Ólafur sleppur við bann og sekt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2014 13:57 Ólafur Ólafsson. Vísir/Valli Aga- og úrskurðarnefnd gaf Grindvíkingnum Ólafi Ólafssyni aðeins áminningu vegna ummæla hans eftir þriðja leik KR og Grindavíkur í lokaúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Ólafur sleppur því bæði við leikbann og fjársekt og getur tekið þátt í fjórða leik liðanna í Grindavík á morgun en Grindvíkingar verða að vinna leikinn til að koma í veg fyrir að KR-ingar tryggi sér Íslandsmeistaratitilinn. Nefndin telur að líta beri til þess að kærði sá fljótt að sér og bað körfuknattleikshreyfinguna opinberlega afsökunar á ummælum sínum að eigin frumkvæði. Jafnframt hefur UMFG ávítt kærða fyrir ummæli hans. Í ljósi þessa telur aga og úrskurðarnefnd áminningu vera hæfilega refsingu gagnvart kærða, Ólafi Ólafssyni. Að sama skapi telur nefndin ekki tilefni til að beita UMFG sérstökum viðurlögum. Það er hægt að sjá niðurstöðu Aga- og úrskurðarnefndarinnar hér fyrir neðan en allan dóminn má síðan nálgast með því að smella hér.Niðurstaða Eins og fyrir liggur í málinu lét kærði, Ólafur Ólafsson, eftirfarandi orð falla í viðtali í fjölmiðla eftir leik liðsins við KR 28. apríl s.l. „Við vorum eins og litlar fermingarstelpur á túr.“ Síðar sama dag baðst kærði opinberlega afsökunar á þessum ummælum. Samkvæmt 14. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarnefnd KKÍ skal stjórn og framkvæmdastjóri KKÍ vísa til aga- og úrskurðarnefndar atvikum sem skaðað geta ímynd körfuknattleiks eða þeirra sem þátt taka í leiknum. Í ákvæðinu er vísað til þess að slík atvik hafi þá ekki komið fram í atvikaskýrslum dómara á leiknum en geti verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega. Þá segir í ákvæðinu að þegar talað er um opinberlega er átt við allar tegundir fjölmiðla; sjónvarpsmiðla, útvarpsmiðla, prentmiðla, netmiðla, heimasíður aðildarfélaga KKÍ og samfélagsmiðla. Ennfremur segir í n. lið 1. mgr. 13. gr. tilvísaðara reglugerðar að brot samkvæmt tilkynningu stjórnar KKÍ sbr. 14. gr. hafi í för með sér refsingu eftir eðli brotsins þ.á.m. áminningu, ávítur, sektir að fjárhæð kr. 50.000 og leikbann. Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ tekur undir það með kæranda málsins að umrædd ummæli kærða hafi verið ósæmileg og til þess fallin að skaða ímynd körfuknattleiks. Kærði hefur sjálfur sagt ummæli sín óvönduð og heimskuleg. Aftur á móti telur nefndin að líta beri til þess að kærði sá fljótt að sér og bað körfuknattleikshreyfinguna opinberlega afsökunar á ummælum sínum að eigin frumkvæði. Jafnframt hefur UMFG ávítt kærða fyrir ummæli hans. Í ljósi þessa telur aga og úrskurðarnefnd áminningu vera hæfilega refsingu gagnvart kærða, Ólafi Ólafssyni. Að sama skapi telur nefndin ekki tilefni til að beita UMFG sérstökum viðurlögum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ólafur biðst afsökunar á ummælum sínum Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, sér eftir ummælum sem hann lét falla eftir tap liðsins gegn KR í lokaúrslitum Íslandsmótsins í kvöld. 28. apríl 2014 23:09 Bréf til KKÍ: Óásættanlegt ef Ólafur kemst upp með þessi ummæli Síminn hefur vart stoppað hjá formanni KKÍ, Hannesi S. Jónssyni, síðan Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, lét ósmekkleg ummæli falla í sjónvarpsviðtali eftir leik Grindavíkur og KR í gær. 29. apríl 2014 14:25 KKÍ fordæmir ummæli Ólafs: Málinu vísað til aganefndar Körfuknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra ummæla sem Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, lét falla eftir tap liðsins gegn KR í lokaúrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta í gærkvöldi. 29. apríl 2014 16:12 Ólafur: Eins og við kunnum ekki að spila körfubolta Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, var bálreiður eftir 29 stiga tap Íslands- og bikarmeistaranna gegn KR í þriðja leik lokaúrslita Íslandsmótsins í körfubolta í kvöld. 28. apríl 2014 21:38 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík 87-58 | Grindvíkingar rassskelltir KR er komið yfir á ný í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir að hafa rassskellt Grindavík 87-58 á heimavelli sínum í kvöld. KR leiðir einvígið 2-1. 28. apríl 2014 10:58 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Sjá meira
Aga- og úrskurðarnefnd gaf Grindvíkingnum Ólafi Ólafssyni aðeins áminningu vegna ummæla hans eftir þriðja leik KR og Grindavíkur í lokaúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Ólafur sleppur því bæði við leikbann og fjársekt og getur tekið þátt í fjórða leik liðanna í Grindavík á morgun en Grindvíkingar verða að vinna leikinn til að koma í veg fyrir að KR-ingar tryggi sér Íslandsmeistaratitilinn. Nefndin telur að líta beri til þess að kærði sá fljótt að sér og bað körfuknattleikshreyfinguna opinberlega afsökunar á ummælum sínum að eigin frumkvæði. Jafnframt hefur UMFG ávítt kærða fyrir ummæli hans. Í ljósi þessa telur aga og úrskurðarnefnd áminningu vera hæfilega refsingu gagnvart kærða, Ólafi Ólafssyni. Að sama skapi telur nefndin ekki tilefni til að beita UMFG sérstökum viðurlögum. Það er hægt að sjá niðurstöðu Aga- og úrskurðarnefndarinnar hér fyrir neðan en allan dóminn má síðan nálgast með því að smella hér.Niðurstaða Eins og fyrir liggur í málinu lét kærði, Ólafur Ólafsson, eftirfarandi orð falla í viðtali í fjölmiðla eftir leik liðsins við KR 28. apríl s.l. „Við vorum eins og litlar fermingarstelpur á túr.“ Síðar sama dag baðst kærði opinberlega afsökunar á þessum ummælum. Samkvæmt 14. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarnefnd KKÍ skal stjórn og framkvæmdastjóri KKÍ vísa til aga- og úrskurðarnefndar atvikum sem skaðað geta ímynd körfuknattleiks eða þeirra sem þátt taka í leiknum. Í ákvæðinu er vísað til þess að slík atvik hafi þá ekki komið fram í atvikaskýrslum dómara á leiknum en geti verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega. Þá segir í ákvæðinu að þegar talað er um opinberlega er átt við allar tegundir fjölmiðla; sjónvarpsmiðla, útvarpsmiðla, prentmiðla, netmiðla, heimasíður aðildarfélaga KKÍ og samfélagsmiðla. Ennfremur segir í n. lið 1. mgr. 13. gr. tilvísaðara reglugerðar að brot samkvæmt tilkynningu stjórnar KKÍ sbr. 14. gr. hafi í för með sér refsingu eftir eðli brotsins þ.á.m. áminningu, ávítur, sektir að fjárhæð kr. 50.000 og leikbann. Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ tekur undir það með kæranda málsins að umrædd ummæli kærða hafi verið ósæmileg og til þess fallin að skaða ímynd körfuknattleiks. Kærði hefur sjálfur sagt ummæli sín óvönduð og heimskuleg. Aftur á móti telur nefndin að líta beri til þess að kærði sá fljótt að sér og bað körfuknattleikshreyfinguna opinberlega afsökunar á ummælum sínum að eigin frumkvæði. Jafnframt hefur UMFG ávítt kærða fyrir ummæli hans. Í ljósi þessa telur aga og úrskurðarnefnd áminningu vera hæfilega refsingu gagnvart kærða, Ólafi Ólafssyni. Að sama skapi telur nefndin ekki tilefni til að beita UMFG sérstökum viðurlögum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ólafur biðst afsökunar á ummælum sínum Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, sér eftir ummælum sem hann lét falla eftir tap liðsins gegn KR í lokaúrslitum Íslandsmótsins í kvöld. 28. apríl 2014 23:09 Bréf til KKÍ: Óásættanlegt ef Ólafur kemst upp með þessi ummæli Síminn hefur vart stoppað hjá formanni KKÍ, Hannesi S. Jónssyni, síðan Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, lét ósmekkleg ummæli falla í sjónvarpsviðtali eftir leik Grindavíkur og KR í gær. 29. apríl 2014 14:25 KKÍ fordæmir ummæli Ólafs: Málinu vísað til aganefndar Körfuknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra ummæla sem Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, lét falla eftir tap liðsins gegn KR í lokaúrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta í gærkvöldi. 29. apríl 2014 16:12 Ólafur: Eins og við kunnum ekki að spila körfubolta Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, var bálreiður eftir 29 stiga tap Íslands- og bikarmeistaranna gegn KR í þriðja leik lokaúrslita Íslandsmótsins í körfubolta í kvöld. 28. apríl 2014 21:38 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík 87-58 | Grindvíkingar rassskelltir KR er komið yfir á ný í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir að hafa rassskellt Grindavík 87-58 á heimavelli sínum í kvöld. KR leiðir einvígið 2-1. 28. apríl 2014 10:58 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Sjá meira
Ólafur biðst afsökunar á ummælum sínum Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, sér eftir ummælum sem hann lét falla eftir tap liðsins gegn KR í lokaúrslitum Íslandsmótsins í kvöld. 28. apríl 2014 23:09
Bréf til KKÍ: Óásættanlegt ef Ólafur kemst upp með þessi ummæli Síminn hefur vart stoppað hjá formanni KKÍ, Hannesi S. Jónssyni, síðan Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, lét ósmekkleg ummæli falla í sjónvarpsviðtali eftir leik Grindavíkur og KR í gær. 29. apríl 2014 14:25
KKÍ fordæmir ummæli Ólafs: Málinu vísað til aganefndar Körfuknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra ummæla sem Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, lét falla eftir tap liðsins gegn KR í lokaúrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta í gærkvöldi. 29. apríl 2014 16:12
Ólafur: Eins og við kunnum ekki að spila körfubolta Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, var bálreiður eftir 29 stiga tap Íslands- og bikarmeistaranna gegn KR í þriðja leik lokaúrslita Íslandsmótsins í körfubolta í kvöld. 28. apríl 2014 21:38
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík 87-58 | Grindvíkingar rassskelltir KR er komið yfir á ný í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir að hafa rassskellt Grindavík 87-58 á heimavelli sínum í kvöld. KR leiðir einvígið 2-1. 28. apríl 2014 10:58