Bardagamaðurinn sem átti ekki að ganga framar Pétur Marinó Jónsson skrifar 8. apríl 2014 22:45 Föstudaginn 11. apríl mætast þeir AntonioRodrigo Nogueira og Roy Nelson í aðalbardaganum á UFC: Dubai viðburðinum. Bardaginn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 18. Antonio Rodrigo Nogueira, eða Big Nog eins og hann er betur þekktur, er ein af goðsögnum MMA heimsins. Þessi 37 ára Brassi er einn af bestu þungavigtarmönnum sögunnar en hann skipar stóran sess í hjörtum bardagaáhugamanna. Big Nog og tvíburabróðir hans, Antonio Rogerio Nogueira (Lil Nog), hafa barist sem atvinnumenn í íþróttinni í 15 ár. Þeir byrjuðu aðeins 4 ára gamlir í júdó og var það byrjunin á löngum ferli þeirra í bardagaíþróttum. Það er í raun afrek út af fyrir sig að Big Nog skuli vera atvinnuíþróttamaður í dag þar sem hann lenti í alvarlegu slysi sem barn og átti ekki að geta gengið framar. Hann var 10 ára gamall þegar stór flutningarbíll bakkaði yfir hann. Big Nog lá í dái í 4 daga og þurfti að fjarlægja hluta lifrinnar, hluta úr bakvöðvum hans og eitt rifbein eftir slysið. Big Nog var tjáð að hann ætti ekki eftir að ganga aftur en hann neitaði að trúa því og fór í stífa sjúkraþjálfun til að læra að ganga aftur. Þremur árum eftir slysið gat hann aftur æft bardagaíþróttir og var búinn að ná sér að fullu. Eftir að æft box, jiu-jitsu og standandi glímu tók hann sinn fyrsta MMA bardaga árið 2001. Hann varð Pride þungavigtarmeistari en tapaði titlinum til erkifjandar síns, Fedor Emelianenko. Þeir mættust þrisvar í Pride en aldrei náði Big Nog að sigra. Big Nog var þekktur fyrir að vera með gríðarlega sterka höku og gat tekið við ógrynni af höggum án þess að rotast. Leikáætlun hans virtist oft á tíðum snúast um að liggja á bakinu og láta kýla sig í hausinn þangað til andstæðingurinn varð þreyttur en þá nýtti Big Nog tækifærið og náði þeim í uppgjafartök. Big Nog er frábær gólfglímumaður en hann er með 21 sigur að baki eftir uppgjafartök. Bardagi hans gegn Bob Sapp er afar minnistæður en Sapp var 70 kg þyngri en þungavigtarmaðurinn Big Nog. Hinn risavaxni Sapp kastaði Big Nog til og frá og lamdi hann eins og harðfisk þangað til Big Nog náði honum í “armbar” í 2. lotu. Brot úr bardaganum má sjá hér að ofan. Í desember 2011 mættust þeir Big Nog og Frank Mir í annað sinn. Big Nog ætlaði ekki að gefast upp (tappa út) eftir að Frank Mir náði honum í uppgjafartak og því brotnaði hönd Big Nog. Brasilíumaðurinn er stoltur maður og ætlaði ekki að láta Frank Mir vera fyrsta manninn til að sigra sig eftir uppgjafartak. Big Nog hefur átt misjöfnu gengi að fagna og aldrei unnið fleiri en einn bardaga í röð á undanförnum árum. Hann er þó löngu orðin goðsögn í íþróttinni og á enn stóran aðdáendahóp. Á föstudaginn mætir hann Roy Nelson og verður forvitnilegt að sjá hvernig þessir gömlu jálkar munu koma til leiks. Nánar má lesa um Big Nog hér.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Roy Nelson - rotarinn með stóru bumbuna Föstudaginn 11. apríl etja þeir Roy Nelson og Antonio "Big Nog" Nogueira kappi á UFC viðburði í Dubai. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þegar hugsað er um hinn fullkomna íþróttamann er Roy Nelson sennilega síðastur til að koma upp í hugann. 3. apríl 2014 12:15 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Sjá meira
Föstudaginn 11. apríl mætast þeir AntonioRodrigo Nogueira og Roy Nelson í aðalbardaganum á UFC: Dubai viðburðinum. Bardaginn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 18. Antonio Rodrigo Nogueira, eða Big Nog eins og hann er betur þekktur, er ein af goðsögnum MMA heimsins. Þessi 37 ára Brassi er einn af bestu þungavigtarmönnum sögunnar en hann skipar stóran sess í hjörtum bardagaáhugamanna. Big Nog og tvíburabróðir hans, Antonio Rogerio Nogueira (Lil Nog), hafa barist sem atvinnumenn í íþróttinni í 15 ár. Þeir byrjuðu aðeins 4 ára gamlir í júdó og var það byrjunin á löngum ferli þeirra í bardagaíþróttum. Það er í raun afrek út af fyrir sig að Big Nog skuli vera atvinnuíþróttamaður í dag þar sem hann lenti í alvarlegu slysi sem barn og átti ekki að geta gengið framar. Hann var 10 ára gamall þegar stór flutningarbíll bakkaði yfir hann. Big Nog lá í dái í 4 daga og þurfti að fjarlægja hluta lifrinnar, hluta úr bakvöðvum hans og eitt rifbein eftir slysið. Big Nog var tjáð að hann ætti ekki eftir að ganga aftur en hann neitaði að trúa því og fór í stífa sjúkraþjálfun til að læra að ganga aftur. Þremur árum eftir slysið gat hann aftur æft bardagaíþróttir og var búinn að ná sér að fullu. Eftir að æft box, jiu-jitsu og standandi glímu tók hann sinn fyrsta MMA bardaga árið 2001. Hann varð Pride þungavigtarmeistari en tapaði titlinum til erkifjandar síns, Fedor Emelianenko. Þeir mættust þrisvar í Pride en aldrei náði Big Nog að sigra. Big Nog var þekktur fyrir að vera með gríðarlega sterka höku og gat tekið við ógrynni af höggum án þess að rotast. Leikáætlun hans virtist oft á tíðum snúast um að liggja á bakinu og láta kýla sig í hausinn þangað til andstæðingurinn varð þreyttur en þá nýtti Big Nog tækifærið og náði þeim í uppgjafartök. Big Nog er frábær gólfglímumaður en hann er með 21 sigur að baki eftir uppgjafartök. Bardagi hans gegn Bob Sapp er afar minnistæður en Sapp var 70 kg þyngri en þungavigtarmaðurinn Big Nog. Hinn risavaxni Sapp kastaði Big Nog til og frá og lamdi hann eins og harðfisk þangað til Big Nog náði honum í “armbar” í 2. lotu. Brot úr bardaganum má sjá hér að ofan. Í desember 2011 mættust þeir Big Nog og Frank Mir í annað sinn. Big Nog ætlaði ekki að gefast upp (tappa út) eftir að Frank Mir náði honum í uppgjafartak og því brotnaði hönd Big Nog. Brasilíumaðurinn er stoltur maður og ætlaði ekki að láta Frank Mir vera fyrsta manninn til að sigra sig eftir uppgjafartak. Big Nog hefur átt misjöfnu gengi að fagna og aldrei unnið fleiri en einn bardaga í röð á undanförnum árum. Hann er þó löngu orðin goðsögn í íþróttinni og á enn stóran aðdáendahóp. Á föstudaginn mætir hann Roy Nelson og verður forvitnilegt að sjá hvernig þessir gömlu jálkar munu koma til leiks. Nánar má lesa um Big Nog hér.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Roy Nelson - rotarinn með stóru bumbuna Föstudaginn 11. apríl etja þeir Roy Nelson og Antonio "Big Nog" Nogueira kappi á UFC viðburði í Dubai. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þegar hugsað er um hinn fullkomna íþróttamann er Roy Nelson sennilega síðastur til að koma upp í hugann. 3. apríl 2014 12:15 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Sjá meira
Roy Nelson - rotarinn með stóru bumbuna Föstudaginn 11. apríl etja þeir Roy Nelson og Antonio "Big Nog" Nogueira kappi á UFC viðburði í Dubai. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þegar hugsað er um hinn fullkomna íþróttamann er Roy Nelson sennilega síðastur til að koma upp í hugann. 3. apríl 2014 12:15