Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 16-19 | Stjarnan í lykilstöðu Dröfn Sæmundsdóttir í Hertz-höllinni skrifar 25. apríl 2014 13:59 Vísir/Stefán Stjarnan sigraði í annarri viðureign sinni við Gróttu í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í kvöld, og leiðir þar með einvígið 2-0. Þær tryggðu sigurinn á lokamínútunum en leikurinn var í járnum nánast allan seinni hálfleik eftir að hafa farið hægt af stað. Gróttustelpur mættu mjög ákveðnar til leiks og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins án þess að Stjarnan næði að svara fyrir sig. Stjarnan var aðeins hægari í gang og skoraði sitt fyrsta mark eftir ellefu mínútna leik. En eftir að þær komust á bragðið náðu þær að halda í við Gróttu það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, en Grótta leiddi þó leikinn. Í seinni hálfleik var nánast allt í járnum, en Stjarnan var þó oftar með forystuna í markaskorun. Úrslitin réðust þó ekki fyrr en á síðustu þremur mínútum leiksins, eftir að Florentina varði í tvígang, þar af eitt vítakast. Liðin voru vel stemmd og buðu upp á ágætis skemmtun á köflum, þó var nokkuð mikið um mistök hjá báðum liðum. Það mættu fleiri láta ljós sitt skína í sóknarleik Gróttu, en mikið mæddi á Anett Köbli, sem þurfti oft að taka af skarið í sóknarleiknum. Unnur stóð þó sína vakt vel, en betur má ef duga skal. En öll mörkin hennar voru af vítalínunni.Íris Björk: Jóna er með mig í vasanum Íris Björk Símonardóttir, markvörður Gróttu, hefur oft varið betur en í kvöld en hún var með ellefu varin skot. "Við spiluðum alveg frábærlega í fyrri hálfleik og sýndum þar alveg eins og í hluta síðasta leikjar að við eigum alveg fullt erindi í úrslitakeppnina," sagði Íris Björk. "En það sem gerði út um okkur í seinni hálfleik var Jóna Margrét. Bæði kemst hún of nálægt vörninni og er með mig í vasanum. Það er mín skoðun svona strax eftir leik." Hvað fannst þér mega bæta í ykkar leik? "Í síðasta leik vantaði baráttu og leikgleði, en mér fannst það vera til staðar í kvöld. Þetta var hörkuleikur en við þurfum bara að ná að klára leikinn og halda út allan tíman. Í kvöld vantaði herlsumuninn. Ef við náum að spila vel í 60 mínútur held ég að við náum að taka þetta á mánudaginn."Jóna Margrét: Flora var frábær "Við vorum hrikalega lélegar í fyrri hálfleik, en náðum þrátt fyrir það að fá ekki mörg mörk á okkur. Við kláruðum leikinn á brjálaðri vörn og baráttu og svo var Florentina frábær fyrir aftan okkur. Það má segja að hún sé uppskriftin að sigrinum," sagði Jóna Margrét Ragnarsdóttir en hún fór mikinn í liði Stjörnunnar. Það er engum blöðum um það að fletta að vítið sem Florentina varði á 58. mínútu gerði endanlega út um sigurvonir Gróttustelpna. Þetta var fyrsta vítið í leiknum sem hún fékk að spreyta sig á og hún þakkaði traustið pent og varði. Ester og Helena áttu líka fína spretti inn á milli og mættu sýna oftar hvað í þeim býr. Jóna sagði að Stjörnustelpur hefðu núllstilt sig í hálfleik og róað sig aðeins niður. Komið síðan brjálaðar til leiks í seinni hálfleik með heitt hjarta og kaldan haus. Það var ekki margt sem kom þeim á óvart við leik Gróttu. "Þær voru bara svipaðar og síðast, við vorum bara lengi í gang en alls ekkert stressaðar." Olís-deild kvenna Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira
Stjarnan sigraði í annarri viðureign sinni við Gróttu í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í kvöld, og leiðir þar með einvígið 2-0. Þær tryggðu sigurinn á lokamínútunum en leikurinn var í járnum nánast allan seinni hálfleik eftir að hafa farið hægt af stað. Gróttustelpur mættu mjög ákveðnar til leiks og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins án þess að Stjarnan næði að svara fyrir sig. Stjarnan var aðeins hægari í gang og skoraði sitt fyrsta mark eftir ellefu mínútna leik. En eftir að þær komust á bragðið náðu þær að halda í við Gróttu það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, en Grótta leiddi þó leikinn. Í seinni hálfleik var nánast allt í járnum, en Stjarnan var þó oftar með forystuna í markaskorun. Úrslitin réðust þó ekki fyrr en á síðustu þremur mínútum leiksins, eftir að Florentina varði í tvígang, þar af eitt vítakast. Liðin voru vel stemmd og buðu upp á ágætis skemmtun á köflum, þó var nokkuð mikið um mistök hjá báðum liðum. Það mættu fleiri láta ljós sitt skína í sóknarleik Gróttu, en mikið mæddi á Anett Köbli, sem þurfti oft að taka af skarið í sóknarleiknum. Unnur stóð þó sína vakt vel, en betur má ef duga skal. En öll mörkin hennar voru af vítalínunni.Íris Björk: Jóna er með mig í vasanum Íris Björk Símonardóttir, markvörður Gróttu, hefur oft varið betur en í kvöld en hún var með ellefu varin skot. "Við spiluðum alveg frábærlega í fyrri hálfleik og sýndum þar alveg eins og í hluta síðasta leikjar að við eigum alveg fullt erindi í úrslitakeppnina," sagði Íris Björk. "En það sem gerði út um okkur í seinni hálfleik var Jóna Margrét. Bæði kemst hún of nálægt vörninni og er með mig í vasanum. Það er mín skoðun svona strax eftir leik." Hvað fannst þér mega bæta í ykkar leik? "Í síðasta leik vantaði baráttu og leikgleði, en mér fannst það vera til staðar í kvöld. Þetta var hörkuleikur en við þurfum bara að ná að klára leikinn og halda út allan tíman. Í kvöld vantaði herlsumuninn. Ef við náum að spila vel í 60 mínútur held ég að við náum að taka þetta á mánudaginn."Jóna Margrét: Flora var frábær "Við vorum hrikalega lélegar í fyrri hálfleik, en náðum þrátt fyrir það að fá ekki mörg mörk á okkur. Við kláruðum leikinn á brjálaðri vörn og baráttu og svo var Florentina frábær fyrir aftan okkur. Það má segja að hún sé uppskriftin að sigrinum," sagði Jóna Margrét Ragnarsdóttir en hún fór mikinn í liði Stjörnunnar. Það er engum blöðum um það að fletta að vítið sem Florentina varði á 58. mínútu gerði endanlega út um sigurvonir Gróttustelpna. Þetta var fyrsta vítið í leiknum sem hún fékk að spreyta sig á og hún þakkaði traustið pent og varði. Ester og Helena áttu líka fína spretti inn á milli og mættu sýna oftar hvað í þeim býr. Jóna sagði að Stjörnustelpur hefðu núllstilt sig í hálfleik og róað sig aðeins niður. Komið síðan brjálaðar til leiks í seinni hálfleik með heitt hjarta og kaldan haus. Það var ekki margt sem kom þeim á óvart við leik Gróttu. "Þær voru bara svipaðar og síðast, við vorum bara lengi í gang en alls ekkert stressaðar."
Olís-deild kvenna Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira