Martino: Verðskulda ekki annað tækifæri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2014 10:00 Gerardo Martino hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Vísir/Getty Titilvonir Barcelona fuku svo gott sem út um gluggann eftir 2-2 jafntefli gegn Getafe í gær. Börsungar náðu forystunni í tvígang, en fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma. Spjótin beinast nú að þjálfaranum Gerardo Martino sem tók við Barcelona síðasta sumar. Argentínumaðurinn var hreinskilinn eftir leikinn gegn Getafe og sagði að hann bæri ábyrgð á vandræðum liðsins. "Það hefur ekkert breyst. Eins og ég sagði eftir tapið (gegn Real Madrid) í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar og eftir að við féllum úr leik í Meistaradeildinni, þá hefur þetta ekki verið gott tímabil." Martino taldi þó að Barcelona hefði verðskuldað sigur í leik gærdagsins. "Það var ekki sanngjarnt að tapa stigunum með þessum hætti undir lokin. Við gerðum nóg til að vinna leikinn. Það er á ábyrgð þjálfarans, hvað gerist í varnar- eða sóknarleiknum. Hann ber ábyrgð á því," sagði Martino, en hann var einnig spurður um framtíð sína hjá Barcelona. "Framtíð mín? Það er enn tími. Það er engin ástæða til að flýta sér. Það er enn nægur tími til að segja það sem segja þarf." "Við höfum aldrei náð að líkjast bestu útgáfunni af Barcelona. Það er langur vegur frá." "Það koma tímar þar sem þú uppfyllir ekki væntingarnar og ég sé ekki ástæðu til að biðja um annað tækifæri, því ég á það ekki skilið," sagði Martino að lokum, en allar líkur eru á því að Barcelona standi uppi titlalaust í fyrsta sinn frá tímabilið 2007-08. Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona kastaði sigrinum frá sér Barcelona gerði 2-2 jafntefli við Getafe á heimavelli í dag og á nú afar litla möguleika á að verja spænska meistaratitilinn sem liðið vann í fyrra. 3. maí 2014 00:01 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Hittust á Íslandi og keyptu Mbuemo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Sjá meira
Titilvonir Barcelona fuku svo gott sem út um gluggann eftir 2-2 jafntefli gegn Getafe í gær. Börsungar náðu forystunni í tvígang, en fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma. Spjótin beinast nú að þjálfaranum Gerardo Martino sem tók við Barcelona síðasta sumar. Argentínumaðurinn var hreinskilinn eftir leikinn gegn Getafe og sagði að hann bæri ábyrgð á vandræðum liðsins. "Það hefur ekkert breyst. Eins og ég sagði eftir tapið (gegn Real Madrid) í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar og eftir að við féllum úr leik í Meistaradeildinni, þá hefur þetta ekki verið gott tímabil." Martino taldi þó að Barcelona hefði verðskuldað sigur í leik gærdagsins. "Það var ekki sanngjarnt að tapa stigunum með þessum hætti undir lokin. Við gerðum nóg til að vinna leikinn. Það er á ábyrgð þjálfarans, hvað gerist í varnar- eða sóknarleiknum. Hann ber ábyrgð á því," sagði Martino, en hann var einnig spurður um framtíð sína hjá Barcelona. "Framtíð mín? Það er enn tími. Það er engin ástæða til að flýta sér. Það er enn nægur tími til að segja það sem segja þarf." "Við höfum aldrei náð að líkjast bestu útgáfunni af Barcelona. Það er langur vegur frá." "Það koma tímar þar sem þú uppfyllir ekki væntingarnar og ég sé ekki ástæðu til að biðja um annað tækifæri, því ég á það ekki skilið," sagði Martino að lokum, en allar líkur eru á því að Barcelona standi uppi titlalaust í fyrsta sinn frá tímabilið 2007-08.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona kastaði sigrinum frá sér Barcelona gerði 2-2 jafntefli við Getafe á heimavelli í dag og á nú afar litla möguleika á að verja spænska meistaratitilinn sem liðið vann í fyrra. 3. maí 2014 00:01 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Hittust á Íslandi og keyptu Mbuemo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Sjá meira
Barcelona kastaði sigrinum frá sér Barcelona gerði 2-2 jafntefli við Getafe á heimavelli í dag og á nú afar litla möguleika á að verja spænska meistaratitilinn sem liðið vann í fyrra. 3. maí 2014 00:01