði 15 stig fyrir Grindavík í hálfleiknum og tók að auki 5 fráköst. Lewis og Ólafur skoruðu 8 stig hvor.Hálfleikur (33-39): Grindavík með 10-2 sprett í lok hálfleiksins.19. mínúta (33-35): Ólafur Ólafsson með fjögur víti í röð niður. Cook jafnar leikinn og Lewis kemur Grindavík aftur yfir.18. mínúta (31-29): Sovic með eina rándýra eftir sóknarfrákast. Hann er með 9 stig og 9 fráköst.17. mínúta (27-27): Baldur Þór Ragnarsson með þrist, jafnar leikinn fyrir Þór.16. mínúta (24-25): Raggi Nat er kominn með 4 varin skot og jú það er enn fyrri hálfleikur. Hann er að auki með 6 fráköst og 3 stig.15. mínúta (23-25): Grindavík enn með frumkvæðið en það jafnari gæti leikurinn vart verið.z14. mínúta (21-23): Það er mjög hart tekist á í takt við hvað sé í húfi.13. mínúta (21-21): Junior með kraftmikla troðslu en Tómas Heiðar Tómasson jafnar metin.12. mínúta (19-19): Cook minnkaði muninn og Sovic jafnaði.11. mínúta (15-19): Ómar Örn með fyrstu stig annars leikhluta, hann er kominn með 4 stig og 4 fráköst.1. leikhluta lokið (15-17): Ekki mikið skorað og er þriggja stiga nýtingu liðanna um að kenna. Þór hefur ekki hitt úr neinu 9 skota sinna og Grindavík hefur ekki nýtt neitt af 5 skotum sínum utan þriggja stiga línunnar.9. mínúta (15-17): Gestirnir eru með frumkvæðið þó leikurinn sé jafn.8. mínúta (15-15): Það jafnt, þetta er jú tapar og þú ferð heim leikur þannig að það er ekki við öðru að búast.7. mínúta (13-13): Ragnar Nathanaelsson kominn á blað eftir sóknarfrákast.6. mínúta (9-11): Sovic kominn með 5 stig fyrir Þór.5. mínúta (7-11): Junior fyrstur Grindvíkinga sem ekki heitir Sigurður Þorsteinsson til að skora.5. mínúta (7-9): Sigurður með öll níu stig Grindavíkur til þessa. Hvar endar þetta?4. mínúta (7-6): Sigurður með öll sex stig Grindavíkur en Nemanja Sovic svara með þriggja stiga fléttu.3. mínúta (4-4): Sigurður Þorsteinsson á litla bílnum svarar með fjórum stigum. Grindavík keyrir upp hraðann við hvert tækifæri.2. mínúta (4-0): Cook með fyrstu fjögur stigin.1. mínúta (0-0): Tvö sóknarfráköst í fyrstu sókn Grindavíkur en það dugði ekki til að skora.Fyrir leik: Húsið er ekki stórt en það myndast ótrúlegur hávaði í því. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar liðin voru kynnt.Fyrir leik: Tíu mínútur til leiks og áhorfendur eru beðnir um að þjappa sér. Hér verður þétt setið og er góður hópur kominn úr Grindavík. Það verða fáir bílar á kreiki í Þorlákshöfn á meðan leik stendur.Fyrir leik: Liðin eru að hita upp og áhorfendur byrjaðir að streyma í salinn þegar rúmur hálftími er til leiks. Stöð 2 Sport er klár í slaginn með HD bílinn glæsilega vel merktan fyrir utan húsið. Valtýr Björn er andartaki frá því að vera kominn á háa C-ið. Þvílík veisla framundan.Fyrir leik: Earnest Lewis Clinch Jr. er tæpur vegna meiðsla en hann verður engu að síður með og mun byrja leikinn fyrir Grindavík.Fyrir leik: Þorleifur Ólafsson fyrirliði Grindavíkur er meiddur og því er Ómar Örn Sævarsson fyrirliði liðsins í kvöld.Fyrir leik: Í deildarkeppninni skiptu liðin sigrunum á milli sín en þá unnu bæði lið á útivelli. Í þessari rimmu liðanna hefur heimaliðið alltaf unnið sigur.Fyrir leik: KR, Njarðvík og Stjarnan unnu öll sínar viðureignir í átta liða úrslitum án þess að tapa leik.Fyrir leik: Þór verður að vinna í kvöld til að knýja fram oddaleik í Grindavík á fimmtudag.Fyrir leik: Vinni Grindavík í kvöld mætir liðið Njarðvík í undanúrslitum.Fyrir leik: Grindavík er 2-1 yfir í einvíginu og getur tryggt sér sæti í undanúrslit vinni liðið i kvöld.Fyrir leik: Boltavaktin býður góða kvöldið úr Þorlákshöfn. Hér verður leik Þórs og Grindavíkur lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira