Körfubolti

KR-ingar borða frítt fyrir 250 þúsund krónur hjá Dominos

Guðrún Kristmundsdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar KR, tekur á móti ávísuninni í gær.
Guðrún Kristmundsdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar KR, tekur á móti ávísuninni í gær. vísir/andri marinó
Íslandsmeistarar KR ættu ekki að verða svangir á næstunni því Íslandsmeistaratitlinum fylgdi stór inneign hjá Dominos.

Eftir leikinn gegn Grindavík í gær fékk KR afhenta risaávísun upp á 500 þúsund krónur. Sú ávísun skiptist í tvennt.

250 þúsund er peningaverðlaun en hin 250 þúsundin er inneign hjá Dominos sem er styrktaraðili efstu deilda körfuboltans.

"Það verður bara pítsa með pepperoni og sveppum út árið fyrir strákana," segir Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR, léttur við Vísi.


Tengdar fréttir

Finnst ég eiga fullt í þessa gaura

KR-ingar eru Íslandsmeistarar í körfubolta karla í þrettánda sinn eftir 87-79 sigur á Grindavík. Martin Hermannsson var frábær og var valinn bestur.

Martin: Ekki lengur bara rassafar á bekknum

"Við vissum að þeir hittu á lélegan leik á móti okkur síðast eða við á frábæran. Við vissum að þeir kæmu grimmir inn í þennan leik og við þurftum bara að mæta því. Við náðum að standast stóru áhlaupin hjá þeim, náðum alltaf að koma til baka og sýndum þvílíkan karakter í lokin með því að setja þessi stóru skot niður," sagði KR-ingurinn Martin Hermannsson eftir leikinn en hann var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna.

Finnur trylltist af fögnuði | Myndband

"Við erum fokking Íslandsmeistarar," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, skömmu eftir að hans menn tryggðu sér titilinn í Röstinni. Finnur réð sér vart fyrir kæti.

Bikarinn á loft hjá KR | Myndband

Það var mikil stemning í Röstinni í Grindavík í kvöld er Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, lyfti sjálfum Íslandsbikarnum á loft.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×