Plumlee fór illa með LeBron og tryggði Nets 4. sigurinn á Miami | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. apríl 2014 08:59 Velgengni Brooklyn Nets eftir áramót heldur áfram en liðið vann meistara Miami Heat, 88-87, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar með vann Nets alla fjóra leikina gegn Miami á tímabilinu sem lofar góðu skildu liðin mætast í úrslitakeppninni. Miami fékk tækifæri til að vinna leikinn en LeBronJames óð upp völlinn með boltann þegar tíu sekúndur voru eftir. Hann komst að körfunni og reyndi að troða boltanum ofan í hana og vinna leikinn en allt kom fyrir ekki. Nýliðinn MasonPlumlee, sem kom frá Duke-háskólanum í nýliðavalinu í fyrra, varðist troðslutilraun kóngsins af mikilli fagmennsku og tryggði sínum mönnum sigurinn. Myndband af því má sjá í spilaranum hér að ofan.Joe Johnson var stigahæstur Brooklyn í leiknum með 19 stig en LeBron James skoraði 29 stig fyrir Miami auk þess sem hann tók 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Miami er áfram á toppnum í austrinu en tapið er vatn á myllu Indiana Pacers. Fimm flottustu tilþrif næturinnar Í fyrsta skiptið í 42 leikjum tókst liði að halda Kevin Durant í skefjum en hann var búinn að skora yfir 25 stig í 41 leik í röð og komast þar með fram úr sjálfum MichaelJordan. Það voru leikmenn Sacramento Kings sem stöðvuðu 25 stiga leikina hjá Durant en hann skoraði engu að síður 23 stig í 107-92 útsigri OKC á Sacramento í nótt. Hann var stigahæstur gestanna ásamt CaronButler en DeMarcus Cousins og Travis Outlaw skoruðu báðir 24 stig fyrir Sacramento Kings.Úrslit næturinnar: Atlanta Hawks - Detroit Pistons 95-102 Miami Heat - Brooklyn Nets 87-88 Minnesota Timberwolves - San Antonio Spurs 110-91 Utah Jazz - Dallas Mavericks 83-95 Sacramento Kings - Oklahoma City Thunder 92-107 Los Angeles Lakers - Houston Rockets 130:145Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Velgengni Brooklyn Nets eftir áramót heldur áfram en liðið vann meistara Miami Heat, 88-87, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar með vann Nets alla fjóra leikina gegn Miami á tímabilinu sem lofar góðu skildu liðin mætast í úrslitakeppninni. Miami fékk tækifæri til að vinna leikinn en LeBronJames óð upp völlinn með boltann þegar tíu sekúndur voru eftir. Hann komst að körfunni og reyndi að troða boltanum ofan í hana og vinna leikinn en allt kom fyrir ekki. Nýliðinn MasonPlumlee, sem kom frá Duke-háskólanum í nýliðavalinu í fyrra, varðist troðslutilraun kóngsins af mikilli fagmennsku og tryggði sínum mönnum sigurinn. Myndband af því má sjá í spilaranum hér að ofan.Joe Johnson var stigahæstur Brooklyn í leiknum með 19 stig en LeBron James skoraði 29 stig fyrir Miami auk þess sem hann tók 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Miami er áfram á toppnum í austrinu en tapið er vatn á myllu Indiana Pacers. Fimm flottustu tilþrif næturinnar Í fyrsta skiptið í 42 leikjum tókst liði að halda Kevin Durant í skefjum en hann var búinn að skora yfir 25 stig í 41 leik í röð og komast þar með fram úr sjálfum MichaelJordan. Það voru leikmenn Sacramento Kings sem stöðvuðu 25 stiga leikina hjá Durant en hann skoraði engu að síður 23 stig í 107-92 útsigri OKC á Sacramento í nótt. Hann var stigahæstur gestanna ásamt CaronButler en DeMarcus Cousins og Travis Outlaw skoruðu báðir 24 stig fyrir Sacramento Kings.Úrslit næturinnar: Atlanta Hawks - Detroit Pistons 95-102 Miami Heat - Brooklyn Nets 87-88 Minnesota Timberwolves - San Antonio Spurs 110-91 Utah Jazz - Dallas Mavericks 83-95 Sacramento Kings - Oklahoma City Thunder 92-107 Los Angeles Lakers - Houston Rockets 130:145Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira