Upphitun fyrir UFC on Fox: Werdum vs. Browne Pétur Marinó Jónsson skrifar 18. apríl 2014 22:00 Werdum (til vinstri) og Browne (til hægri) Vísir/Getty Annað kvöld fer UFC on Fox: Browne vs. Werdum fram í Orlandó í Flórída. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þungavigtarmennirnir Fabricio Werdum og Travis Browne. Bardagarnir eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin á miðnætti.Travis Browne (16-1-1) gegn Fabricio Werdum (17-5-1) - þungavigtAðalbardagi kvöldsins mun úrskurða um hver verði næsti áskorandi á þungavigtarmeistarann Cain Velasquez. Hér mætast tveir frábærir þungavigtamenn og bendir allt til þess að þetta verði frábær bardagi. Travis Browne er 32 ára, frá Hawaii og rúmlega tveir metrar á hæð. Hann er gríðarlega höggþungur en hann hefur sigrað 12 af 16 bardögum sínum með rothöggi. Fáir bjuggust við að Browne myndi ná svona langt í UFC en í öllum UFC bardögum sínum hafa andstæðingar hans ávallt þótt sigurstranglegri hjá veðbönkum. Browne hefur sigrað síðustu þrjá bardaga sína eftir rothögg í fyrstu lotu. Browne er þekktur fyrir stórhættuleg olnbogaskot upp við búrið og rotaði hann bæði Josh Barnett og Gabriel Gonzaga á þann hátt.3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagannMun reyna að halda bardaganum standandiHefur aldrei verið tekinn niður í UFCÞolir miklar barsmíðar Fabricio Werdum er besti uppgjafarglímumaður í þungavigtinni í dag. Hann er margfaldur heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu og tvöfaldur meistari á ADCC (sterkasta uppgjafarglímumót heims). Hann var fyrsti maðurinn til að sigra Fedor Emelianenko í 10 ár þegar hann sigraði hann eftir “triangle” hengingu í fyrstu lotu. Fram að því hafði Emelianenko ekki tapað í 28 bardögum og er þetta því hans stærsti sigur. Werdum átti að fá titilbardaga eftir sigur sinn á Antonio “Big Nog” Nogueira í fyrra en þar sem meistarinn, Cain Velasquez, var frá vegna meiðsla vildi hann berjast aftur og mætir því Travis Browne.3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagannEinn besti gólfglímumaður heimsSetur ekki upp spörkin sín sem gæti reynst hættulegt gegn BrowneHefur stórbætt sparkboxið sitt á síðustu tveimur árumMiesha Tate (13-5) gegn Liz Carmouche (9-4) – bantamvigt kvenna (61 kg) Eini kvennabardagi kvöldsins er ekki af verri endanum en þar mætast tvær af þekktustu bardagakonum UFC.Miesha Tate hefur tvisvar barist við Ronda Rousey um titil, fyrst í Strikeforce og svo í UFC, en tapað í bæði skiptin eftir “armbar” í fyrstu lotu. Hún þykir hörð í horn að taka og hefur bardagi með henni ekki farið í dómaraákvörðun síðan 2010.3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagannGóðar fellurGott “ground’n’pound”Villt boxLiz Carmouche hefur einnig barist við meistarann en tapaði eins og Tate eftir “armbar” í fyrstu lotu. Hún var í bandaríska hernum og þykir ein af sterkari konum UFC í dag.3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagannNautsterk6 sigrar eftir rothöggMun pressa Tate stíftEitt af rothöggum ársins 2012 var þegar Barboza rotaði Terry EtimVísir/GettyDonald Cerrone (22-6) gegn Edson Barboza (13-1) – léttvigt (70 kg)Edson Barboza og Donald Cerrone eru sennilega tveir af bestu sparkboxurunum í léttvigtinni og gæti bardaginn orðið hrein unun að sjá fyrir sparkbox unnendur. Donald Cerrone er vinsæll bardagamaður í UFC og ekki að ástæðulausu. Hömlulaus karakterinn hans vekur athygli auk þess sem bardagar hans eru aldrei leiðinlegir. Hann barðist síðast gegn Adriano Martins þar sem hann sigraði eftir rothögg með haussparki (sjá hér).3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagannFrábær sparkboxariHættulegur í gólfinu líka (14 sigrar eftir uppgjafartök)Mikill skemmtikraftur Edson Barboza er eins og áður hefur komið fram frábær sparkboxari. Þrisvar hefur hann sigrað bardaga eftir að andstæðingurinn gat ekki staðið í lappirnar eftir ógrynni sparka í lærin. Hann er með ótrúlegt vopnabúr og sigraði Terry Etim eftirminnilega með snúnings hælsparki í höfuð (sjá hér).3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagann22 sigrar í sparkboxi eftir rothögg8 sigrar í MMA eftir rothöggNær að verjast 83% fellutilraunaYoel Romero (7-1) gegn Brad Tavares (12-1) – millivigt (84 kg) Fyrsti bardagi kvöldsins á aðal hluta bardagakvöldsins verður eflaust skemmtilegur millivigtarbardagi.Yoel Romero hlaut silfur á Ólympíuleikunum í Sydney í frjálsri glímu og er einn verðlaunaðasti glímumaðurinn í UFC. Bardagar hans eru þó langt í frá að vera “lay’n’pray” leiðinlegheit þar sem allir 8 bardagar hans hafa endað með rothöggi.3 hlutir til að hafa í huga fyrir bardagannKraftmikillEkki enn náð fellu í UFCSigrað alla bardaga sína með rothöggiBrad Tavares er einn vanmetnasti bardagamaðurinn í millivigt. Hann var keppandi í The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttunum þar sem fór lítið fyrir honum. Þar var fátt sem benti til þess að hann ætti eftir að vera 7-1 í UFC eftir að raunveruleikaseríunni lauk.3 hlutir til að hafa í huga fyrir bardagannGóður alls staðarMeð góða höku10 árum yngri en RomeroVísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Bardaginn um titilbardagann: Travis Browne gegn Fabricio Werdum Næstkomandi laugardagskvöld á Stöð 2 Sport fer fram sannkallaður þungavigtarslagur þegar Travis Browne mætir Fabricio Werdum. Bardaginn mun ákvarða hvor þeirra fær tækifæri til að mæta núverandi meistara, Cain Velasquez, í titilbardaga. Bardaginn fer fram í Orlando í Flórída og verður aðalbardagi kvöldsins. 17. apríl 2014 22:15 Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Sjá meira
Annað kvöld fer UFC on Fox: Browne vs. Werdum fram í Orlandó í Flórída. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þungavigtarmennirnir Fabricio Werdum og Travis Browne. Bardagarnir eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin á miðnætti.Travis Browne (16-1-1) gegn Fabricio Werdum (17-5-1) - þungavigtAðalbardagi kvöldsins mun úrskurða um hver verði næsti áskorandi á þungavigtarmeistarann Cain Velasquez. Hér mætast tveir frábærir þungavigtamenn og bendir allt til þess að þetta verði frábær bardagi. Travis Browne er 32 ára, frá Hawaii og rúmlega tveir metrar á hæð. Hann er gríðarlega höggþungur en hann hefur sigrað 12 af 16 bardögum sínum með rothöggi. Fáir bjuggust við að Browne myndi ná svona langt í UFC en í öllum UFC bardögum sínum hafa andstæðingar hans ávallt þótt sigurstranglegri hjá veðbönkum. Browne hefur sigrað síðustu þrjá bardaga sína eftir rothögg í fyrstu lotu. Browne er þekktur fyrir stórhættuleg olnbogaskot upp við búrið og rotaði hann bæði Josh Barnett og Gabriel Gonzaga á þann hátt.3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagannMun reyna að halda bardaganum standandiHefur aldrei verið tekinn niður í UFCÞolir miklar barsmíðar Fabricio Werdum er besti uppgjafarglímumaður í þungavigtinni í dag. Hann er margfaldur heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu og tvöfaldur meistari á ADCC (sterkasta uppgjafarglímumót heims). Hann var fyrsti maðurinn til að sigra Fedor Emelianenko í 10 ár þegar hann sigraði hann eftir “triangle” hengingu í fyrstu lotu. Fram að því hafði Emelianenko ekki tapað í 28 bardögum og er þetta því hans stærsti sigur. Werdum átti að fá titilbardaga eftir sigur sinn á Antonio “Big Nog” Nogueira í fyrra en þar sem meistarinn, Cain Velasquez, var frá vegna meiðsla vildi hann berjast aftur og mætir því Travis Browne.3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagannEinn besti gólfglímumaður heimsSetur ekki upp spörkin sín sem gæti reynst hættulegt gegn BrowneHefur stórbætt sparkboxið sitt á síðustu tveimur árumMiesha Tate (13-5) gegn Liz Carmouche (9-4) – bantamvigt kvenna (61 kg) Eini kvennabardagi kvöldsins er ekki af verri endanum en þar mætast tvær af þekktustu bardagakonum UFC.Miesha Tate hefur tvisvar barist við Ronda Rousey um titil, fyrst í Strikeforce og svo í UFC, en tapað í bæði skiptin eftir “armbar” í fyrstu lotu. Hún þykir hörð í horn að taka og hefur bardagi með henni ekki farið í dómaraákvörðun síðan 2010.3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagannGóðar fellurGott “ground’n’pound”Villt boxLiz Carmouche hefur einnig barist við meistarann en tapaði eins og Tate eftir “armbar” í fyrstu lotu. Hún var í bandaríska hernum og þykir ein af sterkari konum UFC í dag.3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagannNautsterk6 sigrar eftir rothöggMun pressa Tate stíftEitt af rothöggum ársins 2012 var þegar Barboza rotaði Terry EtimVísir/GettyDonald Cerrone (22-6) gegn Edson Barboza (13-1) – léttvigt (70 kg)Edson Barboza og Donald Cerrone eru sennilega tveir af bestu sparkboxurunum í léttvigtinni og gæti bardaginn orðið hrein unun að sjá fyrir sparkbox unnendur. Donald Cerrone er vinsæll bardagamaður í UFC og ekki að ástæðulausu. Hömlulaus karakterinn hans vekur athygli auk þess sem bardagar hans eru aldrei leiðinlegir. Hann barðist síðast gegn Adriano Martins þar sem hann sigraði eftir rothögg með haussparki (sjá hér).3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagannFrábær sparkboxariHættulegur í gólfinu líka (14 sigrar eftir uppgjafartök)Mikill skemmtikraftur Edson Barboza er eins og áður hefur komið fram frábær sparkboxari. Þrisvar hefur hann sigrað bardaga eftir að andstæðingurinn gat ekki staðið í lappirnar eftir ógrynni sparka í lærin. Hann er með ótrúlegt vopnabúr og sigraði Terry Etim eftirminnilega með snúnings hælsparki í höfuð (sjá hér).3 atriði til að hafa í huga fyrir bardagann22 sigrar í sparkboxi eftir rothögg8 sigrar í MMA eftir rothöggNær að verjast 83% fellutilraunaYoel Romero (7-1) gegn Brad Tavares (12-1) – millivigt (84 kg) Fyrsti bardagi kvöldsins á aðal hluta bardagakvöldsins verður eflaust skemmtilegur millivigtarbardagi.Yoel Romero hlaut silfur á Ólympíuleikunum í Sydney í frjálsri glímu og er einn verðlaunaðasti glímumaðurinn í UFC. Bardagar hans eru þó langt í frá að vera “lay’n’pray” leiðinlegheit þar sem allir 8 bardagar hans hafa endað með rothöggi.3 hlutir til að hafa í huga fyrir bardagannKraftmikillEkki enn náð fellu í UFCSigrað alla bardaga sína með rothöggiBrad Tavares er einn vanmetnasti bardagamaðurinn í millivigt. Hann var keppandi í The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttunum þar sem fór lítið fyrir honum. Þar var fátt sem benti til þess að hann ætti eftir að vera 7-1 í UFC eftir að raunveruleikaseríunni lauk.3 hlutir til að hafa í huga fyrir bardagannGóður alls staðarMeð góða höku10 árum yngri en RomeroVísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Bardaginn um titilbardagann: Travis Browne gegn Fabricio Werdum Næstkomandi laugardagskvöld á Stöð 2 Sport fer fram sannkallaður þungavigtarslagur þegar Travis Browne mætir Fabricio Werdum. Bardaginn mun ákvarða hvor þeirra fær tækifæri til að mæta núverandi meistara, Cain Velasquez, í titilbardaga. Bardaginn fer fram í Orlando í Flórída og verður aðalbardagi kvöldsins. 17. apríl 2014 22:15 Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Sjá meira
Bardaginn um titilbardagann: Travis Browne gegn Fabricio Werdum Næstkomandi laugardagskvöld á Stöð 2 Sport fer fram sannkallaður þungavigtarslagur þegar Travis Browne mætir Fabricio Werdum. Bardaginn mun ákvarða hvor þeirra fær tækifæri til að mæta núverandi meistara, Cain Velasquez, í titilbardaga. Bardaginn fer fram í Orlando í Flórída og verður aðalbardagi kvöldsins. 17. apríl 2014 22:15
Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45