Töldu viðskiptalegar forsendur að baki Aurum láninu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 7. apríl 2014 19:44 Aðalmeðferð í Aurum málinu mun standa yfir fram í miðjan maí. Vísir/GVA „Mér hefur verið sagt að hann hafi staðfest þetta,“ sagði Guðný Sigurðardóttir fyrrverandi lánastjóri hjá Glitni banka við aðalmeðferð Aurum Holding-málsins í dag. Vísaði hún þar til þess að upphafsstafir Rósants Más Torfasonar, fyrrverandi fjármálastjóra bankans, eru skráðir á fundargerð áhættunefndar bankans þar sem lánið er formlega samþykkt. Rósant hafnaði því í sínum vitnisburði í dag að hafa veitt þetta samþykki, hann hefði ekki getað það þar sem hann var staddur á norðanverðum Vestfjörðum - utan síma- og netssambands. Guðný, sem ritaði fundargerðina, sagðist ekki vita hver hefði sagt henni að Rósant væri búinn að veita þetta samþykki, en ásamt Rósant eru tveir hinna ákærðu, Lárus Welding og Magnús Arnar Angrímsson skráðir fyrir samþykkinu. Rósant sagði ennfremur í málinu í dag að þrátt fyrir að hann hafi verið mótfallinn lánveitingunni hefði það ekki verið á þeim grundvelli að hún væri andstæð reglum bankans eða landslögum. Hann taldi hins vegar að verið væri að taka hlutabréfaáhættu og að réttast væri að stjórn bankans tæki ákvörðun um lánveitinguna - það væri rétta leiðin fyrir þetta mál. Bæði Rósant og Guðnýju hefur, ásamt ákærðu í málinu utan Bjarna Jóhannessonar, verið stefnt í einkamáli af slitastjórn Glitnis, þar sem slitastjórnin krefst sex milljarða króna skaðabóta vegna málsins. Auk Guðnýjar og Rósant gaf skýrslu eftir hádegi í dag Daði Hannesson, fyrrverandi sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf bankans. Hann gerði verðmat á Aurum Holding innan Glitnis þar sem hann komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að ef allar áætlanir í rekstri Aurum Holding stæðust væri félagið 190 til 200 milljóna punda virði, en áætlaði einnig að ef sú upphæð væri færð niður væri félagið 110 milljón punda virði. Sérstaklega er tekist á um hvert rétt verðmat var á félaginu en nokkrar útfærslur á virði þess hafa litið dagsins ljós við aðalmeðferðina. Þá gaf skýrslu Gunnar Snævar Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Baugs. Hann kom að samningaviðræðum við félagið Damas um kaup þeirra á Aurum. Hann lýsti því ferli nokkuð nákvæmlega, forsvarsmenn Damas hafi verið spenntir fyrir Aurum og séð hag í því að eignast hlut í félaginu. Hann lýsti einnig aðdraganda þess að ekkert varð úr kaupum Damas á Aurum, en Gunnar sagðist aldrei hafa fengið formlega skýringu á því hvers vegna ekki varð af kaupunum.Þórólfur Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings á Íslandi var einn af þeim síðustu til að gefa skýrslu í dag. Hann var einn af þeim fyrstu sem kom að viðræðum Damas og Aurum og sótti fundi milli félaganna í upphafi. Kaupþing vann verðmat á Aurum, í umboði bæði Baugs og Aurum að sögn Þórólfs, en þar var félagið metið á 121 milljón punda. Aðspurður hvernig 100 milljón punda viðmiðið í samskiptum félaganna á virði Aurum hefði komið til sagði Þórólfur það hefði verið kynnt félaginu mjög snemma í ferlinu að Baugur teldi félagið hið minnsta þess virði. „Það var gert mjög skýrt grein fyrir því að til að af þessu yrði yrði það að vera talan. Það var krafa seljandans til að þessar viðræður gætu farið eitthvað áfram að gagnaðilinn viðurkenndi að þetta væri að lágmarki virði félagsins,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að að full alvara hefði verið á bak við viðræðurnar, en sérstakur saksóknari hefur meðal annars haldið því fram að engar viðskiptalegar forsendur stæðu að baki lánveitingunni. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Aðalmeðferð Aurum-málsins heldur áfram í Hérðasdómi Reykjavíkur. 4. apríl 2014 10:41 Starfsmaður Glitnis vildi að farið yrði varlega við lánveitingu vegna Aurum Mikið magn af tölvupóstum liggur fyrir í málinu sem bornir voru undir hlutaðeigandi og lýsa oft og tíðum skrautlegum samskiptum milli manna í tengslum við málið. 4. apríl 2014 19:29 Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01 Kannast ekki við að hafa veitt samþykki fyrir Aurum Holding-láninu Aðalmeðferð í Aurum-málinu hélt áfram í dag. Nú fyrir hádegi hafa verið teknar skýrslur af þáverandi meðlimum áhættunefndar Glitnis en meðal þeirra var Rósant Már Torfason, fyrrverandi fjármálastjóri bankans. 7. apríl 2014 11:24 Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
„Mér hefur verið sagt að hann hafi staðfest þetta,“ sagði Guðný Sigurðardóttir fyrrverandi lánastjóri hjá Glitni banka við aðalmeðferð Aurum Holding-málsins í dag. Vísaði hún þar til þess að upphafsstafir Rósants Más Torfasonar, fyrrverandi fjármálastjóra bankans, eru skráðir á fundargerð áhættunefndar bankans þar sem lánið er formlega samþykkt. Rósant hafnaði því í sínum vitnisburði í dag að hafa veitt þetta samþykki, hann hefði ekki getað það þar sem hann var staddur á norðanverðum Vestfjörðum - utan síma- og netssambands. Guðný, sem ritaði fundargerðina, sagðist ekki vita hver hefði sagt henni að Rósant væri búinn að veita þetta samþykki, en ásamt Rósant eru tveir hinna ákærðu, Lárus Welding og Magnús Arnar Angrímsson skráðir fyrir samþykkinu. Rósant sagði ennfremur í málinu í dag að þrátt fyrir að hann hafi verið mótfallinn lánveitingunni hefði það ekki verið á þeim grundvelli að hún væri andstæð reglum bankans eða landslögum. Hann taldi hins vegar að verið væri að taka hlutabréfaáhættu og að réttast væri að stjórn bankans tæki ákvörðun um lánveitinguna - það væri rétta leiðin fyrir þetta mál. Bæði Rósant og Guðnýju hefur, ásamt ákærðu í málinu utan Bjarna Jóhannessonar, verið stefnt í einkamáli af slitastjórn Glitnis, þar sem slitastjórnin krefst sex milljarða króna skaðabóta vegna málsins. Auk Guðnýjar og Rósant gaf skýrslu eftir hádegi í dag Daði Hannesson, fyrrverandi sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf bankans. Hann gerði verðmat á Aurum Holding innan Glitnis þar sem hann komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að ef allar áætlanir í rekstri Aurum Holding stæðust væri félagið 190 til 200 milljóna punda virði, en áætlaði einnig að ef sú upphæð væri færð niður væri félagið 110 milljón punda virði. Sérstaklega er tekist á um hvert rétt verðmat var á félaginu en nokkrar útfærslur á virði þess hafa litið dagsins ljós við aðalmeðferðina. Þá gaf skýrslu Gunnar Snævar Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Baugs. Hann kom að samningaviðræðum við félagið Damas um kaup þeirra á Aurum. Hann lýsti því ferli nokkuð nákvæmlega, forsvarsmenn Damas hafi verið spenntir fyrir Aurum og séð hag í því að eignast hlut í félaginu. Hann lýsti einnig aðdraganda þess að ekkert varð úr kaupum Damas á Aurum, en Gunnar sagðist aldrei hafa fengið formlega skýringu á því hvers vegna ekki varð af kaupunum.Þórólfur Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings á Íslandi var einn af þeim síðustu til að gefa skýrslu í dag. Hann var einn af þeim fyrstu sem kom að viðræðum Damas og Aurum og sótti fundi milli félaganna í upphafi. Kaupþing vann verðmat á Aurum, í umboði bæði Baugs og Aurum að sögn Þórólfs, en þar var félagið metið á 121 milljón punda. Aðspurður hvernig 100 milljón punda viðmiðið í samskiptum félaganna á virði Aurum hefði komið til sagði Þórólfur það hefði verið kynnt félaginu mjög snemma í ferlinu að Baugur teldi félagið hið minnsta þess virði. „Það var gert mjög skýrt grein fyrir því að til að af þessu yrði yrði það að vera talan. Það var krafa seljandans til að þessar viðræður gætu farið eitthvað áfram að gagnaðilinn viðurkenndi að þetta væri að lágmarki virði félagsins,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að að full alvara hefði verið á bak við viðræðurnar, en sérstakur saksóknari hefur meðal annars haldið því fram að engar viðskiptalegar forsendur stæðu að baki lánveitingunni.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Aðalmeðferð Aurum-málsins heldur áfram í Hérðasdómi Reykjavíkur. 4. apríl 2014 10:41 Starfsmaður Glitnis vildi að farið yrði varlega við lánveitingu vegna Aurum Mikið magn af tölvupóstum liggur fyrir í málinu sem bornir voru undir hlutaðeigandi og lýsa oft og tíðum skrautlegum samskiptum milli manna í tengslum við málið. 4. apríl 2014 19:29 Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01 Kannast ekki við að hafa veitt samþykki fyrir Aurum Holding-láninu Aðalmeðferð í Aurum-málinu hélt áfram í dag. Nú fyrir hádegi hafa verið teknar skýrslur af þáverandi meðlimum áhættunefndar Glitnis en meðal þeirra var Rósant Már Torfason, fyrrverandi fjármálastjóri bankans. 7. apríl 2014 11:24 Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Aðalmeðferð Aurum-málsins heldur áfram í Hérðasdómi Reykjavíkur. 4. apríl 2014 10:41
Starfsmaður Glitnis vildi að farið yrði varlega við lánveitingu vegna Aurum Mikið magn af tölvupóstum liggur fyrir í málinu sem bornir voru undir hlutaðeigandi og lýsa oft og tíðum skrautlegum samskiptum milli manna í tengslum við málið. 4. apríl 2014 19:29
Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01
Kannast ekki við að hafa veitt samþykki fyrir Aurum Holding-láninu Aðalmeðferð í Aurum-málinu hélt áfram í dag. Nú fyrir hádegi hafa verið teknar skýrslur af þáverandi meðlimum áhættunefndar Glitnis en meðal þeirra var Rósant Már Torfason, fyrrverandi fjármálastjóri bankans. 7. apríl 2014 11:24
Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41