Opið bréf til Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í Kópavogi Fjóla Þorvaldsdóttir skrifar 25. apríl 2014 15:00 Kæri Ármann Ég gladdist mjög þegar ég las grein þína í nýútkomnu málgagni flokks þíns Vogar. Þú segir þar m.a. „Á vegum bæjarins er nú verið að vinna tillögur sem hafa það að markmiði að fjölga fagmenntuðu fólki í leikskólum bæjarins. Það verður ekki gert nema með því að bæta starfsumhverfi á leikskólunum. Við munum því næsta kjörtímabil tryggja það að kjör á leikskólum í Kópavogi standist allan samanburð við önnur sveitafélög og auka svigrúm til faglegs undirbúnings og eftirfylgni í leikskólunum. Markmið til lengri tíma er að fjölga leikskólakennurum.“ Mig langar bara til þess að minna þig á að ef þú í alvöru hefur þessi markmið þá eru samningar leikskólakennara lausir frá 30. apríl nk. svo nú er lag að vinna markvisst að því að bæta laun og starfskjör leikskólakennara. Þú segist ætla að leggja þitt á vogarskálarnar til þess að gera starf leikskólakennara eftirsóknarvert svo verð ég ekki bara að treysta því að þú sem bæjarstjóri næststærsta sveitarfélagsins í landinu ýtir duglega við samninganefnd sveitarfélaganna. Leik- og grunnskólar í Kópavogi eru góðir skólar, það sýna niðurstöður kannanna vel. Flokkur þinn hefur það að markmiði að tryggja skólunum góða umgjörð, það er vel, en að mínu mati liggja gæði skólastarfsins ekki hvað síst í vel menntuðum kennurum. Kennurum sem eru sérfræðingar á sínu sviði og eiga að fá laun í samræmi við menntun sína. Þessa dagana eru grunnskólakennarar að greiða atkvæði um tímabundna vinnustöðvun til þess að leggja áherslu á launaleiðréttingar sínar. Ég trúi því varla að flokkur þinn með þessi góðu markmið ætli að láta það viðgangast að grunnskólakennarar þurfi að beita verkfallsvopni sínu til þess að fá sanngjarnar leiðréttingar á kjörum sínum. Já, nei það þýðir ekkert að segja íbúum Kópavogs það að börnin þeirra þurfi að vera án menntunnar í einhverja daga í maí vegna þess að samningsumboðið er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Kópavogsbær á sýna fulltrúa í stjórn sambandsins og því í góðri aðstöðu. Þú vitnar í grein þinni í Vogum í margumtalaða Pisa rannsókn og hefur því kynnt þér hana vel. Þú veist því að kennarar hér á landi eru með lægstu laun í Evrópu og í engu samræmi við menntunarkröfur þær sem gerðar eru til starfsins. Innlendar launakannanir sýna einnig að kennarar eru hálfdrættingar í launum miðað við sérfræðinga á almennum vinnumarkaði. Það eru því öll rök sem styðja við það að hækka þurfi kennara verulega í launum. Það er mikið fagnaðarefni að framhaldsskólakennarar hafa samþykkt gerðan kjarasamning. Ég vona að þú Ármann sért sammála mér um það að það á ekki að borga kennurum minni laun fyrir að kenna minna fólki. Nám og kennsla er jafn dýrmæt á hvaða skólastigi sem hún er. Með sumarkveðju, Fjóla Þorvaldsdóttir, sérkennslustjóri í Kópavogi og varaformaður Félags leikskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri Ármann Ég gladdist mjög þegar ég las grein þína í nýútkomnu málgagni flokks þíns Vogar. Þú segir þar m.a. „Á vegum bæjarins er nú verið að vinna tillögur sem hafa það að markmiði að fjölga fagmenntuðu fólki í leikskólum bæjarins. Það verður ekki gert nema með því að bæta starfsumhverfi á leikskólunum. Við munum því næsta kjörtímabil tryggja það að kjör á leikskólum í Kópavogi standist allan samanburð við önnur sveitafélög og auka svigrúm til faglegs undirbúnings og eftirfylgni í leikskólunum. Markmið til lengri tíma er að fjölga leikskólakennurum.“ Mig langar bara til þess að minna þig á að ef þú í alvöru hefur þessi markmið þá eru samningar leikskólakennara lausir frá 30. apríl nk. svo nú er lag að vinna markvisst að því að bæta laun og starfskjör leikskólakennara. Þú segist ætla að leggja þitt á vogarskálarnar til þess að gera starf leikskólakennara eftirsóknarvert svo verð ég ekki bara að treysta því að þú sem bæjarstjóri næststærsta sveitarfélagsins í landinu ýtir duglega við samninganefnd sveitarfélaganna. Leik- og grunnskólar í Kópavogi eru góðir skólar, það sýna niðurstöður kannanna vel. Flokkur þinn hefur það að markmiði að tryggja skólunum góða umgjörð, það er vel, en að mínu mati liggja gæði skólastarfsins ekki hvað síst í vel menntuðum kennurum. Kennurum sem eru sérfræðingar á sínu sviði og eiga að fá laun í samræmi við menntun sína. Þessa dagana eru grunnskólakennarar að greiða atkvæði um tímabundna vinnustöðvun til þess að leggja áherslu á launaleiðréttingar sínar. Ég trúi því varla að flokkur þinn með þessi góðu markmið ætli að láta það viðgangast að grunnskólakennarar þurfi að beita verkfallsvopni sínu til þess að fá sanngjarnar leiðréttingar á kjörum sínum. Já, nei það þýðir ekkert að segja íbúum Kópavogs það að börnin þeirra þurfi að vera án menntunnar í einhverja daga í maí vegna þess að samningsumboðið er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Kópavogsbær á sýna fulltrúa í stjórn sambandsins og því í góðri aðstöðu. Þú vitnar í grein þinni í Vogum í margumtalaða Pisa rannsókn og hefur því kynnt þér hana vel. Þú veist því að kennarar hér á landi eru með lægstu laun í Evrópu og í engu samræmi við menntunarkröfur þær sem gerðar eru til starfsins. Innlendar launakannanir sýna einnig að kennarar eru hálfdrættingar í launum miðað við sérfræðinga á almennum vinnumarkaði. Það eru því öll rök sem styðja við það að hækka þurfi kennara verulega í launum. Það er mikið fagnaðarefni að framhaldsskólakennarar hafa samþykkt gerðan kjarasamning. Ég vona að þú Ármann sért sammála mér um það að það á ekki að borga kennurum minni laun fyrir að kenna minna fólki. Nám og kennsla er jafn dýrmæt á hvaða skólastigi sem hún er. Með sumarkveðju, Fjóla Þorvaldsdóttir, sérkennslustjóri í Kópavogi og varaformaður Félags leikskólakennara
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun