Þjóðverjar heillast af Jójó 20. mars 2014 19:00 Steinunn Sigurðardóttir og Guðrún Vilmundardóttir Vísir/Úr einkasafni/Anton Brink Jójó, skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur, sem út kom hjá Bjarti 2011 er nú nýútkomin í Þýskalandi og hefur vakið athygli. „Fyrstu viðbrögð þar eru einfaldlega frábær og hefur Hamburger Abendblatt valið hana eina af tíu bestu bókum vorsins í Þýskalandi,“ segir Guðrún Vilmundardóttir, útgáfustjóri Bjarts. „Kvöldblaðið í Hamborg kallaði bókina kannski undursamlegastu bók þessa vors,“ heldur hún áfram. Ferill Steinunnar í Þýskalandi er langur, nær allt aftur til 1997, og hafa skáldsögur hennar almennt hlotið góðar undirtektir gagnrýnenda. Jójó er sjöunda skáldsaga Steinunnar á þýsku, í þýðingu Colettu Burling, og komur út hjá útgáfurisanum Rowohlt þar í landi. Þá kom ljóðabók Steinunnar, Ástarljóð af landi, út 2011, í tvítyngdri viðhafnarútgáfu, með vatnslitamyndum Georgs Guðna, sem voru meðal síðustu verka hans. Ljóðabókin heitir á þýsku: Sternenstaub auf den Fingerkuppen. Steinunn er nýkomin af bókamessunni í Leipzig, en það er ein stærsta bókamessa Þýskalands, þar sem lesendur eru í öndvegi, en ekki bara fagmenn, einsog til dæmis í Frankfurt. „Steinunn hafði þann heiður að opna Bláa sófann, en helstu viðburðir hátíðarinnar fara fram í þessum fræga bláa sófa. Steinunn svaraði þar spurningum um Jójó, sem var svo þar að auki kynnt með fimm upplestrum víðs vegar um borgina meðan á bókamessunni stóð. Hinn síðasti var í Listasafni Leipzig, Museum der Bildende Kunste, þar sem Steinunn las fyrir fullum sal af áheyrendum innanum nútímalistaverk,“ segir Guðrún og bætir við að Steinunn kynni verk sín á þýsku og lesi upp úr þýsku þýðingunni. Steinunn er bókuð í Jójó upplestra til hausts, þar á meðal í norrænu sendiráðunum í Berlín um miðjan apríl og í fjórum Bókmenntahúsum í Þýskalandi, eða Literaturhaus, sem eru öflugar bókmenntastofnanir og eftirsóttar til upplestra. Í næstu viku kemur Steinunn fram í einum helsta menningarsjónvarpsþætti Þýskalands, Kulturzeit hjá 3Sat. Menning Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
Jójó, skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur, sem út kom hjá Bjarti 2011 er nú nýútkomin í Þýskalandi og hefur vakið athygli. „Fyrstu viðbrögð þar eru einfaldlega frábær og hefur Hamburger Abendblatt valið hana eina af tíu bestu bókum vorsins í Þýskalandi,“ segir Guðrún Vilmundardóttir, útgáfustjóri Bjarts. „Kvöldblaðið í Hamborg kallaði bókina kannski undursamlegastu bók þessa vors,“ heldur hún áfram. Ferill Steinunnar í Þýskalandi er langur, nær allt aftur til 1997, og hafa skáldsögur hennar almennt hlotið góðar undirtektir gagnrýnenda. Jójó er sjöunda skáldsaga Steinunnar á þýsku, í þýðingu Colettu Burling, og komur út hjá útgáfurisanum Rowohlt þar í landi. Þá kom ljóðabók Steinunnar, Ástarljóð af landi, út 2011, í tvítyngdri viðhafnarútgáfu, með vatnslitamyndum Georgs Guðna, sem voru meðal síðustu verka hans. Ljóðabókin heitir á þýsku: Sternenstaub auf den Fingerkuppen. Steinunn er nýkomin af bókamessunni í Leipzig, en það er ein stærsta bókamessa Þýskalands, þar sem lesendur eru í öndvegi, en ekki bara fagmenn, einsog til dæmis í Frankfurt. „Steinunn hafði þann heiður að opna Bláa sófann, en helstu viðburðir hátíðarinnar fara fram í þessum fræga bláa sófa. Steinunn svaraði þar spurningum um Jójó, sem var svo þar að auki kynnt með fimm upplestrum víðs vegar um borgina meðan á bókamessunni stóð. Hinn síðasti var í Listasafni Leipzig, Museum der Bildende Kunste, þar sem Steinunn las fyrir fullum sal af áheyrendum innanum nútímalistaverk,“ segir Guðrún og bætir við að Steinunn kynni verk sín á þýsku og lesi upp úr þýsku þýðingunni. Steinunn er bókuð í Jójó upplestra til hausts, þar á meðal í norrænu sendiráðunum í Berlín um miðjan apríl og í fjórum Bókmenntahúsum í Þýskalandi, eða Literaturhaus, sem eru öflugar bókmenntastofnanir og eftirsóttar til upplestra. Í næstu viku kemur Steinunn fram í einum helsta menningarsjónvarpsþætti Þýskalands, Kulturzeit hjá 3Sat.
Menning Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira