Fótbolti

Guðjón, Kristinn og Rúnar Már á skotskónum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristinn Steindórsson.
Kristinn Steindórsson. Vísir/Anton
Guðjón Baldvinsson, Kristinn Steindórsson og Rúnar Már Sigurjónsson skoruðu báðir fyrir lið sín í sænska fótboltanum í kvöld, Guðjón og Kristinn skoruðu báðir í jafntefli Halmstad í úrvalsdeildinni og Rúnar skoraði í sigri Sundsvall í B-deildinni.

Halmstad gerði 2-2 jafntefli við AIK á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni eftir að hafa lenti 0-1 undir. Guðjón Baldvinsson (65. mínúta) og Kristinn Steindórsson (86. mínúta úr víti) komu Halmstad yfir í leiknum en AIK náði að tryggja sér jafntefli á lokamínútu leiksins. Kristinn lék allan leikinn en Guðjón var tekinn af velli í uppbótartíma.

Rúnar Már Sigurjónsson skoraði eitt marka Sundsvall sem vann 4-3 sigur á Ängelholms FF. Rúnar Már skoraði þriðja markið á 33. mínútu leiksins en hann kom þá Sundsvall í 3-0 í leiknum. Rúnar Már spilaði allan leikinn fyrir Sundsvall sem fékk á sig þrjú mörk í seinni hálfleik en náði að landa stigunum þremur.

Halldór Orri Björnsson var í byrjunarliði Falkenbergs FF sem gerði markalaust jafntefli á útivelli á móti Örebro í sænsku úrvalsdeildinni. Þetta var í fyrsta sinn sem Henke Larsson valdi hann í byrjunarliðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×