NBA: San Antonio, Miami og OKC töpuðu öll í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2014 08:31 Dwyane Wade skoraði "bara" 9 stig í leiknum í nótt. Vísir/AP Þrjú af bestu liðum NBA-deildarinnar í körfubolta töpuðu öll leikjum sínum í nótt og Miami Heat getur ekki lengur náð toppsætinu af Indiana Pacers. San Antonio Spurs er búið að tryggja sér efsta sæti í vestrinu og tap liðsins skipti því litlu máli en tap Oklahoma City Thunder þýðir að Los Angeles Clippers getur enn náð öðru sætinu í Vesturdeildinni. Memphis Grizzlies tryggði sér áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar á kostnað Phoenix Suns.Trevor Ariza skoraði 25 stig fyrir Washington Wizards sem vann 114-93 sigur á Miami Heat en meistararnir ákváðu að hvíla bæði LeBron James og Chris Bosh í leiknum. Michael Beasley skoraði mest fyrir Miami eða 18 stig en tapið þýðir að Indiana Pacers hefur gulltryggt sér heimavallarrétt út úrslitakeppni Austurdeildarinnar.Joakim Noah var með 18 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Chicago Bulls vann 108-95 sigur á Orlando Magic og heldur um leið enn í vonina um að ná þriðja sætinu í Austrinu af Toronto Raptors. Til að svo verði þarf Chicago að vinna lokaleik sinn á móti Charlotte á sama tíma og Toronto tapar fyrir New York.Chandler Parsons skoraði 21 stig og þeir Dwight Howard og Terrence Jones voru báðir með 20 stig þegar Houston Rockets vann 104-98 sigur á San Antonio Spurs. Houston tryggði sér fjórða sætið með þessum sigri og þar með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á móti Portland. Marco Belinelli skoraði mest fyrir Spurs eða 17 stig en þeir Tim Duncan, Tony Parker og Manu Ginobili spiluðu lítið í leiknum.Tyreke Evans var rosalegur þegar New Orleans Pelicans endaði átta leikja taphrinu með því að vinna 101-89 sigur á Oklahoma City Thunder. Tyreke Evans var með 41 stig, 9 frásköst og 8 stoðsendingar í leiknum en hann hefur aldrei skorað meira í einum NBA-leik. Kevin Durant skoraði 25 stig fyrir OKC sem tapaði sínum öðrum leiknum í röð. Liðið þarf einn sigur til viðbótar til að gulltryggja annað sætið í Vestrinu.Nick Young skoraði 41 stig fyrir Los Angeles Lakers í 119-104 sigri á Utah Jazz en Lakers-liðið var búið að tapa sjö leikjum í röð fyrir leikinn.Zach Randolph var með 32 stig fyrir Memphis Grizzlies sem tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 97-91 sigri á Phoenix Suns en bæði liðin voru að keppa um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Grizzlies-liðið skoraði sex síðustu stig leiksins.Stephen Curry var með 32 stig og 15 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 130-120 sigur á Minnesota Timberwolves en Golden State liðið lenti mest 19 stigum undir í fyrri hálfleiknum. Minnesota-maðurinn Kevin Love skoraði 22 af 40 stigum sínum í leiknum strax í fyrsta leikhlutanum en hann var einnig með 14 fráköst og 9 stoðsendingar.Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Philadelphia 76ers Boston Celtics 113-108 Toronto Raptors Milwaukee Bucks 110-100 Washington Wizards Miami Heat 114-93 Atlanta Hawks Charlotte Bobcats 93-95 Chicago Bulls Orlando Magic 108-95 Houston Rockets San Antonio Spurs 104-98 New Orleans Pelicans Oklahoma City Thunder 101-89 Utah Jazz LA Lakers 104-119 Phoenix Suns Memphis Grizzlies 91-97 Golden State Warriors Minnesota Timberwolves 130-120Staðan í NBA-deildinni. NBA Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira
Þrjú af bestu liðum NBA-deildarinnar í körfubolta töpuðu öll leikjum sínum í nótt og Miami Heat getur ekki lengur náð toppsætinu af Indiana Pacers. San Antonio Spurs er búið að tryggja sér efsta sæti í vestrinu og tap liðsins skipti því litlu máli en tap Oklahoma City Thunder þýðir að Los Angeles Clippers getur enn náð öðru sætinu í Vesturdeildinni. Memphis Grizzlies tryggði sér áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar á kostnað Phoenix Suns.Trevor Ariza skoraði 25 stig fyrir Washington Wizards sem vann 114-93 sigur á Miami Heat en meistararnir ákváðu að hvíla bæði LeBron James og Chris Bosh í leiknum. Michael Beasley skoraði mest fyrir Miami eða 18 stig en tapið þýðir að Indiana Pacers hefur gulltryggt sér heimavallarrétt út úrslitakeppni Austurdeildarinnar.Joakim Noah var með 18 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Chicago Bulls vann 108-95 sigur á Orlando Magic og heldur um leið enn í vonina um að ná þriðja sætinu í Austrinu af Toronto Raptors. Til að svo verði þarf Chicago að vinna lokaleik sinn á móti Charlotte á sama tíma og Toronto tapar fyrir New York.Chandler Parsons skoraði 21 stig og þeir Dwight Howard og Terrence Jones voru báðir með 20 stig þegar Houston Rockets vann 104-98 sigur á San Antonio Spurs. Houston tryggði sér fjórða sætið með þessum sigri og þar með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á móti Portland. Marco Belinelli skoraði mest fyrir Spurs eða 17 stig en þeir Tim Duncan, Tony Parker og Manu Ginobili spiluðu lítið í leiknum.Tyreke Evans var rosalegur þegar New Orleans Pelicans endaði átta leikja taphrinu með því að vinna 101-89 sigur á Oklahoma City Thunder. Tyreke Evans var með 41 stig, 9 frásköst og 8 stoðsendingar í leiknum en hann hefur aldrei skorað meira í einum NBA-leik. Kevin Durant skoraði 25 stig fyrir OKC sem tapaði sínum öðrum leiknum í röð. Liðið þarf einn sigur til viðbótar til að gulltryggja annað sætið í Vestrinu.Nick Young skoraði 41 stig fyrir Los Angeles Lakers í 119-104 sigri á Utah Jazz en Lakers-liðið var búið að tapa sjö leikjum í röð fyrir leikinn.Zach Randolph var með 32 stig fyrir Memphis Grizzlies sem tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 97-91 sigri á Phoenix Suns en bæði liðin voru að keppa um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Grizzlies-liðið skoraði sex síðustu stig leiksins.Stephen Curry var með 32 stig og 15 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 130-120 sigur á Minnesota Timberwolves en Golden State liðið lenti mest 19 stigum undir í fyrri hálfleiknum. Minnesota-maðurinn Kevin Love skoraði 22 af 40 stigum sínum í leiknum strax í fyrsta leikhlutanum en hann var einnig með 14 fráköst og 9 stoðsendingar.Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Philadelphia 76ers Boston Celtics 113-108 Toronto Raptors Milwaukee Bucks 110-100 Washington Wizards Miami Heat 114-93 Atlanta Hawks Charlotte Bobcats 93-95 Chicago Bulls Orlando Magic 108-95 Houston Rockets San Antonio Spurs 104-98 New Orleans Pelicans Oklahoma City Thunder 101-89 Utah Jazz LA Lakers 104-119 Phoenix Suns Memphis Grizzlies 91-97 Golden State Warriors Minnesota Timberwolves 130-120Staðan í NBA-deildinni.
NBA Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira