Fjöldi flugvéla og skipa eru á leið að svæðinu en nú þegar hafa ástralskar flugvélar hafið leit að brakinu en án árangurs. Rigning er og slæmt skyggni, auk þess sem dimmt er orðið þar sem klukkan er farin að nálgast 22 í Perth. Hafa flugvélarnar því snúið til baka og munu þær halda áfram leit í fyrramálið.
Gervihnattamyndirnar voru teknar 16. mars en það hefur tekið tíma að rannsaka þær nánar og var greint frá tilvist þeirra á ástralska þinginu í morgun. Fréttastofa Sky greinir frá því að verið sé að taka fleiri gervihnattamyndir af svæðinu.
