Arild Stavrum fer fögrum orðum um Björn Bergmann Sigurðarson, leikmann Molde, í pistli á heimasíðu Verdens Gang.
Björn Bergmann er kominn aftur til Noregs eftir dvöl hjá Wolves í Englandi en hann sló áður í gegn hjá Lilleström.
Sóknarmaðurinn öflugi er nú kominn til Molde og segir Stavrum í pistli sínum að með þeim félagaskiptum hafi félagið tekið stórt skref í átt að norska meistaratitlinum.
„Sigurðarson er oft í öðrum gæðaflokki en flestir aðrir í Tipeligaen. Þannig var það síðast þegar hann var hér og þannig var það gegn Vålerenga,“ skrifaði Stavrum en Björn Bergmann skoraði annað marka Molde í 2-0 sigri á Vålerenga á föstudagskvöldið.
Smelltu hér til að lesa pistilinn.
Björn Bergmann „í öðrum gæðaflokki“

Tengdar fréttir

Björn Bergmann: Betri í dag en þegar ég fór frá Noregi
Björn Bergmann Sigurðarson byrjaði vel hjá Molde í gærkvöldi þegar hann skoraði annað marka liðsins í 2-0 sigri á Vålerenga í fyrsta leik norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á þessu tímabili.

Björn skoraði í fyrsta leik
Björn Bergmann Sigurðarson byrjar með látum hjá Molde í norsku úrvalsdeildinni. Hann skoraði í kvöld er liðið hóf leik í norsku úrvalsdeildinni.