Engar liðsskipanir hjá Mercedes: Hamilton og Rosberg fá að berjast Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2014 14:00 Nico Rosberg og Lewis Hamilton þurfa ekki að víkja. Vísir/getty Lewis Hamilton vann Barein-kappaksturinn í Formúlu 1 á sunnudaginn og liðsfélagi hans, Nico Rosberg, varð annar eftir magnaða keppni þeirra tveggja um sigurinn. Mercedes-bíllinn kemur langbest undan vetri og má fastlega reikna með þeim tveimur í baráttunni um sigurinn í fleiri keppnum. Og þeir munu fá að berjast um hvern einasta sigur. Þeim verður aldrei gert að víkja fyrir hvorum öðrum. Þetta staðfesti annar yfirmanna Mercedes-liðsins, PaddyLowe, eftir keppnina í Barein aðspurður út í samskipti keppnisstjóranna við ökuþórana en í talstöðinni var þeim sagt að lenda ekki í árekstri við hvorn annan. „Það var engin ástæða til að segja það ekki,“ segir Lowe í samtali við BBC en liðsfélagarnir voru margsinnis hlið við hlið í brautinni og voru stundum ansi nálægt því að eyðileggja fyrir hvorum öðrum. „Við vildum bara minna þá á að skila bílunum heilum í mark. Þetta tengdist ekkert taktík. Þetta var bara vingjarnleg áminning.“ Hinn yfirmaður Mercedes-liðsins, Toto Wolff, var í skýjunum með keppnina og hversu flottir Rosberg og Hamilton voru í baráttunni þrátt fyrir að vera liðsfélagar. „Að búa til svona sýningu án þess að stofna bílunum í hættu, það gerist ekki betra en það. Þetta var frábær auglýsing fyrir Formúlu 1 á sama tíma og menn keppast við að tala Formúluna niður,“ segir Toto Wolff. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton vann í Bahrain Lewis Hamilton á Mercedes vann í Bahrain, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar. Sergio Perez á Force India varð þriðji. 6. apríl 2014 17:09 Bílskúrinn: Hvað er að frétta eftir Bahrain? Breski ökumaðurinn Lewis Hamilton á Mercedes vann keppnina í Bahrain, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sergio Perez á Force India varð þriðji. Við förum yfir málin í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi. 7. apríl 2014 22:30 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton vann Barein-kappaksturinn í Formúlu 1 á sunnudaginn og liðsfélagi hans, Nico Rosberg, varð annar eftir magnaða keppni þeirra tveggja um sigurinn. Mercedes-bíllinn kemur langbest undan vetri og má fastlega reikna með þeim tveimur í baráttunni um sigurinn í fleiri keppnum. Og þeir munu fá að berjast um hvern einasta sigur. Þeim verður aldrei gert að víkja fyrir hvorum öðrum. Þetta staðfesti annar yfirmanna Mercedes-liðsins, PaddyLowe, eftir keppnina í Barein aðspurður út í samskipti keppnisstjóranna við ökuþórana en í talstöðinni var þeim sagt að lenda ekki í árekstri við hvorn annan. „Það var engin ástæða til að segja það ekki,“ segir Lowe í samtali við BBC en liðsfélagarnir voru margsinnis hlið við hlið í brautinni og voru stundum ansi nálægt því að eyðileggja fyrir hvorum öðrum. „Við vildum bara minna þá á að skila bílunum heilum í mark. Þetta tengdist ekkert taktík. Þetta var bara vingjarnleg áminning.“ Hinn yfirmaður Mercedes-liðsins, Toto Wolff, var í skýjunum með keppnina og hversu flottir Rosberg og Hamilton voru í baráttunni þrátt fyrir að vera liðsfélagar. „Að búa til svona sýningu án þess að stofna bílunum í hættu, það gerist ekki betra en það. Þetta var frábær auglýsing fyrir Formúlu 1 á sama tíma og menn keppast við að tala Formúluna niður,“ segir Toto Wolff.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton vann í Bahrain Lewis Hamilton á Mercedes vann í Bahrain, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar. Sergio Perez á Force India varð þriðji. 6. apríl 2014 17:09 Bílskúrinn: Hvað er að frétta eftir Bahrain? Breski ökumaðurinn Lewis Hamilton á Mercedes vann keppnina í Bahrain, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sergio Perez á Force India varð þriðji. Við förum yfir málin í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi. 7. apríl 2014 22:30 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton vann í Bahrain Lewis Hamilton á Mercedes vann í Bahrain, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar. Sergio Perez á Force India varð þriðji. 6. apríl 2014 17:09
Bílskúrinn: Hvað er að frétta eftir Bahrain? Breski ökumaðurinn Lewis Hamilton á Mercedes vann keppnina í Bahrain, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sergio Perez á Force India varð þriðji. Við förum yfir málin í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi. 7. apríl 2014 22:30