NBA: San Antonio, Miami og OKC töpuðu öll í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2014 08:31 Dwyane Wade skoraði "bara" 9 stig í leiknum í nótt. Vísir/AP Þrjú af bestu liðum NBA-deildarinnar í körfubolta töpuðu öll leikjum sínum í nótt og Miami Heat getur ekki lengur náð toppsætinu af Indiana Pacers. San Antonio Spurs er búið að tryggja sér efsta sæti í vestrinu og tap liðsins skipti því litlu máli en tap Oklahoma City Thunder þýðir að Los Angeles Clippers getur enn náð öðru sætinu í Vesturdeildinni. Memphis Grizzlies tryggði sér áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar á kostnað Phoenix Suns.Trevor Ariza skoraði 25 stig fyrir Washington Wizards sem vann 114-93 sigur á Miami Heat en meistararnir ákváðu að hvíla bæði LeBron James og Chris Bosh í leiknum. Michael Beasley skoraði mest fyrir Miami eða 18 stig en tapið þýðir að Indiana Pacers hefur gulltryggt sér heimavallarrétt út úrslitakeppni Austurdeildarinnar.Joakim Noah var með 18 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Chicago Bulls vann 108-95 sigur á Orlando Magic og heldur um leið enn í vonina um að ná þriðja sætinu í Austrinu af Toronto Raptors. Til að svo verði þarf Chicago að vinna lokaleik sinn á móti Charlotte á sama tíma og Toronto tapar fyrir New York.Chandler Parsons skoraði 21 stig og þeir Dwight Howard og Terrence Jones voru báðir með 20 stig þegar Houston Rockets vann 104-98 sigur á San Antonio Spurs. Houston tryggði sér fjórða sætið með þessum sigri og þar með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á móti Portland. Marco Belinelli skoraði mest fyrir Spurs eða 17 stig en þeir Tim Duncan, Tony Parker og Manu Ginobili spiluðu lítið í leiknum.Tyreke Evans var rosalegur þegar New Orleans Pelicans endaði átta leikja taphrinu með því að vinna 101-89 sigur á Oklahoma City Thunder. Tyreke Evans var með 41 stig, 9 frásköst og 8 stoðsendingar í leiknum en hann hefur aldrei skorað meira í einum NBA-leik. Kevin Durant skoraði 25 stig fyrir OKC sem tapaði sínum öðrum leiknum í röð. Liðið þarf einn sigur til viðbótar til að gulltryggja annað sætið í Vestrinu.Nick Young skoraði 41 stig fyrir Los Angeles Lakers í 119-104 sigri á Utah Jazz en Lakers-liðið var búið að tapa sjö leikjum í röð fyrir leikinn.Zach Randolph var með 32 stig fyrir Memphis Grizzlies sem tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 97-91 sigri á Phoenix Suns en bæði liðin voru að keppa um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Grizzlies-liðið skoraði sex síðustu stig leiksins.Stephen Curry var með 32 stig og 15 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 130-120 sigur á Minnesota Timberwolves en Golden State liðið lenti mest 19 stigum undir í fyrri hálfleiknum. Minnesota-maðurinn Kevin Love skoraði 22 af 40 stigum sínum í leiknum strax í fyrsta leikhlutanum en hann var einnig með 14 fráköst og 9 stoðsendingar.Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Philadelphia 76ers Boston Celtics 113-108 Toronto Raptors Milwaukee Bucks 110-100 Washington Wizards Miami Heat 114-93 Atlanta Hawks Charlotte Bobcats 93-95 Chicago Bulls Orlando Magic 108-95 Houston Rockets San Antonio Spurs 104-98 New Orleans Pelicans Oklahoma City Thunder 101-89 Utah Jazz LA Lakers 104-119 Phoenix Suns Memphis Grizzlies 91-97 Golden State Warriors Minnesota Timberwolves 130-120Staðan í NBA-deildinni. NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira
Þrjú af bestu liðum NBA-deildarinnar í körfubolta töpuðu öll leikjum sínum í nótt og Miami Heat getur ekki lengur náð toppsætinu af Indiana Pacers. San Antonio Spurs er búið að tryggja sér efsta sæti í vestrinu og tap liðsins skipti því litlu máli en tap Oklahoma City Thunder þýðir að Los Angeles Clippers getur enn náð öðru sætinu í Vesturdeildinni. Memphis Grizzlies tryggði sér áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar á kostnað Phoenix Suns.Trevor Ariza skoraði 25 stig fyrir Washington Wizards sem vann 114-93 sigur á Miami Heat en meistararnir ákváðu að hvíla bæði LeBron James og Chris Bosh í leiknum. Michael Beasley skoraði mest fyrir Miami eða 18 stig en tapið þýðir að Indiana Pacers hefur gulltryggt sér heimavallarrétt út úrslitakeppni Austurdeildarinnar.Joakim Noah var með 18 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Chicago Bulls vann 108-95 sigur á Orlando Magic og heldur um leið enn í vonina um að ná þriðja sætinu í Austrinu af Toronto Raptors. Til að svo verði þarf Chicago að vinna lokaleik sinn á móti Charlotte á sama tíma og Toronto tapar fyrir New York.Chandler Parsons skoraði 21 stig og þeir Dwight Howard og Terrence Jones voru báðir með 20 stig þegar Houston Rockets vann 104-98 sigur á San Antonio Spurs. Houston tryggði sér fjórða sætið með þessum sigri og þar með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á móti Portland. Marco Belinelli skoraði mest fyrir Spurs eða 17 stig en þeir Tim Duncan, Tony Parker og Manu Ginobili spiluðu lítið í leiknum.Tyreke Evans var rosalegur þegar New Orleans Pelicans endaði átta leikja taphrinu með því að vinna 101-89 sigur á Oklahoma City Thunder. Tyreke Evans var með 41 stig, 9 frásköst og 8 stoðsendingar í leiknum en hann hefur aldrei skorað meira í einum NBA-leik. Kevin Durant skoraði 25 stig fyrir OKC sem tapaði sínum öðrum leiknum í röð. Liðið þarf einn sigur til viðbótar til að gulltryggja annað sætið í Vestrinu.Nick Young skoraði 41 stig fyrir Los Angeles Lakers í 119-104 sigri á Utah Jazz en Lakers-liðið var búið að tapa sjö leikjum í röð fyrir leikinn.Zach Randolph var með 32 stig fyrir Memphis Grizzlies sem tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 97-91 sigri á Phoenix Suns en bæði liðin voru að keppa um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Grizzlies-liðið skoraði sex síðustu stig leiksins.Stephen Curry var með 32 stig og 15 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 130-120 sigur á Minnesota Timberwolves en Golden State liðið lenti mest 19 stigum undir í fyrri hálfleiknum. Minnesota-maðurinn Kevin Love skoraði 22 af 40 stigum sínum í leiknum strax í fyrsta leikhlutanum en hann var einnig með 14 fráköst og 9 stoðsendingar.Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Philadelphia 76ers Boston Celtics 113-108 Toronto Raptors Milwaukee Bucks 110-100 Washington Wizards Miami Heat 114-93 Atlanta Hawks Charlotte Bobcats 93-95 Chicago Bulls Orlando Magic 108-95 Houston Rockets San Antonio Spurs 104-98 New Orleans Pelicans Oklahoma City Thunder 101-89 Utah Jazz LA Lakers 104-119 Phoenix Suns Memphis Grizzlies 91-97 Golden State Warriors Minnesota Timberwolves 130-120Staðan í NBA-deildinni.
NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira