Körfubolti

Breiðablikskonur spila í efstu deild á afmælistímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Blikar fagna úrvalsdeildarsætinu í gær.
Blikar fagna úrvalsdeildarsætinu í gær. Mynd/Fésbókarsíða Breiðabliks
Breiðablik tryggði sér í gær sæti í Dominos-deild kvenna í körfubolta eftir 75-63 sigur á Fjölni í oddaleik í úrslitaeinvígi liðanna um laust sæti sem fram fór í Smáranum í gærkvöldi.

Þetta þýðir að Breiðablik spilar í efstu deild tuttugu árum eftir að kvennaliðið vann sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil veturinn 1994-95.

Blikar unnu fyrsta leikinn en Fjölnir náði að jafna í leik tvö og tryggja sér oddaleikinn. Fjölnisliðið var þremur stigum yfir fyrir lokaleikhlutann en Blikakonur áttu frábæran endasprett.

Breiðablik vann fjórða leikhlutann 32-17 og tryggði sér sæti í efstu deild á ný en þar hefur liðið ekki verið síðan tímabilið 2006-2007.

Jaleesa Butler var með tröllatvennu (20 stig og 20 fráköst), Efemía Rún Sigurbjörnsdóttir skoraði 16 stig og Berglind Karen Ingvarsdóttir skoraði 11 af 15 stigum sínum í lokaleikhlutanum.

Breiðablik tekur sæti Njarðvíkurliðsins sem féll úr Dominos-deildinni á þessu tímabili.



Breiðablik-Fjölnir 75-63 (23-21, 13-9, 7-16, 32-17)

Breiðablik: Jaleesa Butler 20/20 fráköst/5 stoðsendingar/6 varin skot, Efemía Rún Sigurbjörnsdóttir 16/9 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 15/5 fráköst, Helga Hrund Friðriksdóttir 8/6 fráköst, Aníta Rún Árnadóttir 4, Ísabella Ósk Sigurðardóttir 4, Kristín Óladóttir 3, Guðrún Edda Bjarnadóttir 3, Ingunn Erla Kristjánsdóttir 2/4 fráköst.

Fjölnir: Mone Laretta Peoples 31/7 fráköst/5 stolnir, Eyrún Líf Sigurðardóttir 19/7 fráköst, Hrund Jóhannsdóttir 5/15 fráköst/3 varin skot, Erla Sif Kristinsdóttir 4, Erna María Sveinsdóttir 2/8 fráköst, Sigrún Anna Ragnarsdóttir 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×