Aurum málinu frestað í nokkra klukkutíma Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 8. apríl 2014 10:49 Dómari mun úrskurða um kröfu verjendanna í dag. Vísir/GVA Aurum málinu svokallaða hefur verið frestað til klukkan eitt í dag, þar sem sækjandi og verjendur deila um það hvort rétt sé að tvö vitni gefi skýrslu í gegnum síma, sem og hvort fyrrverandi stjórnarmenn í Glitni banka skuli gefa skýrslur. Tveir fyrirsvarsmanna félagsins Damas, Nikhil Sengupta og Tawhid Abdullah, gefa að sögn sérstaks saksóknara ekki kost á því að þeir ferðist til Íslands til að gefa skýrslu. Sérsakur saksóknari fer því fram á að þeir gefi skýrslur í gegnum síma.Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar mótmælti því harðlega við aðalmeðferðina í dag, sagði fráleitt að hringt verði í mann sem ekki geti sannað deili á sér og það í sakamáli þar sem ákærðu væru bornir þungum sökum. Í lögum um meðferð sakamála segir að dómari geti ákveðið að tekin verði símaskýrsla af manni ef hann sé fjarri þingstað eða það hefði annars sérstakt óhagræði af því að koma fyrir dóm. En þessari heimild verður þó ekki beitt ef ætla megi að úrslit málsins muni ráðast af framburði þessa vitnis, það verður þá að koma fyrir dóm.Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari bar því við að hægt væri að sanna deili á mönnunum með því að þeir gæfu upp vegabréfsnúmer sín, en Gestur sagði það ekki myndu sannfæra hann um það að réttur maður gæfi skýrslu. Allir verjendur málsins gera þá kröfu að þessum vitnum verði ekki heimilað að gefa skýrslu í gegnum síma. Dómari málsins mun úrskurða um símaskýrslurnar eftir hádegi í dag. Einnig var deilt um það hvort fyrrverandi stjórnarmenn í Glitni ættu að mæta í dómsalinn til að gefa skýrslu. Á dagskránni í dag stóð til að þeir Bjarni Ármannsson, Einar Sveinsson og Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri og stjórnarmenn bankans til 30. apríl 2007, Þorsteinn M. Jónsson, Katrín Pétursdóttir, Haukur Guðjónsson og Pétur Guðmundsson, stjórnarmenn bankans frá 30. apríl til 20. febrúar 2008 og Guðmundur Óli Björgvinsson, stjórnarmaður frá 20. febrúar 2008 kæmu fyrir dóminn. Gestur Jónsson gerði einnig athugasemd við að þessir aðilar gæfu skýrslu; þeir þekktu ekkert til þeirra atvika sem væru tilefni ákærunnar, heldur ættu bara að bera vitni um einhvers konar andrúmsloft. Aðrir verjendur tóku ekki afstöðu til þessarar kröfu. Dómari mun einnig taka afstöðu til þessarar kröfu eftir hádegi í dag.Jón Sigurðsson sem sat í stjórn Glitnis frá 30. apríl til 20. febrúar 2008 sem og Þorsteinn Már Baldvinsson sem sat í stjórninni frá 20. febrúar 2008, munu þurfa að koma fyrir dóminn þar sem samskipti milli þeirra og ákærðu eru meðal gagna málsins. Aurum Holding málið Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
Aurum málinu svokallaða hefur verið frestað til klukkan eitt í dag, þar sem sækjandi og verjendur deila um það hvort rétt sé að tvö vitni gefi skýrslu í gegnum síma, sem og hvort fyrrverandi stjórnarmenn í Glitni banka skuli gefa skýrslur. Tveir fyrirsvarsmanna félagsins Damas, Nikhil Sengupta og Tawhid Abdullah, gefa að sögn sérstaks saksóknara ekki kost á því að þeir ferðist til Íslands til að gefa skýrslu. Sérsakur saksóknari fer því fram á að þeir gefi skýrslur í gegnum síma.Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar mótmælti því harðlega við aðalmeðferðina í dag, sagði fráleitt að hringt verði í mann sem ekki geti sannað deili á sér og það í sakamáli þar sem ákærðu væru bornir þungum sökum. Í lögum um meðferð sakamála segir að dómari geti ákveðið að tekin verði símaskýrsla af manni ef hann sé fjarri þingstað eða það hefði annars sérstakt óhagræði af því að koma fyrir dóm. En þessari heimild verður þó ekki beitt ef ætla megi að úrslit málsins muni ráðast af framburði þessa vitnis, það verður þá að koma fyrir dóm.Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari bar því við að hægt væri að sanna deili á mönnunum með því að þeir gæfu upp vegabréfsnúmer sín, en Gestur sagði það ekki myndu sannfæra hann um það að réttur maður gæfi skýrslu. Allir verjendur málsins gera þá kröfu að þessum vitnum verði ekki heimilað að gefa skýrslu í gegnum síma. Dómari málsins mun úrskurða um símaskýrslurnar eftir hádegi í dag. Einnig var deilt um það hvort fyrrverandi stjórnarmenn í Glitni ættu að mæta í dómsalinn til að gefa skýrslu. Á dagskránni í dag stóð til að þeir Bjarni Ármannsson, Einar Sveinsson og Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri og stjórnarmenn bankans til 30. apríl 2007, Þorsteinn M. Jónsson, Katrín Pétursdóttir, Haukur Guðjónsson og Pétur Guðmundsson, stjórnarmenn bankans frá 30. apríl til 20. febrúar 2008 og Guðmundur Óli Björgvinsson, stjórnarmaður frá 20. febrúar 2008 kæmu fyrir dóminn. Gestur Jónsson gerði einnig athugasemd við að þessir aðilar gæfu skýrslu; þeir þekktu ekkert til þeirra atvika sem væru tilefni ákærunnar, heldur ættu bara að bera vitni um einhvers konar andrúmsloft. Aðrir verjendur tóku ekki afstöðu til þessarar kröfu. Dómari mun einnig taka afstöðu til þessarar kröfu eftir hádegi í dag.Jón Sigurðsson sem sat í stjórn Glitnis frá 30. apríl til 20. febrúar 2008 sem og Þorsteinn Már Baldvinsson sem sat í stjórninni frá 20. febrúar 2008, munu þurfa að koma fyrir dóminn þar sem samskipti milli þeirra og ákærðu eru meðal gagna málsins.
Aurum Holding málið Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira