Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum 9. maí 2014 20:30 Hamilton á æfingu á Spáni í dag Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Spánarkappaksturinn í formúlu eitt. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar á seinni æfingunni og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji. Rosberg lenti í vandræðum á fyrri æfingunni en þar náði Jenson Button á McLaren að setja annan besta tímann. Ricciardo varð aftur þriðji. Þegar fyrri æfingunni lauk hafði Sebastian Vettel aðeins lokið 4 hringjum. Bíll hans stöðvaðist í brautinni. Rosberg lenti í vandræðum með nýja vél sem hann var ný byrjaður að nota og ók aðeins 9 hringi. Pastor Maldonado á Lotus ók mest allra eða 34 hringi á fyrri æfingunni. Ökumenn í öðru til og með þrettánda sæti á æfingunni voru á sömu sekúndunni.Vergne á þremur dekkjumVísir/GettyÁ seinni æfingunni hafði Mercedes tekist að gera við bíl Rosberg. Red Bull tókst hins vegar ekki að laga bíl Vettel, sem sat alla æfinguna á þjónustusvæðinu vegna rafmagnsbilunar. Maldonado endurtók leikinn frá fyrri æfingunni og ók flesta hringi eða 42.Jean-Eric Vergne lenti í því að hægra afturdekkið losnaði undan bíl hans. Toro Rosso liðið má því búast við hárri sekt. Tímatakan fyrir spænska kappaksturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 11:50 á morgun. Keppnin er svo á dagskrá á sunnudag klukkan 11:30. Formúla Tengdar fréttir Hamilton nánast fullkominn Lewis Hamilton ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína í Formúlu 1 það sem af er tímabili en hann er búinn að vinna þrjár síðustu keppnir eftir að klára ekki þá fyrstu. 6. maí 2014 17:45 Lewis Hamilton aldrei ógnað í Kína Lewis Hamilton á Mercedes vann kínverska kappaksturinn. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Fernando Alonso á Ferrari varð þriðji. 20. apríl 2014 08:48 Breytingar hjá McLaren-liðinu McLaren hefur sett af stað áætlun til komast aftur í toppbaráttuna í Formúlu 1. Áætlunin felst einna helst í mannabreytingum og vegur þar þyngst ráðning tveggja loftflæðisérfræðinga. McLaren ætlar að ná aftur fyrri frama. 2. maí 2014 21:15 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Spánarkappaksturinn í formúlu eitt. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar á seinni æfingunni og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji. Rosberg lenti í vandræðum á fyrri æfingunni en þar náði Jenson Button á McLaren að setja annan besta tímann. Ricciardo varð aftur þriðji. Þegar fyrri æfingunni lauk hafði Sebastian Vettel aðeins lokið 4 hringjum. Bíll hans stöðvaðist í brautinni. Rosberg lenti í vandræðum með nýja vél sem hann var ný byrjaður að nota og ók aðeins 9 hringi. Pastor Maldonado á Lotus ók mest allra eða 34 hringi á fyrri æfingunni. Ökumenn í öðru til og með þrettánda sæti á æfingunni voru á sömu sekúndunni.Vergne á þremur dekkjumVísir/GettyÁ seinni æfingunni hafði Mercedes tekist að gera við bíl Rosberg. Red Bull tókst hins vegar ekki að laga bíl Vettel, sem sat alla æfinguna á þjónustusvæðinu vegna rafmagnsbilunar. Maldonado endurtók leikinn frá fyrri æfingunni og ók flesta hringi eða 42.Jean-Eric Vergne lenti í því að hægra afturdekkið losnaði undan bíl hans. Toro Rosso liðið má því búast við hárri sekt. Tímatakan fyrir spænska kappaksturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 11:50 á morgun. Keppnin er svo á dagskrá á sunnudag klukkan 11:30.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton nánast fullkominn Lewis Hamilton ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína í Formúlu 1 það sem af er tímabili en hann er búinn að vinna þrjár síðustu keppnir eftir að klára ekki þá fyrstu. 6. maí 2014 17:45 Lewis Hamilton aldrei ógnað í Kína Lewis Hamilton á Mercedes vann kínverska kappaksturinn. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Fernando Alonso á Ferrari varð þriðji. 20. apríl 2014 08:48 Breytingar hjá McLaren-liðinu McLaren hefur sett af stað áætlun til komast aftur í toppbaráttuna í Formúlu 1. Áætlunin felst einna helst í mannabreytingum og vegur þar þyngst ráðning tveggja loftflæðisérfræðinga. McLaren ætlar að ná aftur fyrri frama. 2. maí 2014 21:15 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Hamilton nánast fullkominn Lewis Hamilton ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína í Formúlu 1 það sem af er tímabili en hann er búinn að vinna þrjár síðustu keppnir eftir að klára ekki þá fyrstu. 6. maí 2014 17:45
Lewis Hamilton aldrei ógnað í Kína Lewis Hamilton á Mercedes vann kínverska kappaksturinn. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Fernando Alonso á Ferrari varð þriðji. 20. apríl 2014 08:48
Breytingar hjá McLaren-liðinu McLaren hefur sett af stað áætlun til komast aftur í toppbaráttuna í Formúlu 1. Áætlunin felst einna helst í mannabreytingum og vegur þar þyngst ráðning tveggja loftflæðisérfræðinga. McLaren ætlar að ná aftur fyrri frama. 2. maí 2014 21:15