Bardaginn um titilbardagann: Travis Browne gegn Fabricio Werdum Guttormur Árni Ársælsson skrifar 17. apríl 2014 22:15 Næstkomandi laugardagskvöld á Stöð 2 Sport fer fram sannkallaður þungavigtarslagur þegar Travis Browne mætir Fabricio Werdum. Bardaginn mun ákvarða hvor þeirra fær tækifæri til að mæta núverandi meistara, Cain Velasquez, í titilbardaga. Bardaginn fer fram í Orlando í Flórída og verður aðalbardagi kvöldsins. Travis Browne er 32 ára, frá Hawaii og rúmlega tveir metrar á hæð. Hann er gríðarlega höggþungur en hann hefur sigrað 12 af 16 bardögum sínum með rothöggi. Browne barðist þrisvar á síðasta ári og sigraði alla þrjá bardaga með rothöggi í fyrstu lotu. Í öllum níu UFC bardögum Browne hafa andstæðingar hans alltaf þótt sigurstranglegri hjá veðbönkum en Browne virðist sífellt koma á óvart. Hann hefur aðeins tapað einu sinni á ferlinum en bardaginn gegn Werdum verður sá fyrsti í UFC þar sem Browne þykir sigurstranglegri en veðbankar vestanhafs telja hann örlítið líklegri til að fara með sigur af hólmi. Fabricio Werdum barðist aðeins einu sinni á síðasta ári og það er næstum komið ár síðan Brasilíumaðurinn steig síðast inn í búrið. Werdum er svartbeltingur í brasilísku Jiu-Jitsu og margfaldur heimsmeistari í þeirri íþrótt. Hann er einnig tvöfaldur meistari á ADCC en það er sterkasta uppgjafarglímumót heims. Eitt af stærstu afrekum Werdum var að sigra Rússann Fedor Emelianenko og binda þar með enda á 10 ára sigurhrinu hans. Það er ljóst að Werdum hefur yfirhöndina þegar kemur að gólfglímunni en Browne er gífurlega höggþungur og gæti klárað bardagann með einu höggi. Werdum mun væntanlega gera allt sem hann getur til að ná bardaganum í gólfið. Það má þó ekki gleyma því að Werdum hefur bætt sparkboxið sitt gríðarlega á undanförnum tveimur árum. Þessir tveir kappar voru æfingarfélagar um stutt skeið fyrir fjórum árum síðan og lét Werdum hafa eftir sér í vikunni að hann hefði pakkað Browne saman á æfingum. Það þykir oftast óvirðing að tala opinberlega um það sem gerist á æfingum en Browne hefur hingað til sýnt mikla stillingu og ekki látið ummæli Werdum koma sér í uppnám. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins og hefst útsendingin á miðnætti á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45 Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Sjá meira
Næstkomandi laugardagskvöld á Stöð 2 Sport fer fram sannkallaður þungavigtarslagur þegar Travis Browne mætir Fabricio Werdum. Bardaginn mun ákvarða hvor þeirra fær tækifæri til að mæta núverandi meistara, Cain Velasquez, í titilbardaga. Bardaginn fer fram í Orlando í Flórída og verður aðalbardagi kvöldsins. Travis Browne er 32 ára, frá Hawaii og rúmlega tveir metrar á hæð. Hann er gríðarlega höggþungur en hann hefur sigrað 12 af 16 bardögum sínum með rothöggi. Browne barðist þrisvar á síðasta ári og sigraði alla þrjá bardaga með rothöggi í fyrstu lotu. Í öllum níu UFC bardögum Browne hafa andstæðingar hans alltaf þótt sigurstranglegri hjá veðbönkum en Browne virðist sífellt koma á óvart. Hann hefur aðeins tapað einu sinni á ferlinum en bardaginn gegn Werdum verður sá fyrsti í UFC þar sem Browne þykir sigurstranglegri en veðbankar vestanhafs telja hann örlítið líklegri til að fara með sigur af hólmi. Fabricio Werdum barðist aðeins einu sinni á síðasta ári og það er næstum komið ár síðan Brasilíumaðurinn steig síðast inn í búrið. Werdum er svartbeltingur í brasilísku Jiu-Jitsu og margfaldur heimsmeistari í þeirri íþrótt. Hann er einnig tvöfaldur meistari á ADCC en það er sterkasta uppgjafarglímumót heims. Eitt af stærstu afrekum Werdum var að sigra Rússann Fedor Emelianenko og binda þar með enda á 10 ára sigurhrinu hans. Það er ljóst að Werdum hefur yfirhöndina þegar kemur að gólfglímunni en Browne er gífurlega höggþungur og gæti klárað bardagann með einu höggi. Werdum mun væntanlega gera allt sem hann getur til að ná bardaganum í gólfið. Það má þó ekki gleyma því að Werdum hefur bætt sparkboxið sitt gríðarlega á undanförnum tveimur árum. Þessir tveir kappar voru æfingarfélagar um stutt skeið fyrir fjórum árum síðan og lét Werdum hafa eftir sér í vikunni að hann hefði pakkað Browne saman á æfingum. Það þykir oftast óvirðing að tala opinberlega um það sem gerist á æfingum en Browne hefur hingað til sýnt mikla stillingu og ekki látið ummæli Werdum koma sér í uppnám. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins og hefst útsendingin á miðnætti á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45 Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Sjá meira
Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45