NBA: Boston vann Miami - sigurgöngur Spurs og Knicks héldu áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2014 07:21 Rajon Rondo er hér grimmur á boltann í leiknum í nótt. Vísir/AP San Antonio Spurs fagnaði sínum ellefta sigri í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og vandamálalið New York Knicks vann sinn sjöunda leik í röð. LeBron James lék ekki með Miami Heat sem tapaði fyrir Boston og Philadelphia 76ers tapaði sínum 22. leik í röð.Rajon Rondo setti niður tvö mikilvæg skot á síðustu tveimur mínútunum þegar Boson Celtics vann 101-96 sigur á Miami Heat. LeBron James hvíldi í leiknum vegna bakmeiðsla. Þetta var fyrsta tap Miami án hans á þessu tímabili. Rondo endaði leikinn með 9 stig, 15 stoðsendingar og 10 fráköst en Boston-liðið var búið að tapa fimm leikjum í röð fyrir leikinn. Avery Bradley skoraði 23 stig fyrir Boston en Dwyane Wade skoraði mest fyrir Miami eða 17 stig.Tony Parker var með 25 stig og Kawhi Leonard skoraði 22 stig og tók 10 fráköst þegar San Antonio Spurs vann 125-109 útisigur á Los Angeles Lakers en þetta var ellefti sigur Spurs-liðsins í röð. Danny Green var með 16 stig og Tim Duncan skoraði 12 stig og tók 16 fráköst. Spurs hefur einnig unnið 14 af síðustu 15 leikjum sínum og er komið með eins og hálfs leiks forskot á Indiana Pacers í baráttuna um heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina. Pau Gasol var með 22 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar hjá Lakers og Xavier Henry skoraði 24 stig en þetta var sjötta tap Lakers-liðsins í síðustu sjö leikjum.Carmelo Anthony skoraði 34 stig þegar New York Knicks vann 92-86 sigur á Indiana Pacers í fyrsta leiknum í forsetatíð Phil Jackson. Lance Stephenson skoraði 21 stig fyrir Indiana sem var búið að vinna fjóra leiki í röð.Deron Williams var með 23 stig og Joe Johnson skoraði 20 stig þegar Brooklyn Nets vann 104-99 sigur á Charlotte Bobcats en þetta var tíundi heimasigur Brooklyn-manna í röð.Kevin Love skoraði 35 stig og sigurkörfuna í framlengingu þegar Minnesota Timberwolves vann 123-122 sigur á Dallas Mavericks í Dallas. Ricky Rubio var með 22 stig, 15 stoðsendingar og 10 fráköst fyrir Minnesota en Dirk Nowitzki skoraði 27 stig fyrir Dallas.D.J Augustin skoraði 20 stig fyrir Chicago Bulls í 102-94 sigri á Philadelphia 76ers en Sixers-liðið tapaði þarna sínum 22. leik í röð og er nú aðeins fjórum tapleikjum frá því að jafna metið yfir lengstu taphrinuna í sögu NBA-deildarinnar. Cleveland Cavaliers tapaði 26 leikjum í röð tímabilið 2010-11. Thaddeus Young skoraði mest fyrir Philadelphia eða 24 stig.Aaron Brooks var með 27 stig og 17 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 118-109 sigur á Detroit Pistons en þetta var fjórði sigur Denver-liðsins í síðustu fimm leikjum.Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Philadelphia 76ers - Chicago Bulls 94-102 Boston Celtics - Miami Heat 101-96 Brooklyn Nets - Charlotte Bobcats 104-99 Memphis Grizzlies - Utah Jazz 96-86 New Orleans Pelicans - Toronto Raptors 100-107 New York Knicks - Indiana Pacers 92-86 Dallas Mavericks - Minnesota Timberwolves 122-123 (Framlengt) Denver Nuggets - Detroit Pistons 118-109 Phoenix Suns - Orlando Magic 109-93 Los Angeles Lakers - San Antonio Spurs 109-125Staðan í NBA-deildinni. NBA Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Fleiri fréttir Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Sjá meira
San Antonio Spurs fagnaði sínum ellefta sigri í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og vandamálalið New York Knicks vann sinn sjöunda leik í röð. LeBron James lék ekki með Miami Heat sem tapaði fyrir Boston og Philadelphia 76ers tapaði sínum 22. leik í röð.Rajon Rondo setti niður tvö mikilvæg skot á síðustu tveimur mínútunum þegar Boson Celtics vann 101-96 sigur á Miami Heat. LeBron James hvíldi í leiknum vegna bakmeiðsla. Þetta var fyrsta tap Miami án hans á þessu tímabili. Rondo endaði leikinn með 9 stig, 15 stoðsendingar og 10 fráköst en Boston-liðið var búið að tapa fimm leikjum í röð fyrir leikinn. Avery Bradley skoraði 23 stig fyrir Boston en Dwyane Wade skoraði mest fyrir Miami eða 17 stig.Tony Parker var með 25 stig og Kawhi Leonard skoraði 22 stig og tók 10 fráköst þegar San Antonio Spurs vann 125-109 útisigur á Los Angeles Lakers en þetta var ellefti sigur Spurs-liðsins í röð. Danny Green var með 16 stig og Tim Duncan skoraði 12 stig og tók 16 fráköst. Spurs hefur einnig unnið 14 af síðustu 15 leikjum sínum og er komið með eins og hálfs leiks forskot á Indiana Pacers í baráttuna um heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina. Pau Gasol var með 22 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar hjá Lakers og Xavier Henry skoraði 24 stig en þetta var sjötta tap Lakers-liðsins í síðustu sjö leikjum.Carmelo Anthony skoraði 34 stig þegar New York Knicks vann 92-86 sigur á Indiana Pacers í fyrsta leiknum í forsetatíð Phil Jackson. Lance Stephenson skoraði 21 stig fyrir Indiana sem var búið að vinna fjóra leiki í röð.Deron Williams var með 23 stig og Joe Johnson skoraði 20 stig þegar Brooklyn Nets vann 104-99 sigur á Charlotte Bobcats en þetta var tíundi heimasigur Brooklyn-manna í röð.Kevin Love skoraði 35 stig og sigurkörfuna í framlengingu þegar Minnesota Timberwolves vann 123-122 sigur á Dallas Mavericks í Dallas. Ricky Rubio var með 22 stig, 15 stoðsendingar og 10 fráköst fyrir Minnesota en Dirk Nowitzki skoraði 27 stig fyrir Dallas.D.J Augustin skoraði 20 stig fyrir Chicago Bulls í 102-94 sigri á Philadelphia 76ers en Sixers-liðið tapaði þarna sínum 22. leik í röð og er nú aðeins fjórum tapleikjum frá því að jafna metið yfir lengstu taphrinuna í sögu NBA-deildarinnar. Cleveland Cavaliers tapaði 26 leikjum í röð tímabilið 2010-11. Thaddeus Young skoraði mest fyrir Philadelphia eða 24 stig.Aaron Brooks var með 27 stig og 17 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 118-109 sigur á Detroit Pistons en þetta var fjórði sigur Denver-liðsins í síðustu fimm leikjum.Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Philadelphia 76ers - Chicago Bulls 94-102 Boston Celtics - Miami Heat 101-96 Brooklyn Nets - Charlotte Bobcats 104-99 Memphis Grizzlies - Utah Jazz 96-86 New Orleans Pelicans - Toronto Raptors 100-107 New York Knicks - Indiana Pacers 92-86 Dallas Mavericks - Minnesota Timberwolves 122-123 (Framlengt) Denver Nuggets - Detroit Pistons 118-109 Phoenix Suns - Orlando Magic 109-93 Los Angeles Lakers - San Antonio Spurs 109-125Staðan í NBA-deildinni.
NBA Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Fleiri fréttir Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Sjá meira